Dvöl - 01.06.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.06.1909, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á landi i kr. 25 au., erlendis 2 kfi Helmingur borgist fyr- ir I. júlí, en hitt við ára- mót. DVÖ L Uppsögn bundin við gild nema skuldlaus vi greiðslan er skrifleg og 1. okt. en ó-kaupandi sé ð blaðið. Af-á Laugaveg 36. 9. AR. REYKJAVÍK, JÚNÍ1909. NR. 6. í forsselu.. Pótt stúndin sem líður oss hryndi í harm er hin, sem vor bíður, með sólskin um hvarm. Pótt tíminn sé langur og vonin sé veik er vinnandi gangur að siðasta leik. Dg renni þá dagur, er sest ei í sjá er sólgeislinn fagur, sem tilveran á. Hallgi: Jónsson. Vinskapur (Friendship). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Árangurslaust leituðum vér að þessu himn- eska blómi, — vinskapnum — hjá hinu kald- lynda, reikningsglöggva . veraldarbarni; já, hjá þvílíkum, veslings blekkingarræílum er sérhver tilfinning fyrir göfugum dyggðum stein dauð. Árangurslaust leitum vér hans sömuleiðis í at- höfnum þeirra drembilátu — háttsettu* tízku- dýrkendum; þeir halda sýningu á sjálfum sér, og elska hinar fölsku, hverfulu ánægjur veraldar þessarar, en hafa hrakið hann til fulls og alls úr hjarta sínu. Árangurslaust leitum vér hans á meðal hins athugalausa, síiðandi fjölda, sem auglýsir undir- gefni sína, með opnum örmum, undir alsherjar lögmál hégómans, illgirninnar, öfundarinnar og rógburðarins, sem þeir hefja til vegs og virðingar í hjarta sínu, og er sístarfandi á tungunni. Vinskapur, sannur, trúr vinskapur blómstrar að eins í jarðvegi þess göfuga, sjálfu-sér-fórnandi hjarta; þar er sifelt sumarblíða, — endalaus lán- sæld og gleði, sem varpar á alt í kringum sig þúsund geislum af von, friði og elsku. Enginn getur verið sannfarsæll, án þess að eiga vin, en enginn getur vitað hverskonar vini hann á fyrri en hann er orðinn vansæll. Það hefir verið sagt, að sannur vinskapur liktist að nokkru leyti, anda eða svip, sem mikið er talað um, en sem þvínær aldrei sést. Þó að þetta sé nú ekki nákvæm samlíking i raun og veru, verðum við ei að siður að við- urkenna, að trúr og sannur vinur sést ekki daglega, og að sá sem í veruleikanum hefir fundið hann, ætti vissulega að kunna að meta þá himinbornu gjöf. Þegar> menn eru bundnir hreinum vinskaparböndum leiðir það vanalega til hinnar víðtækustu lánsælu. Vinskaþurinn styður og styrkir sálina, léttir þjáningar lífsins og gjörir, að minsta kosti lífið, hversu erfitt sem það kann að vera, á einhvern hátt þægilegt. Lávarður Verulam segir: »Sorgin léttist við það, að annar tekur þatt i henni, og ánægjan eykst að sam skapi við það«. Annar segir: »Sorgin líkist í því stórri elfu að hún missir megnið af aíli sínu við að skifta sér í margar kvislar«. Gleði, áþekk sólargeisla, endurspeiglar sij með meiri flýti og fegurð þegar hún skín á mann út úr augum og hjarta vinarins. Sá vinskapur sem grundvallast á góðri smekkvísi, og skildleika í skoðunum, venjum og þesskonar, en á ekkert skilt við guðrækni, er að sönnu leyfilegur, af því hin góðgjörðasama forsjón ann honum að skreyta heiminn, sem með öllum sinum yfirgnæfanlegleika og fegurð líður skyndi- lega undir lok; en þar á móti mun sá vinskapur sem grundvallaður er á sönnum guðsótta verða innan skamms endurplantaðar í sælla heimi, til þess þar að skreyta »paradís«, þess lifanda guðs. Urvals samræður. Eftir Platon. Þýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Því sé ekki unt með likamanum að komast til hreinnar viðurkenningar um nokkurn hlut, þá getum vér einungis fallist á, eitt af tvennu, annaðhvort að vér komustum aldrei til viður- kenningar, eða þá ekki fyrri en eftir dauðann. Af því, að þá verður sálin út af fyrir sig, laus við líkamann, en ekki fyr. Og meðan vér lifum, þá getum vér, eftir þvi sem lítur út, aðeins komist nær viðurkenningunni, er vér höfum svo lítið sem framast er unt saman við líkam- ann að sælda, og höfum ekki meiri samblendni við hann en vér nauðsynlega þurfum, og leyfum oss ekki að fyllast af hans eðli, en varðveitum oss hreina, þangað til Guðinn sjálfur leysir okkur. Þannig hreinir og frelsaðir frá heimskupör- um likamans, munum vér sennilega, fá að lifa í samfélagi með likum verum, og með sjálfum okkur viðurkenna alt hið hreina, og þetta er líklega einmitt það sanna. Því þeim óhreina leyfist líklega ekki að hræra við því sem er hreint. Þannig, Simmías, held eg, að allir sem sannarlega elska spekina hljóti að hugsa og tala hver við annan sín á milli. Eða beldurðu það ekki? — Jú,- sannarlega, Sókrates. — Sé þetta þá satt, vinur minn, sagði Sókrates, þá er mikil von til að sá sem kemur þangað, sem eg á nú

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.