Alþýðublaðið - 31.12.1922, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.12.1922, Qupperneq 1
Gamlaársdag. . tbl. Gleðilegs nýárs óskar Alþýðublaðið öllum vinum sínum og samkerjum, kaupendum og lesendum, með beztu þökkum fyrir gamla árið. Á gamlárskvöld. í leynidjúp tímanna liðið er ár; hjá lýðum er saga þess töld. En margur, sem leit það með brosandi brár í byrjun, er hniginn í kvöld, því árin, sem líða í það eilífðardjúp frá aldanna rísandi sól, — þau klœtt hafa margan í mótlœtishjúp og mörgum veitt síðasta skjól. En líka’ eru stundir, sem gleði það gaf og grœddi mörg holuádarsár. Pað veitli oss margt, sem vér vissum ei af, því viljinn hjá flestum er smár að meta rétt tímann og gera’ af því gagn, sem geymi hver líðandi stund. Vér höfum ei öðlast það manndáðamagn, sem mentar til fulls vora lund. Vér horfum á árs þessa sígandi sól, er sveipast í kvöldroðablœ og minnir á tímanna hraðfleyga hjól, þá hnígur í dimmbláan sœ. t huga þó margra sé minningin köld, hjá mörgum var gleðin þó klár. Með lotning í hjartanu klökkir í kvöld við kveðjum þig, hverfandi ár! sem síðasti dagur þess skin nú yfir landihu, má kalla að á ýmsa lund hafi verið gott frá náttúrunnar hendi. Fyrri hluta þess var einhver hin mesta fiskigengd, er þekst hefir hér. Og þó að grasspretta væri fremur léleg, þá var nýting víðast hvar góð. Tiðarfar hefir verið milt og gott og siðustu mánuðina með einsdæmum. En — það, sem náttúran gerir vel, gera stjórnendur þessa lands að illu. Þrátt fyrir góðærið hefir hag manna fremur hnignað í landinu. í*essu veldur úrelt þjóð- félagsskipulag og þar af leiðandi óstjörn — óstjófn í menningar- máium þjóðarinnar, atvinnumál- um, bankamálum og verzlunar- málum. Pessa vegna líður alþýðu illa, hvernig sem árar. En úr öllu má bæta, ef farið er að ineð skynsemi og á eftir rekið af öflugum vilja. En til þess þarf samtök. Öll alþýða þarf að taka höndum saman til þess að vinna bug á óstjórninni. Fau samtök á að nota til þess aö rífa upp undirrót óstjórnar- innar og gróðursetja undirrót skipulegrar stjórnar á landinu — »velta í rústir« hinu ríkjandi þjóðskipulagi og »byggja á ný« þjóðskipulag jafnaðarstefnunnar og framtiðarinnar, til þess að góðæri fái notið sin í landinu. Þetta ár hefir ekki enzt til þess að koma því í kring, en næsta ár mun fá alþýðu gott tækifæri til þess að hrinda því áleiðis. Þá er að vinna að því. Minnumst þess. Ágúst Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.