Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 12
12 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
30% afsláttur af öllum
vörum í Bónus Kjörgarði.
(Vegna breytinga í versluninni)
Verslunin opnuð kl.10.00 í dag !
STJÓRNSÝSLA Efla þarf dómstól-
ana vegna hrunsins, bæði með
fjölgun dómara og aukinni sér-
þekkingu á efnahagsbrotum.
Þetta er skoðun Lárentsínusar
Kristjánssonar, formanns Lög-
mannafélags Íslands.
Í grein í blaði félagsins segir
Lárentsínus álag á dómstólana
nú þegar hafa aukist umtals-
vert og líkur séu á að það eigi
enn eftir að aukast. Mál af öllu
tagi hrannist upp auk þess sem
viðbúið sé að látið verði reyna á
neyðarlögin með margvíslegum
hætti.
Telur Lárentsínus brýnt að
yfirvöld dómsmála ráðist strax í
nauðsynlega undirbúningsvinnu
og skoðun á því hvernig þessu
ástandi verði best mætt. - bþs
Formaður Lögmannafélagsins:
Fleiri dómarar
og sérþekking á
efnahagsbrotum EVRÓPUSAMBANDIÐ „Ef þið gangið í Evrópu-sambandið verður staða íslenskunnar betri en
nú er,“ segir Peter Dyrberg, forstöðumaður
Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykja-
vík. „Núna er staðan sú að innan EFTA þarf
allt að fara fram á ensku, en ef þið gangið
í Evrópusambandið geta íslensk stjórnvöld
notað íslensku í samskiptum sínum við stofn-
anir í Brussel. Þau geta skrifað til ESB á
íslensku og einstaklingar geta notað íslensku
þurfi þeir að leita til stofnana sambandsins.
Þið farið því úr verra ástandi yfir í betra.“
Mikið hefur verið rætt um að hér á Íslandi
þurfi að ráða fjölda manns til að þýða lög
og önnur skjöl sem berist frá Evrópusam-
bandinu, en oft gleymist að í höfuðstöðvum
Evrópusambandsins þarf einnig að fá fólk til
starfa til þess að þýða af íslensku.
„Gróft metið tel ég að í Brussel muni skap-
ast um það bil 200 ný störf fyrir Íslendinga,
bæði til þess að þýða og til þess að sinna
öðrum störfum. Þið þurfið til dæmis íslenska
lögfræðinga þar til þess að útskýra íslenskt
lagaumhverfi. Þið þurfið líka einhverja til
að sjá um hlutina þegar mál berast til Evr-
ópusambandsins á íslensku. Þið þurfið að
manna skrifstofur íslenska dómarans í
Evrópudómstólnum og skrifstofur íslenska
framkvæmdastjórans í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins.“
Hann segir reynslu annarra ríkja benda til
þess að það valdi engum sérstökum erfiðleik-
um í Evrópusambandinu þótt þjóðarvitund
íbúa aðildarríkjanna sé ólík.
„Bretum finnst þeir enn vera Bretar og
Dönum finnst þeir enn vera Danir. Skoðana-
kannanir sýna að á þessu hafa ekki orðið mikl-
ar breytingar. Íslendingar yrðu áfram Íslend-
ingar,“ segir Dyrberg, sem sjálfur er danskur
en hefur starfað í Brussel í tvo áratugi, meðal
annars sem deildarstjóri í Eftirlitsstofnun
EFTA. Hann hefur verið með annan fótinn á
Íslandi undanfarin fjögur ár og fylgist með
umræðunni hér á landi.
Í dag flytur hann erindi um sjálfsmynd
þjóðar og Evrópusambandið á hádegisfundi
sem Evrópuréttarstofnun Háskólans í
Reykjavík efnir til í stofu 201 í húsakynnum
háskólans að Ofanleiti 2. - gb
Peter Dyrberg segir þjóðarvitund ekki breytast við inngöngu í Evrópusambandið:
Íslendingar yrðu áfram Íslendingar
PETER DYRBERG Forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar
HR hefur verið með annan fótinn hér á landi undanfar-
in fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á LEIÐ TIL ÞVOTTA Búrkuklæddar
konur í Kabúl flytja notuð föt til þvotta
áður en þau eru boðin til sölu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UTANRÍKISMÁL Forsætisráðherra
Íslands þakkaði í gær Færeyingum
fyrir lán upp á þrjú hundruð millj-
ónir danskra króna sem þeir veittu
Íslendingum stuttu eftir íslenska
bankahrunið.
„Þverpólitísk samstaða Færey-
inga um þetta lán, sem veitt var
skilyrðislaust þegar allir aðrir
sneru við okkur baki í fyrra,
sýnir hug þeirra betur en nokk-
ur orð […] þeir eru vinir í raun,“
sagði forsætisráðherrann, Jóhanna
Sigurðardóttir.
Orðin féllu á fundi hennar
með Kaj Leo Johannesen, lög-
manni Færeyinga, á Þingvöllum.
Þar snæddu oddvitar þjóðanna
hádegisverð, en Kaj Leo er hér í
opinberri heimsókn.
Samkvæmt tilkynningu frá for-
sætisráðuneytinu var fjallað um
heilbrigðismál, kreppur og fólks-
flótta, og einnig um fríverslunar-
samning þjóðanna, Hoyvíkursátt-
málann.
Kaj Leo þakkaði fyrir sig og
sagði að í Færeyjum væri fylgst
grannt með framgangi mála á
Íslandi. „Sérstaklega nú þegar
Ísland hefur sótt um aðild að
Evrópusambandinu. Úrslit mála
í aðildarferlinu gætu haft veru-
leg áhrif á pólitíska umræðu í
Færeyjum,“ sagði hann.
Í kjölfar bankahrunsins veittu
Færeyingar, ein þjóða, lán sitt
án skilyrða um samstarf við
yfirþjóðlegar stofnanir. - kóþ
Lögmaður Færeyja snæddi með forsætisráðherra á Þingvöllum í gær:
Færeyingar eru vinir í raun
Á ÞINGVÖLLULM Oddvitar þjóðanna
hittust á Þingvöllum í gær og ræddu
sameiginleg hagsmunamál þjóðanna.
MYND/FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
ALÞINGI Ásbjörn Óttarsson Sjálf-
stæðisflokki leggur til að þeir
þingmenn sem sitja í fjárlaga-
nefnd Alþingis sitji í þeirri
nefnd einni og ekki öðrum.
Hann vék að þessu í umræð-
um um fjáraukalög í gær.
Ásbjörn sagði álagið í nefnd-
inni mikið og til bóta yrði að
þingmenn gætu einbeitt sér að
viðamiklum störfum hennar.
Tók hann sem dæmi að í gær-
morgun hefði nefndin varið
bróðurparti af fundartíma
sínum í fjárlög næsta árs og
lítið getað farið yfir fjáraukalög
sem þó voru á dagskrá þingsins
í gær. - bþs
Leggur til breytt fyrirkomulag:
Einbeiti sér að
fjárlaganefnd