Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Side 3

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Side 3
urnir, efnahagsleg völd í sjóðum og fyrirtækjum og pólitísk völd innan ramma samfélagsskipaninnar. Þessi verkalýðsaðall fjarlægist fólkið og tekur samvinnu við atvinnurekendur og ríkisvaldið fram yfir fjöldabaráttu og einhliða aðgerðir verkafólks. Sam- tímis á umbótastefnan greiðan að- gang að launafólki vegna þess að arðránið er falið; þ.e. fólki virðist það fá greitt jafnvirði verðmætanna sem það raungerir með vinnu sinni. Nauðsyn breytinga og óréttlæti arð- ránsins eru ekki augljósar staðreynd- ir; aðeins virðist þörf smábreytinga. Frá Þingvöllum. Var goðaveldið rikisvald höfðingjaættanna án ríkisvalds? 3* Borgaralegt lýðræði — rlkisvald 3.1 Borgaralegt lýðræði Marx-lenínistar hafa litið á borgara- legt lýðræði sem stjórnunar- og kúg- unarform auðvaldsins. í þessu felst einföldun. Borgaralegt lýðræði er vissulega stjórnarform og kúgunar- tæki. En jafnframt felast í því and- stæður kúgunar og yfirráða, þ.e. lýð- réttindi sem eru alþýðunni afar mik- ilvæg og hafa verið vanmetin af kommúnistum. Til mikilvægustu lýðréttinda sem felast í borgaralegu lýðræði má telja almennan kosningarétt, samtaka- frelsi, tjáningarfrelsi og réttaröryggi. En jafnframt þessum mikilvægu lýð- réttindum eru innbyggðir í borgara- legt lýðræðisskipulag þættir sem beinlínis koma í veg fyrir að alþýða manna geti notað sér það til að skapa sér framtíð á eigin forsendum. Þannig er efnahagslegt vald í hönd- um fárra auðherra, einkum handhafa einokunarauðmagns. Pólitíska kerfið (þingræðið, flokkakerfið, kosninga- fyrirkomulagið), byggir á óvirkni fjöld- ans. Skoðanamyndun (þ.e. fjöimiðl- un, skólum o.fl.) er stjórnað af stór- auðmagninu og ríkisvaldi sem þjónar því, en réttargæslan miðar oft frekar að verndun eigna en manna og mannréttinda. Kommúnistar verða að verja borg- araleg lýðréttindi í auðvaldsskipulag- inu og berjast fyrir þeim. En jafn- framt verða þeir að geta afhjúpað og útskýrt það tvíeðli þingræðis og borg- aralegs lýðræðis að í því felist í senn ákaflega þýðingarmikil pólitísk rétt- indi alþýðu til handa en einnig og ekki síður stéttarvald og alræði borg- arastéttarinnar. 3.2 Rlkisvald og riki I audvalds- þjóðfélagi Ríkisvaldið er hluti af stéttarvaldi borgarastéttarinnar. Stéttarvaldið nær ennfremur m.a. til fjölmiðla, hugmyndafræði og féiagslegra tengsla, að ekki sé talað um efnahagslífið. Sem hluti stéttarvalds er ríkisvaldið á öllum tímum aðferð eða möguleiki ráðandi stéttar til að halda andstæð- um stéttum, hópum eða einstakling- um í skefjum, með líkamlegu ofbeldi ef annað bregst. Ríkið (þ.e. miðstýrt kerfi stofnana, ráðuneyta, dómsvalds og lögreglu/hers) er á hverjum tíma valdatæki ráðandi stéttar. Skipulagning og form þessa tækis er mismunandi á hverjum tíma og breytilegt frá einu landi til annars enda markast skipan þess fyrst og fremst af sögulegri þróun stéttabar- áttunnar. íslenska goðaveldið var þannig fyrsti vísir að rikisvaldi höfð- ingjaættanna án formlegs ríkis enda voru innri stéttaandstæður lítt þróað- ar og ytri hætta lítil sem engin, a.m.k. í upphafi. Söguleg þróun íslenskrar stéttabar- áttu undanfarin 80—100 ár (upphaf innlends ríkisvalds má e.t.v. miða við heimastjórn 1904) hefur skilað okkur ríki sem hefur margvísleg önnur hlut- verk en það eitt að verja stéttar-

x

Verkalýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.