Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 4
8 D V 0 L. Systarnar frá Grœnadal. Eftir Mariu Jóhanns- dóttur. í 19 bls. 8vo. Reykjavik 1908. Kostn- aöarmaður: Sigurður Kristjánsson. Höfundur sögunnar er ung stúlka frá Vest- urlandi, og hefur hún byrjað sögusmíði sína á þessu riti sem er nýlega komið á prent. Það hefur svo mikið verið ritað um söguna kosti hennar og lesti, jafnvel í hinum stærri blöðum að Dvöl hefur þar fáu við að bæta, bæði vegna rúmleysis og svo hins að nokkuð rækilega hefur verið minst á innihald heneai'. Eins og sagt hefur verið er þetta fyrsta ritverk stúlku þessar- ar, sem er fátæk og umkomulítil, og er því auð- sætt að hún á miklu verra aðstöðu en þær eða þeir, sem eiga rílca og mikils megnandi ættingja að bakhjarli. Hún verður þvi einsömul — ó- studd að ryðja sér braut, og mun sú braut ekki vera hvað auðveldust þar sem til ritsmiðar kem- ur — þó miklum mun sé hún nú greiðfærari fyrir konur en áður var — þar sem kvenréttind- in eru óðum að ryðja sér til rúms, sem betur fer. Þegar maður les bókina ýtarlega blandast manni naumlega hugur um að höfundur lienn- ar er gædd talsverðri skáldskapargáfu. — Til þess að maður geti efast um það skrifar hún með alt of miklu fjöri eins og að andinn knýji það fram; en ekki af því að hún hafi ásett sér að skrifa sögu. Báðar sögurnar má semja, en þær munu jafnan verða nauða ólíkar. — En hún hefur við þetta tækifæri ekki komið sér sem heppilegast fyrir hvað niðurskipun sögunnar á- hrærir, sem við það missir mikið af gildi sínu, þvi allvíða linnast í henni fögur gullkorn, ogsið- ferðis og göfugmennsku andinn gengur í gegnum hana alla. Vér óskum og vonum að hinn ungi rithöfundur eigi eftir að semja mörg og góð skáld- rit, sem æfingin og igrundunin fági svo vel með tíð og tíma að úr þeim geti orðið listasmíði. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart P/ielps. Lauslega pýtt úr ensku. (Framh.). Alt var gert til þess að koma sálu og líkama i svo þægilegt ástand og jafnframt svo fullkomið að sálin gæti hlotið fullkomna þekking, og á viss- an hátt svo háa að þekkingin leiddi til hinnar hæstu skýringar á skemtuninni sem vér höfðum fyrir oss. Þekkingin fékst á svo undursamlegan bátt, sem einungis getur fengist í þessu landi. Eg man ekki til að eg hafl nokkurn tíma fundið til þess eins mikið og við þetta tækifæri hve guð eins og skemtir sér við að veita sínum ástkæru börnum gleði og ánægju. Vér, sum af okkur, höiðum liðið svo mikið niðri á jörðinni, að oss sýndist það ekki í fyrstu eðlilegt að vér fengum hluttöku i svo óblandaðri unun og þess- ari. En eg lærði að þetta, eins og svo margar aðrar skáldsögur úr lægra lifinu, höfðu engan sannleika að styðja sig við í himninum. Þareð eg var svo nýlega komin þaðan, og kunni þar af leiðandi svo lítiði gat eg eklci skilið litasam- ræmið, eins og margir af áhorfendunum gerðu, þó eg' samt sem áður nyti ánægjunnar af því mjög' mikið; eins og sá sem ekkert hefur lært í hljóm eða söngfræðinni getur eins fyrir það haft mestu unun af henni. Eg held að þetta hafi verið sú mest hress- andi sjón sem eg hef séð, og mig langaði undir eins mikið til að læra að skilja þessa nýju list. Seint og' hægt, á meðan vér sátum þegjandi í þessu hvíta hnattarhúsi — sem var bjrgt úr par- fyr, að eg held, eða þá úr einhverju léttu liku efni — fór að sjást á yfirborðinu hreint Ijós, sem nötraði og smájókst, þar til við vorum um- kringd á allar hliðar, af eins konar hvítum eldi. Þetta skildist mér að væri fyrir lærisveina lit- breytinga listarúnar, hið sama og fagur — ósegj- anlega fagur hljóðstrengjaleikur er fyrir söngfræð- inginn. Svona fannst mér það vera við þau ó- tölulegu áhrif, sem fylgdu á eftir. Hvítt ljós nötraði og titraði og varð að hvít-bláum lit. Blái liturinn samlagaði sig því fjólurauða. Gull og saffrangult léku saman, grænt, grátt og dökkrautt liðu hvert i annað. Rós — lifandi rósarlitur skein á okkur, og litirnir titruðu — undir — yfir —■ þarna, og hér og hvar, þangað til að við vor- um innilukt í þess óútmálanlegu Ijósi. Það var eins og við værum komin bakvið upprás sólar- innar. Hver sem þekkti eðli þess litar mundi skilja, hversvegna sumir af áhorfendunum höfðu tilhneigingu til, í ofsa kæti sinni, að varpa sér inn í þetta ljómahaf. Spakmæli frægra manna. Stundum er það mesta ógæfan að hafa á réttu að standa. (Sófóldes). Vertu eigi skjótur til að velja þér vin, en þann, sem þú tekur þér að vini, skaltu heldur eigi skjótt láta missa hylli þína. (Sólon). Líf mannsins þarfnast ávalt og alstaðar hins rétta meðalhófs og samræmis. (Plató.) Sá lifir tvisvar, sem nýtur hins umliðna. (Martialis). .Söluturninn annast um útsendingu Dvalar, en vanti nokkurn af kaupenduin hennar blöð úr 8. árganginuin eru þeir vinsamlega beðn- ir að snúa sér til útgefandans með það, nr. 36 Laugaveg. Útgefandi: Torfhildur Lorsteinsdóttir Holm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.