Dvöl - 01.09.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.09.1909, Blaðsíða 4
3<5 D V 0 L. átti hlut að máli, og jafn þýðingarlaust var henni að afsaka Söru. Það gat vel verið að Sara hefði ekkert vitað um kröfu hennar til Iiektors, en ef svo var, þá þóltist Thyra vera viss um að hún mundi skoða þá kröfu einungis frá sjónar- miði sinnar egin háu stöðu. Hún mundi undra sig yfir að slétt og rétt sjómannsdóttir skyldi þannig hafa dregið sjálfa sig á tálar að vænta sér ráðahags við mann, sem stóð svo langt upp yfir henni. Hún hefði ef til vill kent í brjósti um hana, en meðaumkvun hennar var einskon- ar fyrirlitning. Allt eðli Thyru var í uppnámi og uppreisnarandi hennar var bæði tempraður og særður af lofræðum Dónalds um Söru. Hún grét sárt um síðir og fann hungsvölun í því að kenna Dónald um það. »Eg þoli ekki að heyra til þín, Dónakk, sagði hún, þegar hann spurði liana hvað að henni gengi. »Eg þoli ekki að heyra þig tala svona, og ef þú liugsar svona mikið um Söru mac Argall, þá er bezt að hún komi liingað í minn stað«. »Nei, Thyra, þetta er afbrýðissemi. Það er kóróna allra heimskupara að vera afbrýðissam- ur«. »Já, eg er afbrýðissöm; en hún hefir ætt- ingja, elskendur og vini, en eg á ekki nema þig og þú ert farinn að taka hana fram yfir mig«. »Uss, uss!« sagði hann eins og hann væri reiður, en liann hafði í raun og veru gaman af þessu. »Eg verð að segja föður mínum frá þessu« sagði hann og hló lítið eitt. »Hérna eru tvær af fegurslu stúlkunum á Skotlandi, sem keppast um ást mína. Það er vissulega unaður. En gráttu ekki, Thyra. Eg elska enga jafnheitt og þig, jafnvel þótt hægt væri að sjá, að Söru mac Argall lízt vel á mig. En eg vildi heldur spretta fingrum að henni, en orsaka þér augna- bliks óánægju. Mín eigin kæra prinsessa, komdu og kystu mig. Það er engin lík þér«. Og honum þótli vænl urn að finna, að tár hennar féllu niður á kinnina á honum. Astin er stundum í ofurmagni sínu grimdarfull, og tár elskandans eru votlur um kærleíka, sem sézt jafnt og finst. Eigi að síður er gotl að elska og vera elsk- aður. Það er hin hreinasta uppsprelta af ham- ingju, sem oss er gefin, en hversu vissir erum vér ekki um, að óhreinka hennar kristalstæra vatn með afbrýðissemi vorri, eða eíablendni eða eigingirni. Það varaði góður tími áður Sara heimsótti lady Fraser aftur, og þegar hún kom, kom hún ekki til Dónalds. En litla manniuum gramdist það. »Hún er svo hrifin af Hektori mac Don- ald og Carli prins, að hún man ekki eftir mér«, sagði hann. »Og eg er viss um, að Hektor er hár, rauður, beinastór Hálendiugur, sem talar gallisku og er nægilega ljótur til þess að hræða þá ensku á llótta jafnskjótt og þeir sjá hann«. Hann las neitunina á andliti Thyru: það skein út úr augunum á lienni og glóði á kinnum hennar, og hann gat nærri því séð að orðin slmlfu á vörum hennar. En hún talaði þau ekki, og Dónald vildi ekki veita geðbreytingu hennar athygli. »En hvað Carl prins áhrærir«, hélt hann áfram, »þá hafa allar konur í Edin- borg orðið vitlausar út af honum. Það er undravert! Hann þekkir þær ekki og hann vill ekki þekkja þær, og samt eru þær himinhrifn- ar af manninum, sem þær hafa aldrei séð«. Sumarið, fult af ófriði og skarkala, leið á- fram og allir vorn orðnir þreyttir að liorfa eft- ir manninum, — sem menn óskuðu eftir eða óskuðu ekki eftir, — en sem kom ekki. Eina nótt í enda júlí, er löngu Ijósaskiftin voru að breytast í aldimmu, sat Sara og lady Gordon við opinn gluggann á vakt. Þegar klukkan sló 10, lokaði lady Gordon glugganum og sagði: »Yið skulum nú reyna að fara að sofa, Sara, dagurinn er þrotinn. Rétt í þessu var hurð- inni lokið skjótlega upp og ungur hálendingur gekk inn, féll á kné fyrir Söru og rétti henni bréí. Svo stóð hann upp, hneigði sig fyrir lady Gordon og sagði: »Prinsinn er kominn, hann sendir yður kveðju stna«. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phclps. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Eg hneigðist jafnvel að því sem óskiljanlegt virðist, t. d. hve margar veraklir eg fengi að skoða, og hve mörg líf eg mundi lifa. Ilvort eilíft áframhald táknaði eilífa óendaulega tilveru — eilíft áframhald af þroska, hækkun og end- urnýun? Gat æska og fullorðinsaldur erft hvert annað? Mundi æska og aldurdómur verða nokkuð mismunandi í eftirsókn? Mundi maður eptir egin vild erfa — eða geta erft — gáfna- auðugt eðlisfar? Gat nokkur réynt blessun elsk- unnar á einu tíijiabili, en mentun og ýmiskonar vísindi á öðru, og haldið samt áfram að vera sama veran? Gat eg tekið þátt í allskonar dýrð, allri uppfræðslu og vonarljósi? Gat eg, eða mátti eg, þekkja fyllingu gleðinnar — gleði yfir því að vila sig í sameiningu við verur, sem maður befir kosið sér að vera í sambúð með bæði í tímanum og eilífðinni? Þessum og fleiri spurningum var eg að velta fyrir mér i huganum, —eg, sem var svo nýlega vöknuð til þessarar tilveru, og var enn þá með svo margar óuppfyltar vonir í sálu minni. Þeir sem ekki liafa borgað 8. árgang Dvalar oða síðusta iicfti Jóns biskups Arasonar, eru vinsamlega beðnir um að gjöra það sem fyrst. Útgejandinn. Útgefandi: Torfhildnr Þorsteinsdóttir Holui. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.