Dvöl - 01.08.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.08.1909, Blaðsíða 2
30 D V 0 L. Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Það var alvarleg spurning lijá drengnum sem var svo bráðþroska. Og hann liugsaði svo margt um þetta sem hann þorði ekki að ininnast á. Löngun hans eftir fróðleik var óseðjandi. Hann sigldi um höfin með hinum beztu siglinga-mönn- um, sá ókunn lönd með nafnfrægum ferðamönn- um, og barðist á ný í hinum nafnfrægu veraldar- lcunnu orustum með stríðs-hetjum þeirra tíma. Landkortin og veraldarhnötturinn var æfinlega við hendina, og hann fylgdi ferð skipanna með löngu mjóu fingrunum sínum, og úlföldunum, og lier- mönnunum á ferð þeirra. Ei að síður var eðlis- far lians nærri því oftrúarkent — guðslrú hans var liiminhá og djúp eins og eilífðin. Hann elsk- aði guð heitara en nokkuð ánnað. Það var elska en ekki tilhneging, blátt áfram, náttúrlegt traust, jafnvel á hans dimmustu og kvalafyllstu stundum. Thyra komst lljótt að hvenær þær stundir bar að. Hann varð þá friðlaus, og það gilti að einu hve smemtilega bók hann var að lesa, hann varð ímist kafrjóður eða náfölur, og út úr augum hans skein sorg, ótti og viðkvæmni og eftir fáeinar mínútur sagði liann: »Elskan mín, taktu frá mér bókina, nú vantar mig Davíðs-sálma, því engin mannleg orð geta lijálpað mér til að þola það sem nú kemur. Svo sat hún hjá honum heilar nætur, hélt um höfuðið á honum, og þurkaði þjáningarsvitann framan úr honum, og huldi lilla elskulega drenginn i skugga þess almáttuga með bænum sínum. Eng- inn nema guð vissi livaða þjáningar þau bæði báru i sameiningu. Barnið bar að sönnu þær þjáningar sem hún gat ekki borið með honum, en hún styrkti skjálfandi hendurnar á honum, og sykraði þjmgstu þjáningarnar með hjartanlegustu huggunar- orðum og aðstoð. Þetta var undarlegt líf fyrir Thj'ru; líf, sem henni liefði aldrei dottið í liug að kjósa sér til handa, en jafnframt liið bezta, hið einasta, til þess að ílytja eðli liennar að sínu göfugasta takmarki Hingað til var það Tliyra sem var elskuð og þág annara þjónustu, en nú varð hún að lærahvernig hún ætti að þjóna öðrum og elska þá. Smátt og smált fór að spretta upp í lijarta liennar liið allra guðdómlegasta blómstur — sjálfsfórnin, — að fórna sjálfri sér fyrir einhvern lijálparþurfandi féll nú í hlutskifti hennar. Hún liafði aldrei fyrri komist í slíka stöðu. Hún hafði aldrei átt yngri bróður eða systur sem þurl'ti hjálpar hennar við, ekki veikt foreldri, né munaðarlaust barn. Á æsku árum sinum hafði hún ekki svo mikið sem elskað brúður eða tekið að sér heimilislausan liund. Hún hafði æfinlega verið sú sem naut elskuunar; en nú átti hún að miðla öðrum hana. Dag eftir dag varð elska hennar lieitari á veslings þjáða barninu, svo að þegar hann var sjúkur þá fannst henni að liún verða það líka, sömuleiðis kætti hana allt sem hann kætti. Hún gleymdi sér sjálfri fyrir lionum, Og þess meir sem Dónald krafðist, þess meira veitti hún honum. Alt var svo lítið í augum liennar því kærleiki hennar baðaði sig í meðaumkvun og tók hana föstu haldi. Kærleikurinn mýkti mál- róm hennar, létti ganginn, og gaf einhver svipbrygði af einhverri kyrlátri óútmálanlegri elsku allri til- veru liennar. Einn morgun eftir eina mestu þjáninganóttina, lagði þreytta barnið höfuð sitt að barmi hennar og fór ofur lítið að gráta. Hún beygði sig og kysti hann; og tárin hennar runnu niður á andlitið á honum. »Æ, mamma!« stundi hann upp, »æ, mamma« endurtók liann, og frá því augnabliki gekk hún honum í móðurstað. Hann var liennar drengur, og hún gælli þess nákvæmlega að rnissa ekki áhrif sín á liann. Lávarður Fraser stakk upp á því að hún ætti að ganga eða keyra einn klukkutíma á dag sér til heilsubótar, — og þann klukkutíma var hann sjálfur vanur að sitja hjá syni sínum, — en Thyra hlýddi þessu fremur af skyldu en ánægju, og hún var mjög séð í því að gefa frú Fraser einhverjar ástæður, svo hennar heimsóknir íil drengsins urðu færri. Að öðru lejdi en þessu var engin tegund af öfundsýki eða af- brýðissemi fólgin í þessum kærleika. Hún ætlaðist ekki til minsta hagnaðar fyrir sjálfa sig; og þegar lady Fraser færði henni summu af peningum, er hún hafði dvalið þar í 3 mánuði, ýtti hún pening- unum frá sér með tárin í augunum og sagði há- tignarleg: »Hvað hefi eg gert fyrir yður eða Dónald, sem hægt er að borga með peningum?« »Þér liafið verið betri við okkur öll en eg fæ með orðum Iýst«. Var svarið. »Gott og vel þá, frú mín góð! Þér hafið veitt mér heimili og verndað mig með yðar mikitsmetna nafni. Mér er það mikið betra en gull«. Svo snéri hún sér að drengnum, sem horfði á hana með stóru igrundandi augunum sínum, og sagði: »Vildir þú Dónald óska að eg— þín eigin Tliyra — tæld á móti gulli fyrir að elska þig«. »Nei! nei!« svaraði liann. »Komdu liingað elskan mín, og eg skal gefa þér 20 kossa. Ekkerl gull sem til er í Edinborg lirekkur fyrir eitt augna- blik af elsku sem er lík þinni«. Lady Fraser tók gullið og gekk í burlu með það bæði undrandi og ofurlítið hrygg. Hún fann að hún hafði staðið nokkur augnablik við dyr himneskrar sælu-dyr sem ekki vildu opna sig fyrir henni. Þau Thyra og Dónald höfðu gengið inn og skilið hana eftir utangáttar, og er liún gekk liægt niður stigan, fann hún til einmunaskapar i lijarta sínu. Henni llaug þá í hug að hún liefði misskilið margt í lögmáli lífsins og elskunnar; og liefði hún þá vitað, að þetta var fyrir hana, eitt af þessum mikilvægu augnablikum, á liverjum vér meira eða minna, hverfum frá vorum dauð- legu lieimkynnum og staðnæmumst urn nokkur hverfandi augnablik á þröskuldinum fyrir framan einhverjar dyr eilífðarinnar. Þannig liðu vikurnar, og engin þeirra leið án elsku og hugsvölunar.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.