Dvöl - 01.08.1909, Síða 1

Dvöl - 01.08.1909, Síða 1
Blaðið kostar hérá landi I kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. ] DVÖL. Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er á Laugaveg 36. 9. ÁK. RETKJAVÍK, ÁGÚST 1909. NR. 8. í íorsæln. iv. Gleðin er kvik eins og geisli, gráirún skrifar hver stund; augnablik eitt getnr bugað anda og sterka mund. Hamingjusólin i heiði hlœr ekki nema um stund; örlagaskgbólstrar skgggja skínandi voga og sund. Vonirnar eiga sér upphaf og endi á sömu siund; þótt hlakki á vörunum hlátrar í hjarta er banvœn und. Hatlgr. Jónsson. Félagsskapur (Company). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Það er gamalt máltæki að það megi þekkja oss af þeim félagsskap, sem vér veljum okkur. Af þvi, að þegar vér erum sjálfráðir, þá velj- um vér oss þá félaga sem að eðlisfari og siðsemi eru líkir oss sjálfum. Þar af leiðandi, erum vér oft hneigðir til að halda, er vér liittum þá fyrir er taka þátt í liverj- um helzt félagsskap sem er, að sá félagsskapur eigi vel við eðlisfar þeirra, ekki einungis hvað mentun og gáfum við lcemur, heldur jafnframt hinni siðferðislegu háttsemi. Góður félagsskapur bætir ekki einungis vora eigin siðsemi, heldur heíir samskonar betrandi á- hrif á sálina, sökum þess að göfug umgengni er ánægjurík og nytsöm hvevetna. Séu félagsvinirnir vandir að ráði sínu þá bæta þeir vort eigið sið- ferði; séu þeir mentaðið þá auka þeir þekkingu vora og laga brestina. En hins vegar, séu þeir ósiðsamir, fákunnandi og dónalegir, þá mun umgengni þeirra vissulega setja merki sitt á oss- I3ess vegna er það ekkki svo lítils vert að velja sér góðan og heiðarlegan félagskap, en forð- ast þann sem er siðspillandi. Það er æfinlega æskilegt að ná umgengni við þá sem mikið er varið í og gæddir eru góðum kostum, því með því vér líkjustum þeim í háttsemi og lunderni verðum vér meiri menn. En aftur á móti, lélegri í öllu tilliti, með því vér leggjum lag vort við þá sem eru verri en vér, vér verðum þeim þá samdauna og með því niðurlægjum vér oss sjálfa. í einu orði sagt útkrefst mikil varúð og hyggindi til að velja sér heppilegann félagsskap. Samt ríður karlmönnum meira á því en konum, af því þær þurfa ekki að taka þátt í jafn marg- breytilegum félagskap í lífinu og þeir. Ekki sumt þar fyrir, að þær þuríi ekki sömuleiðis að gæta allrar varúðar í því tilliti, ef þær kynnu að lenda í þeim félagsskap sem væri þeim óhollur, og sem mörgum er of gjarnt til að aðhillast. 5 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Þýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Eða skyldu margir, af þeim sem dauðinn hefir svift þeim sem þeir elskuðu, konur og börn, vera viljugir til að fara til undirheima, knúðir afþeirri von, að mæta þeim þar aftur og véra saman með þeim, sem þeir þrá, en sá, sem í raun og veru elskar vizkuna, og lifir í þeirri von, að hann geti hvergi annarstaðar en i undirlieimum, öðlast hana eftir vild, skyldi hann þá óttast dauðann, en vilja ekki glaður fara þangað? Því ætti maður þó að trúa, vinur minn, ef hann er í raun og veru heim- spelcingur. Af því slíkur maður er fyllilega sann- færður um, að hann finnur ekki sannan vísdóm annarstaðar. Og sé nú þessu þannig varið, eins og eg sagði nýskið, væri það þá ekki í hæsta máta óskynsamlegt ef sá hinn sami óttaðist dauð- ann? — Sannarlega, það veit Seifur, sagði hinn.— Þegar þú því sérð að maðurinn er hnugginn, þeg- ar hann á að deyja, þá getur það verið þér nægileg sönnun fvrir því, að hann elskar ekki spekina, en líkamann, því sá sem elskar liann, elskar líka peninga og heiður, annaðhvort annað eða livoru- tveggja. — Það er alveg eins og þú segir. — En mun nú ekki sú dyggð, Simmias, sem menn kalla lireysti, sóma sér einkanlega hjá þeim sem eru þannig skapi farnir? — Vissulega, svaraði hann. — En svo stillingin, sú dyggð, sem fjöldinn nefn- ir líka því nafni, sem er fólgin í því að maðurinn gefur sig ekki á vald girndunum, en heldur sér stiltum og siðsömum, mun ekki sá líka vera hæfi- legur fyrir þá eina, sem lítilsvirða líkamann og lifa í kærleika við spekina? — Það hlýtur að vera, sagði hann. — Af þvi, bætti hinn við, að viljir þú nú aðgæta annara lireysti og gætni, þá mun þér finnast það öldungis undrunarvert. — Hvernig stendur á því, Sókrates? —

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.