Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. október 2009 21 sport@frettabla- > Grindavík og KR spáð meistaratitlum Samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna verða Grindavík og KR Íslandsmeistarar í körfubolta á þessari leiktíð. Grindavík er spáð sigri í karlaflokki, Snæfelli öðru sæti og meisturum KR því þriðja. FSu og Breiðablik munu falla samkvæmt spánni. KR er svo spáð sigri í kvennaflokki. Hamar er þar skammt á eftir og Keflavík er spáð þriðja sæti. Njarðvík er langneðst í spánni og Snæfell þar fyrir ofan. Laugardalsv., áhorf.: 3.253 Ísland S. Afríka TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–12 (3–4) Varin skot Árni Gautur 4 – Josepths 2 Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 3–0 1-0 Veigar Páll Gunnarsson (50.) 1-0 Svein O. Moen (4) Dagskrá: Skýrsla stjórnar um störf félagsins frá stofnfundi – Auður I Ottesen formaður. Erindi: Skógrækt fyrir líkama og sál – Sherry Curl skógfræðingur. Erindi: Aðferðafræði til að greina gæði útivistarsvæða innan borgarmarka. – Kristbjörg Traustadóttir mastersnemi í umhverfissálfræði í SLU Alnarp Svíþjóð. Kosning í stjórn og varastjórn Önnur mál . Aðalfundur samtakanna Umhverfi og vellíðan Miðvikudaginn 21. október kl 19:30 í Gerðubergi, Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 824 0056 Stjórnin Fjallað verður um skólahald, íþróttir og tómstundamál og farið yfir stöðuna í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja í hverfunum. Þá verður kynnt vinna við mótun nýrrar menntastefnu á vegum Reykjavíkurborgar. Að loknum inngangserindum verða umræður með þátttöku íbúa, Ragnars Þorsteinssonar fræðslustjóra í Reykjavík‚ Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaviðs og Kjartans Ragnarssonar varaformanns Knattspyrnufélagsins Fram. Skóli - Íþróttir - Tómstundir í Grafarholti og Úlfarsárdal Opinn íbúafundur um menntamál og íþrótta- og tómstundamál í Grafarholti og Úlfarsárdal verður haldinn: í nýbyggingu Sæmundarskóla fimmtudaginn 15. október 2009 kl. 17:30 Frummælandi: Kjartan Magnússon, formaður menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Sjónarmið Íbúa: Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs. Fundarstjóri: Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi. Menntasvið Íþrótta- og tómstundasvið Auglýsingasími – Mest lesið Íslenska U-21 landsliðið vann í gær góðan 2-1 sigur á Norður-Írlandi í undankeppni EM 2011. Leikurinn fór fram í Grindavík en þegar þessi lið mættust ytra í síðasta mánuði vann Ísland 6-2 sem er stærsti útisigur liðsins frá upphafi. Þar með vann liðið sinn þriðja sigur í röð sem hefur aldrei áður gerst. Liðið bætti einnig markamet sitt á föstu- dagskvöldið þegar Ísland vann 8-0 sigur á San Marínó. Í gær skoruðu Jóhann Berg Guðmundsson (á mynd) og Jósef Kristinn Jósefsson mörk Íslands en þess má einnig geta að Andrés Már Jóhannesson lagði upp bæði mörkin. Það er því óhætt að segja að liðið hefur fundið sig vel undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar sem var ánægður með leik sinna manna. „Sérstaklega var ég ánægður með útfærslurnar á mörkunum okkar,“ sagði Eyjólfur. „Þær voru skólabókardæmi um hvernig á að spila sig í gegnum vörn andstæðingsins. Við vorum alltaf að senda boltann á milli bakvarðar og miðvarðar og alltaf með tvo hlaupa- möguleika inn í vítateig. Þetta gerðu þeir virkilega vel.“ Hann segir þó að sínir menn hafi virkað þungir í byrjun. „Ég hafði það á tilfinningunni að menn væru sumir ekki alveg í standi enda búin að vera veikindi í hópnum. Við vorum hræddir við að halda boltanum og spila honum. Völlur- inn var reyndar mjög háll og það gerði okkur erfitt fyrir.“ „Við héldum þó áfram og reyndum að vinna okkur betur inn í leikinn. Þetta var erfitt enda Norður-Írar með fínt lið sem erfitt er að spila við.“ Eyjólfur segir að markmið liðsins liggi ljós fyrir. „Við stefnum eins hátt og við mögulega getum. Við ætlum að vinna hvern einasta leik. Við erum á góðum róli núna og ætlum ekki að láta neitt stoppa okkur.“ Heimamaðurinn Jósef Kristinn var ánægður með mark- ið sem hann skoraði eftir að hann kom inn á sem varamað- ur í leiknum. „Þetta var alger draumur í dós. Ég vil auðvitað nýta þau tækifæri sem ég fæ sem allra best og því gott að skora,“ sagði Jósef. „En það mikilvægasta var auðvitað að vinna leikinn.“ ÍSLENSKA U-21 LANDSLIÐIÐ: VANN GÓÐAN 2-1 SIGUR Á NORÐUR-ÍRUM Í GÆR Stefnum eins hátt og við mögulega getum FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari viðurkenndi að Suður-Afríka hefði ekki spilað þann brasilíska sambabolta sem hann bjóst við frá því. „Þeir spil- uðu nokkuð öðruvísi en það sem við höfðum séð á myndbandsupp- tökum. Þeir héldu boltanum mjög vel og við vorum í eltingarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Ólafur eftir leik. Hann segist þó ekki hafa verið hræddur við lið Suður-Afríku. „Þó að þeir hafi spilað vel á milli sín voru þeir ekkert að ógna mjög mikið. Þeir skutu eitthvað fyrir utan en fengu ekki færi inni í teignum hjá okkur.“ Ólafur hrósaði markverðinum Árna Gauti Arasyni sérstaklega. „Við eigum tvo frábæra mark- menn og Árni stóð sig feikilega vel. Annars er ég ánægður með vinnusemina hjá leikmönnum, þeir hlupu mikið og vörðust vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að við þyrftum að gera það. Vörnin hélt síðan mjög vel,“ sagði Ólafur. Veigar Páll Gunnarsson sem skoraði mark Íslands telur sína frammistöðu í gær þó ekki meira en sæmilega. „Mér fannst ég ekki komast inn í leikinn í fyrri hálf- leik en í seinni hálfleik fann ég mig betur eins og allt liðið í heild. Þá fórum við að sýna okkar rétta andlit. Svo náði ég að skora sem er mikilvægt fyrir mig og gott fyrir liðið. Gamla góða táin er ekki hætt að virka,“ sagði Veigar sem fagn- aði marki sínu með sundtökum. „Ég var búinn að lofa félaga mínum að taka þetta fagn. Hann er búinn að vera að nöldra í mér síðustu 10-15 leiki. Ég gleymi því alltaf þegar ég skora en varð að taka það núna.“ Veigar gaf mótherjunum ann- ars ekki háa einkunn. „Þeir litu ágætlega út á köflum en voru ekki að gera neitt af viti. Í seinni hálf- leik ákváðum við að fara bara á þá. En þetta er ekki lið sem á heima á stórmóti,“ sagði Veigar. - egm Ólafur Jóhannesson og Veigar Páll eftir sigurinn á Suður-Afríku í gær: Þetta lið á ekki heima á stórmóti KULDALEGUR Landsliðsþjálfarinn varð að klæða sig vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Leikur Íslands og Suður- Afríku fer seint í sögubækurnar fyrir mikil gæði og skemmtun. Eina sem hann skilur eftir er sú staðreynd að Ísland vann, 1-0, með marki Veigars Páls Gunnarssonar á 50. mínútu. Það var ótrúlegt að heyra lands- liðsþjálfarann, Ólaf Jóhannesson, tala þetta afríska lið upp fyrir leik- inn. Hann sagði liðið spila brasil- ískan fótbolta og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir sem fylgjast með vita aftur á móti að þetta lið hefur varla unnið leik í háa herrans tíð og hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Eini sigurinn kom gegn liði sem er í kringum 140. sæti á FIFA-listanum og hann var naumur. Þetta suður-afríska lið getur ekki neitt, gæti ekki verið fjarri því að spila brasilískan fótbolta og það sáu rúmlega 3.000 manns í Dalnum í gær. Þrátt fyrir þá staðreynd voru Suður-Afríkumenn síst lakari aðil- inn í gær. Þeir sköpuðu sér ákjós- anlegri færi framan af á meðan Íslendingar sköpuðu ekki eitt ein- asta færi í fyrri hálfleik. Sá hálf- leikur var hreinasta hörmung og til skammar fyrir íslenska liðið. Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks sýndi íslenska liðið þann bolta sem það getur spilað og þá kom markið sem skildi liðin að. Hinar 80 mínúturnar voru hreint út sagt lélegar hjá íslenska liðinu. Það skapaði nánast engin færi í leiknum. Framherjar komust ekki mikið í boltann og sendingar af köntunum of fáar og slakar. Miðju- spilið var handónýtt og Suður- Afríkumennirnir réðu lengstum ferðinni þar. Varnarleikurinn var óvenju brothættur og Ísland mátti þakka fyrir að Árni Gautur var í fínu formi í markinu. Ef Ísland hefði verið að spila gegn betra liði hefði það aldrei unnið leikinn. Það vantaði algjör- lega gæðin í liði gestanna til þess að skora þó svo að oft hefðu þeir komist í ákjósanlega stöðu. Ég segi lítið annað en Guð hjálpi þeim á HM. Þar á þetta lið eftir að verða rassskellt. Ólafur gleðst þó yfir sigrinum enda hefur hann sagt mikilvægt að vinna leiki til þess að auka sjálfs- traust leikmanna. Þessi leikur gerir það vonandi fyrir leikmenn. Það er alltaf gott að vinna leiki en þessi sigur var langt frá því að vera fagur. henry@frettabladid.is Veigar bjargaði málunum Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiks Íslands og Suður-Afríku sem fram fór á Laugardalsvelli í gær. Leikurinn var afar slakur og fátt jákvætt í leik íslenska liðsins. Gestgjafar næsta HM voru sem betur fer svipað lélegir. SIGURMARKI FAGNAÐ Veigar Páll tók nokkur sundtök þegar hann fagnaði sigurmarki sínu á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.