Dvöl - 01.09.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.09.1909, Blaðsíða 2
34 DV0L sumar þeirra, með því að aðrar hafa þá tekið þá föstu haldi, og, jafnvel þó menn kalli það and- varaleysi, að láta sér stjórna af girndum sínum, kemur þetta samt fyrir þá, að þeir yfirstignir af einhverjum girndum, ná öðrum á vald sitt; og þetta er mjög svipað því, sem við vorum nýlega að tala um, að þeir séu á vissan hátt ráðsettir í sjálfu andvaraleysinu. — Það virðist svo. — Nei, bezti Simmías, það er þó engan veginn réltur vegur til dygðarinnar, að gefa eina nautnina fyrir aðra, og óbeit fyrir óbeit, ótta fyrir ótta og hið stærra fyrir hið minna, eins og væri það gjald- gengir peningar; hinn einasti rétti gjaldeyrir, sem maður ælti að láta allt í sölurnar fyrir er skyn- semd; og einungis allt, sem með henni erkeypt og selt er hreystimenska; gælni, réttlæti, og í einu orði sagt sönn dygð með skynsemd, hvort heldur f}7sn og ótti og allt annað af því tagi stendur í sambandi við það eða ekki; en verði þetta skilið frá skynsemdinni og gangi svo kaupum og sölum innbyrðis, þá verður þesskonar dygð að eins tálmynd, í raun og veru þrælslegur hugs- unarháttur, sem hefir ekkert heilbrigt og satt í sér fólgið. Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Þrátt fyrir þetta hafði enginn tekið eftir að Thyra hafði lilfinningu fyrir þessum unga manni; enginn nema Dónald, og liann var með sjálfum sér viss um, að það var nafn Hektors mac Dónalds, sem var orsökin'í því að Thyra fékk yfirliðið. Samkvæmt þessu varð honum mjög lítið um hann gefið. Auðvitað að ástæðulausu, en því ver gerum vér oss þráfaldlega seka í þesskonar yfirsjónum. Undir eins og þeir feðg- ar voru hættir að tefla, kallaði Dónald á Thyru og um leið og hún kom, tók hann upp bókina sem faðir hans hafði lagt frá sér. Hún var eitt af leikritum Ben. Jóhnson. Um leið og liann gerði það, sagði hann og brosti bliðlega: »Föður mínum er svo tamt að halda upp á skozka rithöfunda, að hann tekur þá fyrir skozka, þótt þeir séu það ekkk. »Ben Johnson var enskur, Dónald. Hann var sannur Englendingur, og var fæddur ein- liversstaðar nálægt Charing Cross, held ég«. »Já, eg veit ])að. Margir af okkar miklu mönnum, sem ættu með rétlu að vera skozkir, eru fæddir á Englaudi og líka í öðrum löndum og hafa samt verið kallaðir enskir, eða jafðvel eitthvað verra. Faðir Bens var einn af Jón- stónunum úr Annan-dölunum, og einmitt af því hann íluttist til Lundúnaborgar, varð ves- lings Ben að fæðast á Englandi, og þar af leið- andi var hann kallaður Englendingur«, sagði Dónald. Hann virtist vera mjög hrifinn þetta kvöld, hann sagði sögur, liann rökstuddi og hann vitnaði til einna og annara rithöfunda, og benti jafnframt á nokkrar eftirtektaverðar grein- ar í verkum þeirra. Faðir hans hlustaði eftir og gekk svo undrunarfullur út, og var ákaflega sorgbitinn. Því hann sá, að barnið hafði á stuttum tíma klárað sig við langt námsskeið og þroskaðist ótrúlega fljótt undir skólagang himiris- ins. Th}7ra sömuleiðis sá hversu yfir máta miklum gáfum hann var gæddur. Hún þóttist vera viss um, að hann var að reyna að láta ekkert umtalsefni koma fyrir, sem minti á Stú- artana og stríðíð, sem yfir vofði. Ef til vill flaug honum í hug, að hún hugsaði meira um einhvern, sem þar átti hlut að máli, en nokk- urn grunaði. Að minsta kosti þóttist hún í þessu sjá vott um góðgirni. Þegar kvöldið var þrotið og hann lá náfölur og þreyttur, en þó sí-brosandi, sagði hún: »Nú, Dónald, skal eg tala um alt, sem við þurfum að tala um, þvi þú ert of þreyttur til þess. Eg sé það vel«. »Við skulum þegja bæði«, sagði hann, »en lofa þeim að tala, sem aldrei talaði óréttlátt orð. Ljúkið þér bókinni upp, Thyra, — sjáið þér, hún lykst sjálf upp á hinum rétta stað«. »Láttu ekki hjarta þitt vera hrygt — Hald- ið þér áfram að lesa, því engin sorg er til, sem þessi orð lækna ekki«. Þegar Tliyra geklt inn til sín eftir stundar- korn og varð einsömul, lá illa á henni, af því hún bar ekki sorgina, sem lá svo þungt á hjarta hennar, til hins rétta huggara. Hún þorði ekki að gera það, en hugsaði sem svo: Mun Jesús Kristur í raun og veru hirða um sorg og ang- ist einnar umkomulausrar stúlku? Mun hann ekki að eðlilegheitum segja: »Þennan kaleik, sem þú verður að drekka, hefirðu sjálf byrlað þér«. Á þennan hátt gerði hún hans meðaumkv- unarsama hjarta rangt til, — þvi hjarta, sem hefði aumkvað og styrkt hana, sem var svo hjálparlaus. Hún treysti sér ekki til að segja lady Fruser liversu grimdarlega Hektor hafði farið með hana, því ef hún hefði gert það, þótt- ist hún vita, að hún mundi álíta rétt fyrir sig, að segja Söru mac Argall eða þá lady Gordon frá sviksemi hans, og hvað litla Dónald áhrærði, þá vissi hún, að honum mundi bæði mislíka við sig sjálfa og svo við Hektor; svo mundi hann hugsa svo mikið um þetta, að öll hans litla og þægilega starfsemi mundi truflast, öll hans hreina og saklausa lífsgleði mundi blikna. Nei, ef það yrði ekki bráðnauðsynlegt, ætlaði hún sér ekki að leggja þá byrði á herðarnar á Dónald, — og þá var ekki um neinn annan að ræða. Nú þótti henni vænt nm þá ráðleggingu læknisins, að hún skyldi vera daglega úti í hreinu lofti, einn eða tvo klukkutíma. Það veítti henni svo ákjósanlegan umhugsunartíma. Skömmin og gremjan yfir því að vera svona dregin á tálar og svikin, lá þungt á hjarta henn- ar. Samt gladdist hún yfir að sjá hvað öllum var ant um að henni liði vel. Slundum vildi lady Fruser láta hana aka

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.