Dvöl - 01.07.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.07.1909, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. julí, en hitt við ára- mót. D V O L Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er á Laugaveg 36. ». ÁR. RETKJAVÍK, JÚLÍ 1909. NR. 7. í forsselu. Sálu kvelur sorgin þnng, syrtir él að glugga, blæja felur blómin ung, bíður Hel í skugga. Gleðibjarma bregður frá, bros á lwarmi slokna, veiklast armur við að sjá von i lxarmi sokna. Barnaglingur fyrnast fljótt, fyllast pyngjur auði, hjörtu stingur nœðingsnótt, náhljóð syngur dauði. Hallgr. Jónsson. Vinskapur (Friendship). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Það er sannarleg nautn í þeim vinskap sem er grundvallaður á sakleysi og hreinskilni trúlynds hjarta. Sú ánægja sem af þvi flýtur léttir marga þunga byrði og sykrar lífið. Hluttekningarsaml hjarta finnur vanalega unaðarríka samhygð. Veitum þess vegna hinum sanna vinskap all- an heiður, og óskum að hann frjófgi sí og æ fleiri og fieiri unaðarrík blómstur á hinu döggvota engi félagslífsins, svo að þau strái ilman sinni á feril mannlífsins, sem er svo oft þyrnum stráður. Hví- lík blessun er að eiga vin, sem maður getur talað við án ótta um sérhvern hlut; já, um sínar dýpstu tilfinningar — og það blátt áfram án hræðslu. — Ó, þau þægindi, þau óútmálanlegu þægindi að íinna sig svo óhultan að maður þarf livorki að vega hugsanirnar sem maður lætur í ljósi eða mæla orðin, en sleppir þeim eins og þau koma fyrir — hveiti og hýði saman, vissir um að trú vinarliönd setur hvað á sinn stað; heldur því sem vert er að halda, en blæs hinu á burt með anda kærleikans. Ef nokkur stofnar vinskap einungis sökum þess hvað mikið eða lítið liann getur grætt á honum, þá má sá vinskapur ekki kallast hreinn og sannur. Vinskapurinn verður að vera laus við sérhvert eigingjarnt augnamið, og ætlast ekki til annars en sameiginlegs hagnaðar lilutfalslega eftir því sem hver þarfnast fyrir. Hann á líka að vera skil- yrðalaus. Það er raunar satt, að vinir eru ekki æfinlega skyldugir til að segja hver öðrum alt, sem þeim sjálfum, hvorum fyrir sig og þeirra við- kemur, en þeir átttu æfinlega að vera reiðubúnir að segja hver öðrum alt, sem þeim sjálfum inn- byrðis kemur við. Vinirnir verða að leggja alt kapp á að greiða hver fyrir öðrum með lipurð og góðgirni, og engu síður þegar þeir eiga við fátækt og erfiðleika að stríða, en þegar auður og vel- gengni er annars vegar. Vinskapurinn er líka fólginn í umburðarliudi, og í því að aðvara hvern annan er svo ber undir að þeir þurfa þess við. Og í einu orði sagt, á pyngjan, hjartað og húsíð að vera opið fyrir vininum, — vér megum á eng- an hátt loka neinu af þessu fyrir honum, nema vér höfuin fengið skýlausar sannanir um sviksemi, siðferðisspilling eða eitthvert samsvarandi níðings- verk. Fyrsta skilyrði fyrir vinskapnum er hrein- skilni og sá sem metur það lögmál að vettugi, mun brátt verða þess áskynja að hann sviftir sjálfan sig því, sem hann á svo öflugan liátt reyndi að ávinna sér — vinskapinn. Sökum þess að hið sviksama hjarta, mun fljótt koma upp nm sig, og meðtaka verðug verkalaun. Heimurinn er svo troðfullur af sjálfselsku, að sannur vinskapur íinnst örsjaldan, ei að síður leita lastafullir undirhyggjumenn hans oftlega sök- um auðvirðilegs hagnaðar. Sjáið, hinn sierjandi auðkýfing! Sál hans. er aldrei snortin af hinum helgu, blessunarríku áhrifum sannarlegs vinskapar, sem endurlífgar aftur á jörðu vorri liins tapaða Edens fölnuðu blóm, og varpar vonarbjarma yfir söknuð lífsins. Hinn öfundsjúki — hann sömu- leiðis, kostar kapps utn að ávinna sér iofsorð ann- ara, sökum óhreinnar venju, svo hann geli með því áunnið sér tignarsess í mannlífinu. Sjálfselsk- an sem liggur til grundvallar, verkar upp á þann máta á sálu hans. Allir elska góðan lofst^r og margir nota óhrein meðöl til að öðlast liann; þess vegna er oft tor- velt að aðgreina hreinan vínskap frá þeim óhreina. 9 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Og einungis hinir sönnu elskendur spekinnar, segjum vér, kosta einlægt mest kaps um að frelsa hana, og þessi sálarlausn og aðskilnaður við lík- aniann er einmitt starf heimspekinganna; er það ekki satt? — Þannig lítur það út. — Það væri þess vegna, eins og ég sagði í byrjuninni, hlægilegt, þegar maður, sem í lífi sínu liefði kostað kapps

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.