Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 2
6 D V 0 L. »Eg het í'ullnægt ákvörðun minni hér, Mac- kenzie«, svaraði Hektor. »Nú er því lokið, og nú er það Scotland sem eg þrái — Scotland!« Þeir þóttust ráða af þessu að hann hefði drepið óvin sinn og væri þess vegna ánægður. Nú gátu þeir fyrirgefið honum æðisganginn sem á honum hafði verið, því þeir trúðu á að hann hefði orðið að vinna það sem honum var ætlað, og þar sem að tækifærið lil þess hetði borist honum upp í höndurnar, þá væri hann sýkn saka, og nú gátu þeir án alls ótta,já, jafn- vel með ávinning, þóknast honum. Og það var rétt eins og þeir lengju fullvissu um þetta með þvi að alt í einu kom blásandi byr, svo að báturinn þeirra fór dansandi á haf- öldunum suður á bóginn, með öllum rauðbrúnu seglunum sínum útþöndum og bylgjurnar löðr- uðu um borðstokkana. Öldurnar hófu sig hátt og himininn var fag- ur og heiðrikur, en báturinn var í engri hættu staddur, lionum hafði reitt vel af áður fyrri í miklu hvassara veðri. Hektor dró sig í hlé, og var eitthvað svo undarlegur, því hann gat hvorki talað um neitt eða hugsað um nokkurn skapaðan hlut þar til hann hafði áttað sig á öllu því liðna. Honum nægði að ferðin gekk vel. Þegar þeir komu til Wiek, var þar skip sem samstundis ætlaði að leggja á stað til Cromerty, og Hektor tók sér undir eins far með því. Cromerty var hinn æskilegasti lendingarstaður fyrir hann; af því hann var svo nærri Inverness, og þá jafnframt Nairn og Mac Argall. Hann var nú kominn í bezta skap. Hann hafði borgað Mackenzie og félögum hans vel og bað svo mac Donaldana, er á skipinu voru um að flytja fyrir sig bréf til skyldmenna sinna, til þess að kunngjöra þeim heimkomu sína; og er þessu var ráðstafað fanst lionum að síðasti hlekk- urinn sem batt liann við Orkneyjar vera brotinn. »Nú skulum vér lofa þeim stað niður á mararbotni!« sagði liann við sjálfan sig, oghann óskaði að hann heyrði hann aldrei nefndan á nafn svo lengi sem hann litði. Hann kom til Cromarty eftir að dimt var orðið, þá var kominn stormur og rigning. En það gerði ekkert til, af því að liarin var sama sem kominn lieim lil sín, og hann vissi þar af veitingahúsi sem Jakobinskir flokksforingj- ar og aðrir hált settir herrar komu oft og þar var hann viss um að fá góðar viðlökur. Hann skundaði því þangað blíslrandi. Er hann nálg- aðist húsið sá hann mestu ljósa-dýrð gegnum gluggana, og er hann kom nær, varð hann þess áskynja að jjangað var mesti mannfjöldi kominn. Og ó, hve unaðarfult fanst honurn að heyra aft- ur hið mjúka gallverska tungumál, og að sjá Háskotana í stullpilsunum sínum, gerð úrglæsi- lega stykkjóttu skozku dúkunum, — sjá skjótu hræringarnar jieirra; og svo fremur öllu öðru hlakkaði hann til að heyra þá tala, hlæja og blása í lúðrana sina. Honum lá nærri því við að gráta af einberum fögnuði, þegar vinalega húsmóðirin kom á móti honum, ky^sti á hönd- urnar á honum; og henni lá lika sömuleiðis við að gráta af einberum fögnuði yfir að sjá hann aftur; j)á fann hann í fylsta máta til hinna ó- sigrandi krafta, sem bjuggu í landinu hans og jjjóðinni. Hann fékk hjartslátt af geðshræringu, og honum fanst að hann stækka og þurfa meira andrúmsloft. Húsmóðirin færði honum bæði mat og drykk inn lil sín, og þegar hann hafði hrest sig og snætl, lauk lnin upp hurðinni á gestastofunni sem var þélt skipuð hálendingum, og kallaði upp lireykin, í því hún ýtti Hektor fram; Herrar mínir! Einn af Dónöldunum«. Meira þurfti ekki. Allar hendur voru á lofti lil að fagna honum. Já, honum var fagnað svo hjartanlega að honum vöknaði um augu af við- kvæmni. »Nú skulum við skemta okkur vel«, sagði lávarður Meldrum. »0g áður vér tökum oss nokkuð fyrir skulum vér drekka kóngsins skál. Við þessi orð fylti sérhver af gestunum glasið sitt og um lelð og þeir gerðu það báru þeir þau yfir stóra vatnsskál sem stóð á borðinu. Hektor skildi vel þenna helgisið — þeir voru að drekka konginum til, hans bátign James áttunda. Eftir þenna viðhafnar sið, fóru þeir að spyrja Hektor um ferð sína, og hann varð neyddur til að segja þeim eitthvert hrafl af því er við bar á meðan hann dvaldi á norðureyjunum; en hann stækkaði sinar athafnir og sömuleiðis á- rangurinn sem af þeim mundi hljótast. En þessi heljulegi vinahópur vænti eftir undrum og kraftaverkum, og hetja sú er átti að framkvæma þau var Hektor. Þeir sáu hve fötin hans voru orðin slitin á ferðalaginu, og skildu vel í því er hann sagði þeim um ljarlægu slaðina sem hann hafði farið um; og í þessari vaxandi glaðværð og vínnautn, varð honum á að gefa þeim mjög svo tvíræðar skýrslur, og vekja vonir hjá þeim, sem, ef hanri hefði verið algáður, að hann hefði naumlega j)orað að nefna. Nú var lávarður Meldrum frá Inversey ná- l)úi Mac Ax-gall, og einn af þeim áköfustu sem voru þar til staðar. Með honum sendi Heklor boðskap til flokksforingja Mac Ai-gall, og fáeinar bráðabirgðai'línur lil Söru. Hann ámálgaði við Meldrum að gei'a þeim skiljanlegt, að hann yrði fyrst af öllu að fara lil Inverness til þess að fá sér peninga og ný föt, og að því búnu skyldi liann hraða sér á fund þein-a. Meldruiri lol’aði að gera það, og sagðist ætla að fara á stað í dög- un daginn eftir. IJektor var með sjálfum sér sannfærður um að þessi áhrifamikli höfðingi mundi segja meira sér til hróss en hann sjállur yrði megnugur uni að gera. Um miðnætti yfh’gaf hann di-ykkju- bi’æður sína, sem héldu áfram að drekka kong- inum til, og lagði sig lil að sofa, en honurn tókst það ekki svo greiðlega. Honum fanst að ástand

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.