Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 16
 14. október 2009 MIÐVIKU- DAGUR 2 MYNDAKVÖLD Ferðafélags Íslands er í kvöld. Þá verða sýndar myndir af Vatnaleiðinni milli Hnappa- dals og Norðurárdals. www.fi.is Vel lukkuð fjölskyldujeppaferð Bílabúðar Benna. Um sextíu bílar héldu af stað í jeppaferð Bílabúðar Benna laugardaginn 3. október. Hópur- inn hreppti með eindæmum gott veður, kalt og bjart, og lék sólin við ferðalangana lengst af. Jeppaferð Bílabúðar Benna er farin árlega og er stíluð inn á við- skiptavini og fjölskyldufólk. Með í för voru bæði mikið breyttir og ekkert breyttir jeppar enda markmið slíkrar ferðar að kynna jeppaeigendum landið, hvernig beri að haga akstri og hvernig ganga eigi um Ísland. Eftir bráðgott morgunkaffi í höfuðstöðvum Bílabúðar Benna á Tangarhöfða var haldið af stað í nokkrum hópum inn í Hval- fjörð. Ekið var upp Dragháls og um Skorradal upp á línuveg á vit óbyggða. Norðan Skjaldbreið- ar var áð og boðið upp á grill að hætti fjallamanna, hamborgara og pylsur sem runnu ljúflega niður. Ætlunin var að halda áfram og koma niður í Haukadal en vegna lélegrar færðar á Skessubása- vegi sem fylgir háspennulín- unni að Þórólfsfelli sneru flest- ir við og óku Kaldavatnsleið að Þingvöllum, sáttir eftir vel lukkaða ferð. - sg Jeppaferð á fjölskyldubílnum Veðrið var yndisfagurt og útsýni til allra átta. MYND/AÐSEND Það leggja ekki margar konur á Íslandi stund á skotfimi en þær fáu sem það gera stunda hana af þeim mun meiri ástríðu. Fremst- ar í flokki þessara kvenna eru þær Anný Björk Guðmundsdóttir og Inger Ericson en þær kepptu báðar í skotfimi um síðustu helgi í Svíþjóð. Báðar æfa þær Anný og Inger haglabyssuskotfimi hjá Skot- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Og báðar hafa þær tvívegis farið til útlanda og keppt í alþjóðlegri kvennakeppni í skotfimi sem nefn- ist Ladies International Grand Prix. Í fyrra skiptið sem þær kepptu, árið 2008, fóru leikarnir fram í Edinborg í Skotlandi, í ár var keppnin haldin í Uppsölum í Sví- þjóð en á næsta ári verður keppnin haldin hér á landi. Ástæðan fyrir því að Ísland varð fyrir valinu var aðallega sú að vaskleg framganga þeirra Annýjar og Ingerar vakti áhuga aðstandenda keppninnar strax í Edinborg. „Okkur gekk nú samt reyndar ekkert voðalega vel í keppninni í Svíþjóð,“ segir Anný og skellir upp úr. Hún viðurkennir því næst að þær stöllur hafi ekki lagt mikið kapp á æfingar þetta sumarið. Sænsku konurnar hafi því raðað sér í efstu sætin í þetta skiptið. Hins vegar er hún nokkuð viss um að íslenskar konur muni láta til sín taka í keppninni næsta sumar. Fyrir utan æfingarnar fara þær stöllur á veiðar. Í ár skaut Anný bæði hreinkú og kálf og verður kjötið af þeim nýtt í vetur. Segir hún að lítið mál sé að matreiða hreindýrakjöt. Það sé einfaldlega svo gott að það þoli flestar tegund- ir eldamennsku án þess að tapa bragðgæðum sínum. Nýti maður kjötið vel og vandi skotið sé lítið mál að skjóta hreindýr. Henni þyki líka eitthvað svo húsmóðurlegt og notalegt að eiga fulla frystikistu af góðu kjöti sem hún hafi orðið sér og fjölskyldunni úti um. karen@frettabladid.is Fá alþjóðlega skotfimi- keppni kvenna til Íslands Þær Anný Björk og Inger Ericson hafa tvívegis farið og keppt í alþjóðlegri skotfimikeppni kvenna. Næst verður keppnin haldin hér á landi og er það ekki síst fyrir þeirra tilstilli. Anný segir skotfimi henta kon- um vel auk þess sem allar góðar húsmæður kunni vel að meta að eiga fulla frystikistu af góðu kjöti. Anný Björk með kálf sem nú er kominn í frystikistu heimilisins. MYND/ÚR EINKASAFNI Inger Ericson gerir að hreindýri sem hún veiddi. Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa hundrað kallar frá einum Kópavogsbúa til annars Sjálfboðamiðstöðin í Hamraborg 11 er opin virka daga kl. 10 -16 Ef þú gerist félagsmaður í Kópavogsdeild Rauða krossins leggur þú 1.200 krónur árlega í að hjálpa Kópavogsbúum í vanda. Við aðstoðum bágstaddar fjölskyldur í Kópavogi þegar á reynir. Við rjúfum einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum til þeirra sem á þurfa að halda. Skráðu þig á www.redcross.is/kopavogur í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is W W W .F O R S T O F A N .C O M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.