Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 6

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 6
» komið er, ekki fullkomin* eining í samtökum okkar. Ekki er þó um eðl- ismun í skoðunum að ræða, heldur stigsmun í afstöðu til tveggja ytri marka, sem einkenna má á eftirfar- andi hátt: Annars vegar halda menn sig skilyrðislaust við þær forsendur fyrir sósíalísku samfélagi, sem nefnd- ar voru hér að framan (skilyrði A og B i grein 4.2). Hins vegar er til sú afstaða sem lýst er í upphafi þessarar greinar og byggir á þeirri reynslu að á tímum heimsvaldastefnunnar hafa flestar þær byltingar sem gerðar hafa verið og kenna sig við sósíalisma eða kommúnisma átt sér stað í „vanþró- uðum“ samfélögum. 4.5 Stéttabarátta I sósíalísku samfélagi „Stéttabaráttan er barátta um um- framframleiðsluna“ (L. Trotskí, sbr. T. Cliff: State Capitalism in Russia, bls. 280, Pluto Press 1974). Þetta er mikil einföldun en í staðhæfingunni felst þó sá sannleikur að barátta um umframframleiðsluna sé sá frumþáttur sem búi að baki stéttabaráttu í öllum hennar myndum og formum. í þeim skilningi verður háð stéttabarátta í sós- íalísku samfélagi þótt núverandi þjóð- félagsstéttir séu horfnar þar eð af- urðum vinnunnar er dreift ójafnt eftir þeirri þjóðfélagslegu verka- skiptingu sem hið nýja stéttlausa samfélag hefur tekið í arf frá fyrri samfélagsgerð. Þessi ,,stéttabarátta“ þarf ekki að vera ósættanleg, en get- ur verið það meðan stéttir og stétta- leifar eru til. Þannig er á hverju stigi hætta á að einhver hópur (t.d. menntamenn, embættismenn, flokks- menn eða aðrir álíka) noti sér að- stöðu sína til að tileinka sér umfram- framleiðsluna og endurskapa arðráns- afstæður á grundvelli þess. í borgaralegu þjóðfélagi nútímans er ríkisvald auðstéttarinnar sérstakur, aðgreindur hluti stéttarvalds hennar. Sósíalísk bylting kollvarpar þessu ríkisvaldi og setur í þess stað ríkis- vald öreigastéttarinnar. Vegna eðlis slíkrar byltingar (sbr. grein 4.1 hér að framan) getur öreigastéttin ekki beitt þessu ríkisvaldi á annan hátt en með eigin almannasamtökum (með fulltrúalýðræði). Ríkisvaldið er kúg- unarvald gagnvart arðræningjum (framleiðslutækin verða tekin af V.I. Lenin. þeim með góðu eða illu) og það er jafnframt sjálfstjórn verkalýðsins en ekki stjórn í nafni öreigastéttarinnar. 4.6 Lýdrædi og sósíalismi Sá greinarmunur sem hér er gerður á sjálfstjórn verkalýðsins og stjórn í nafni hans er ákaflega mikilvægur. Þetta tengist því mikilvæga atriði hvernig lýðræði skuli háttað eftir valdatöku verkalýðsins og vinn- andi alþýðu. Nú er ljóst að form lýðræðis er háð stéttargerð þjóðfé- lagsins og ekki verður stokkið úr nú- verandi lýðræðiskerfi yfir í beint og milliliðalaust lýðræði kommún- ismans. Vissulega má líta á lýðræðis- tilraunir í fjöldasamtökum eða verka- lýðsflokki sem frumgerð að millistig- inu þarna á milli (öðru nafni verka- lýðslýðræði eða sósíalískt lýðræði). Með reynslu í þá átt og vitneskju um suma þætti sósíalismans staðhæfum við að sósíalískt lýðræði og stjórnar- form verður um margt takmarkað; vegna verkaskiptingar, vegna mis- skiptingar á þekkingu, vegna efna- hagslegra andstæðna, vegna and- stæðna milli karla og kvenna o.fl. Lýðréttindi verða fyrir hendi, en hvorki þingræði í borgaralegum skiln- ingi né alræði kommúnistaflokks á öllum sviðum. Og réttindum þeirra sem berjast fyrir afturhvarfi til fyrri samfélagshátta verða takmörk sett. Hið útópíska hreina lýðræði framtíð- arinnar mun taka lýðréttindin upp og lýðræðisstigið milli þess og hins borgaralega lýðræðis mun gera það einnig og þá í samræmi við aðstæður og hagsmuni fjöldans. Vangaveltur þessar um lýðræði í sósíalísku samfélagi eru langt frá þvi að vera nokkur lokaorð um þetta efni. Segja má að umræðan sé aðeins opnuð með ofansögðu. 4.7 Baráttan gegn rlklsvaldlnu eftlr valdatöku Samkvæmt hefðbundinni skoðun kommúnista mun ríkisvaldið í sósíal- ísku þjóðfélagi byrja að ,,skrælna“ þegar það hefur lokið hlutverki sínu sem kúgunarvald (þ.e. allir arðræn- ingjar orðnir að fyrrverandi arðræn- ingjum). ...umsjónarstörfin (verðal því einfaldari sem lengra líöur og þar sem allir munu taka þátt í þeim til skiptis, verða menn þeim smátt og smátt svo vanir, að þau að síðustu falla burt sem sérstörf, er aðeins verða unnin af ákveðnum hópi manna. (V. Lenin: Ríki og bylting, bls. 63, Heim- kringla, Reykjavík 1970). Veruleikinn verður væntanlega öllu flóknari en hér er lýst. Þróun sósíal- isks þjóðfélags verður mótsagnafullt ferli þar sem skiptast á sigrar og ó- sigrar, framþróun og hnignun. Þetta á rætur sínar að rekja til þess að ný þjóðfélagsskipan sprettur ekki fram alsköpuð eftir valdatöku, heldur tekur hún í arf marga galla auðvaldsþjóð- félagsins, auk kosta þess. Stéttvísi og upplýsing alþýðufjöldans er mismun- andi. Sumir hópar eru sér meðvitaðri um stéttarhlutverk sitt en aðrir, sum- ir dragast aðeins með. Það mun tor- velda sjálfstæða starfsemi almanna- samtaka að sumir hafa meiri þekk- ingu en aðrir; sumir hafa meiri frí- tíma en aðrir til að mennta sig og taka þátt í stjórnun; allt á það rætur sínar að rekja til þjóðfélagslegrar verkaskiptingar. Á hverju leiti er sú hætta fyrir hendi að almannasamtök- in breytist í áhrifalausar kjaftasam- kundur meðan öll völd safnast í hendur embættismanna, skriffinna og forstjóra. Ríkisvaldið ,,skrælnar“ í þeim skilningi að samfélagslegar forsendur þess hverfa. En vélræn verður sú þróun ekki. Eitt stærsta pólitíska verkefni kommúnista á tímabili sósí- alismans er barátta gegn ríkisvaldinu. Þannig er flokkur þeirra ekki sjálf- krafa stjórnarflokkur, heldur verður hann á hverjum tíma að koma fram í

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.