Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Bára Huld Sigfúsdóttir heillaðist
af Indlandi fyrir tveimur árum.
Þá sótti hún námskeið í Bangal-
ore á Suður-Indlandi í tengslum
við meistaranám í náttúru- og
umhverfissiðfræði og var staðráð-
in í því að snúa aftur. Hún komst
í samband við sjálfboðaliðasam-
tökin Idex í gegnum Nínukot, sem
hefur milligöngu um vinnu og
verkefni um víða veröld, og starf-
aði um fjögurra vikna skeið við
barnakennslu í smábænum Jharel
sem er í námunda við Jhalawar.
„Börnin voru af Kanjar-ætt-
bálkinum sem er búið að útskúfa
úr samfélaginu. Þau fá því litla
menntun og eru samtökin að
byggja upp litla skóla fyrir þau í
héraðinu. Þau geta reyndar geng-
ið í einhverja ríkisskóla en þar
er oft komið illa fram við þau,“
segir Bára. Hún kenndi börnunum
stærðfræði og ensku. „Ég hefði
viljað vera lengur til að ná betri
tökum á kennslunni en ég held þó
að börnin hafi aðallega þurft á
athygli og umhyggju að halda.“
Bára segir að átakanlegt hafi
verið að sjá hvernig komið var
fram við börnin og fjölskyldur
þeirra en stéttaskiptingin á Ind-
landi er gríðarleg og langur vegur
frá því að komið sé fram við alla
sem jafningja. „Ættbálkurinn
vinnur þó fyrir sér með því að
brugga áfengi og kemst þannig hjá
algerri örbirgð.“
Áður en Bára hélt í sjálfboðaliða-
starfið ferðaðist hún um Norður-
Indland. „Það var mikil reynsla að
vera ferðamaður í 44 stiga hita og
50 prósenta raka. Ég var í Mumb-
aí til að byrja með en fór svo til
Aurangabad, Jaípur, Agra og Nýju-
Delí. Þar var mikið glápt á mig og
ég held að ég hafi upplifað allar til-
finningar á tilfinningaskalanum
þarna ein innan um milljónir enda
öll skilningarvitin virk á Indlandi.
Mér fannst maturinn alveg frá-
bær en gat þó ekki borðað hvað
sem er enda á varðbergi gagnvart
kóleru og öðrum sjúkdómum.“
Bára kynntist góðu fólki frá öllum
skúmaskotum heims á ferð sinni
en sjálfboðaliðastarfið stendur
þó upp úr. „Mér fannst frábært að
kynnast börnunum og fólkinu sem
stóð að skólastarfinu.“
Bára, sem lýkur meistaranámi
sínu í vor, stefnir á frekara nám
erlendis. Hún vonar að hún eigi
afturkvæmt til Indlands.Hún segir
ferðina hafa kennt sér margt og þá
sérstaklega að vera þakklát fyrir
það sem hún hefur. „Ég sé ástandið
hér heima í nýju ljósi enda höfum
við það mjög gott í samanburði við
aðra. Ég reyni að vera meðvituð
um það og falla ekki í sama farið.“
vera@frettabladid.is
Kenndi útskúfuðum
börnum á Indlandi
Eftir fyrstu ferð sína til Indlands var Bára Huld Sigfúsdóttir staðráðin í því að snúa þangað aftur. Hún
bauð sig fram sem sjálfboðaliða og kenndi börnum af Kanjar-ættbálkinum stærðfræði og ensku.
Bára með nemendum sínum. Mynd/úr einkasafni
HyundaI hefur náð góðum árangri í að minnka meng-
andi útblástur frá bílum sínum, samkvæmt nýrri könnun
sem gerð var á vegum European Federation for Trans-
port and Environment. Hyundai hefur tekist að minnka
koldíoxíðsmengunina um helming í samanburði við
meðalárangur allra bílaframleiðenda.
smur- bón og dekkjaþjónusta
sætúni 4 • sími 562 6066
BREMSUVIÐGERÐIR
BREMSUKLOSSAR
SPINDILKÚLUR
ALLAR PERUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
RAFGEYMAÞJÓNUSTA
OLÍS SMURSTÖÐ
BÓN OG ÞVOTTUR
UPPLÝSINGAR O
Auglýsingasími
– Mest lesið