Dvöl - 01.09.1909, Síða 1

Dvöl - 01.09.1909, Síða 1
Blaðið kostar hér á landi I kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. ð • D V O L Uppsögn skrifleg' og bundin við 1. okt. 'en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er á Laugaveg 36. 5). ÁK. KEYKJAVIK, SEPTEMBER 1909. NR. 9. í forsælu. V. Bugar dagsins bgrði bœði þrótt og mál; Uf er lítils virði lœlmisvana sál. Vei þér gleði glaiimur gitdra eitri smurð. Æddu ára straumur. Opna dauði hurð. Lít í líkn á tárin, tát mér verða rótt, mgktu sollnu sárin svarta þögla nótt. Hallgr. Jónsson. Félagsskapur (Company). Áfrafnhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Það kallast góður félagskapur sem er stofn- aður milli góðra og veluppfræddra manna og kvenna, hverra samtal er gott og siðsamt; hverra hugsanir eru hreinar og uppbyggilegar; hverra hegðan er þannig varið, að hún ber vott um gott, hreint og reglulegt uppeldi og lýtalausann sið- ferðislegan þroska; hverra athafnir laga sig í öllumgreinum eftir fyrirmætum trúarbragðanna. Et vér erum svo hamingjusamir að eiga þvílíkum félagsskap að fagna, þá ættum vér að kosta kaps um að verða honum sjálfir sem lík- astir, það er, læra kurteisi, látbragð, viðmót og hispurslausa ljúfmensku félagssystkina vorra, bæði i samræðum og öðru. En vér verðum jafn- framt að muna þetta, lofum þeim að skína svo fagurlega sem vill, en galla þeirra, — eí þeir hafa nokkra, — fnegum vér ekki fremur reyna til að taka upp eftir þeim, heldur en að reyna til að gróðursetja á andlitum vorum vörtur, sök- um þess að einhver mjög falleg stúlka hafi verið sköpuð með vörtu á andlitinu. Yér ættum miklu heldur, að hugsa um.hve óútsegjanlega fallegri hún hefði verið án hennar. Hvað getur verið fegra og engli líkara en un8 dygðug stúlka, sem er prýdd yndisleika og aðdráttaraíli sannarlegrar kurteisi, sem á rót sína í vitzmunum og mentaðri sálu! Það er mikilsverður sannleiki, að það ætti að vera á valdi sérhvers manns að ávinna sér gott siðgæði, jafnvel, þó þeim hafi ekki hlotnast hið ákjósanlegasta uppeldi. Að minnsta kosti ættu þeir að geta náð svo mikilli fullkomnun í því að þeir geti valið sér hentugan og heppilegan félagsskap, sem mun gjöra þá þægilega í sjerhverju félagslííi sem er, hvort heldur heima hjá sér eða annarstaðar. Áhugi fyrir þessu vekur annara manna virðingu, en af henni sprettur æfmlega, hin hreina, heita og ástúðlega vinátta, sem einsömul getur myndað hið einasta, veglynda og óuppleysanlega samband á milli manns og konu, sem tímalengðin styrkir aðeins, og elckert nema dauðinn vinnur svig á. Ef svona mikið ríður á að velja sér með hygg- indum félaga, hversu áríðandi er það þá eklci fyrir sérhverja unga stúlku, hversu varúðarsöm ætti hún þá ekki að vera í því að velja sér fé- laga fyrir lifs-tíð — félaga, sem ekki er ómerki- legur og ósiðsamur. Fljótræði í þeim efnum getur kollvarpað allri þeirri ánægju í heimilis- lífinu, sem hún hefði getað búist við að njóta, og orðið henni armæðu-uppspretta á allri henn- ar fífsleið. Af því að ekkert samband eða vin- skapur getur orðið þægilegur eða varanlegur, þar sem ekkert lundernissamræmi á sjer stað; en þar sem það liggur til grundvallar, þá sam- laga allar geðshræringar sig hinum finni til- finningum sálarinnar,*og verka í ljúfu samræmi viðvarandi áhrif. 5 Urvals samræður. Eftir Platon. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Þú veist þó, sagði hann, að allir aðrir skoða dauðann eins og eitthvert hið stærsta höl. — Já, svo er það. — Þess vegna þegar þeir hugrökku á meðal þeirra þola dauðann, þola þeir hann af ólta fyrir því að mæta einhverju enn þá stærra böli. — Þannig er það. — Eptir þvi þá af hræðslu og af því að þeir eru hræddir, eru allir hraustir, nema þeir, sem elska vizkuna. Og það er þó óeðlilegt, að nokkur skuli öðlast hugrekki við að vera hræddur og huglaus. — Sannarlega. — Og eru ekki þeir til á meðal þeirra sem eru siðlátir? Lúta þeir þá ekki sömu skilyrðum? Af eins- konar andvaraleysi eru þeir gætnir, jafnvel þó vér segjum, að það sé ómögulegt, en samt er eitthvað líkt í þessari þeirra eínfeldnislegu geð- festu. Því af ótta fyrir að missa einhverjar á- nægjur og af þrá eptir þeim, neita þeir sér um

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.