Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 10
10 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR EVRÓPUMÁL „Það er áhugavert að skoða þessi ummæli með tilliti til fiskveiðistjórnunar okkar og umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Með aðild myndi Ísland gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Henni er miðstýrt frá Brussel, fjarri þeim sem nýta auðlindir sjávar og eiga mestra hagsmuna að gæta,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Elinor Ostrom, sem nýlega hlaut Nóbelsverðlaunin í hag- fræði fyrst kvenna, bendir á það í rannsóknum sínum að stjórn auðlinda á borð við skóga, vötn og fiskistofna, sé betur komið í höndum nærliggjandi samfélags en þegar fjarlægt yfirvald heldur á málum. Þegar kemur að stjórn almenningsgæða er virk þátttaka notenda í myndun og framkvæmd reglna lykilatriði, að mati Ostrom. Hún telur utanaðkomandi reglur ekki virka jafnvel og líklegra er að reynt verði að komast hjá þeim. Þetta kemur fram í greinargerð Nóbelsverðlaunanefndarinnar. LÍÚ hefur ítrekað sagt að með aðild að ESB yrði lagasetning- arvaldið framselt frá Alþingi til Brussel og að allt forræði og fyr- irsvar í málefnum sjávarútvegs flyttist til ESB. Þá hefur LÍÚ haldið uppi sömu rökum um auð- lindastjórnun og Ostrom beitir. - shá 1. Hve stór hluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni? 2. Hvað töpuðu lífeyrissjóðirnir mörgum milljörðum á tímabil- inu ágúst 2008 til ágúst 2009? 3. Hver er lögmaður Færeyja? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 VEISTU SVARIÐ? BAUGSMÁL Verjendur ákærðu í skattahluta Baugsmálsins gerðu athugasemdir við gögn sem sækj- andi í málinu hefur lagt fram þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vegna þessa er ólíklegt að aðal- meðferð í málinu fari fram fyrr en undir lok árs, eða í byrjun næsta árs, segir Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari. Hann þarf að skila greinargerð vegna athugasemdanna 22. október. Ákærð í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannes- dóttir og Tryggvi Jónsson, auk Baugs Group og Fjárfestingar- félagsins Gaums. - bj Verjendur í skattamáli Baugs: Athugasemdir gerðar við gögn UMHVERFISMÁL Umhverfisráðu- neytið hafnar ásökunum forsvars- manna Norðuráls um að Svandís Svavarsdóttir ráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún úrskurðaði um Suðvesturlínu. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu kemur fram að úrskurðurinn hafi fjallað um framkvæmd Landsnets vegna Suðvesturlínu. Álitaefnið sé hvort meta eigi umrædda fram- kvæmd með hugsanlegum virkj- anakostum á svæðinu. Ekki sé verið að fjalla um umhverfisáhrif af fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík, og því ekki skylt að veita fyrirtækinu andmælarétt samkvæmt stjórnsýslulögum. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær fullyrða forsvarsmenn Norðuráls að lögvarðir hagsmun- ir þeirra hafi ekki verið virtir, þar eð þeim hafi ekki verið veitt aðild að málinu eða andmælaréttur. Í bréfi Norðuráls til ráðherra, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir enn fremur að kærufrestur hafi verið liðinn þegar kærur Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi borist. Þá hafi frestur ráð- herra til að úrskurða verið liðinn þegar úrskurður barst. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að þrátt fyrir að dregist hafi um þrjá mánuði að úrskurða í málinu leiði það ekki til þess að úrskurðurinn verði ólögmætur. Í dómaframkvæmd hafi það eitt og sér ekki valdið ógildingu stjórn- valdsákvarðana. Tafir á afgreiðslu ráðuneytisins urðu vegna umfangs málsins og eðlis, sem krafðist þess að umsagna og álita væri aflað víða, segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Þar er þó tekið fram að máls- hraði sé oft og tíðum ekki í sam- ræmi við lögboðna fresti. Ráðu- neytið skoði nú hvort ástæða sé til að lengja úrskurðar- fresti vegna laga um mat á umhverfisáhrifum. Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar og sam- skipta hjá Norðuráli, segir þetta einkennileg vinnubrögð. Í þessu máli hafi ráðuneyt- ið tekið sér 40 daga af þeim 60 sem það hafi haft til að fjalla um málið í það eitt að senda bréf til umsagnaraðila. Slík vinnu- brögð geti varla talist ástæða til að afgreiðslufrestur mála sem þessara sé lengdur. Ráðuneytið mótmælir því einnig að kærur hafi borist of seint, þrátt fyrir að annað sé fullyrt í bréfi Norðuráls. Þar segir að kæru- frestur hafi runnið út 25. apríl. Kærurnar hafi verið dagsettar 24. apríl, en stimplaðar móttekn- ar í ráðuneytinu 29. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu bárust kærurnar með tölvupósti áður en frestur rann út. Það eitt og sér dugi til að kæran teljist hafa borist, en formsins vegna hafi verið ákveðið að óska einnig eftir því að kærun- um yrði skilað skriflega. Þau ein- tök hafi verið stimpluð móttekin í ráðuneytinu 29. apríl. brjann@frettabladid.is Segja lögin ekki brotin Umhverfisráðherra var ekki skylt að veita Norðuráli andmælarétt áður en úrskurðað var um Suðvestur- línu að mati ráðuneytisins. Norðurál gagnrýnir málsmeðferð og hægagang hjá ráðuneytinu. HELGUVÍK Orku fyrir álver í Helguvík á að flytja með Suðvesturlínu. Forsvarsmenn Norðuráls segja afar sérstakt að ráðuneytið telji Norðurál ekki hagsmunaaðila í umfjöllun ráðuneytisins um línurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóbelsverðlaunahafi segir auðlindastjórn best komna hjá þeim sem nýta þær: Fjarlægt yfirvald án yfirsýnar NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Hagfræðingur- inn Elinor Ostrom fullyrðir að auðlinda- stjórn sé betur komið í höndum þeirra sem nýta hana en hjá fjarlægu yfirvaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.