Dvöl - 01.10.1909, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.10.1909, Blaðsíða 3
D V 0 L. 39 um degi bárust fregnir um n57ja viðbót við her- flokka prinsins; því með því að varpa sér svona upp á drottinhollustu háíenzku ættarhöfðingjana, bjóst hann við að fá alt frá þeim. Og honum heppnaðist líka að ná miklu meiri og beitari lotningu, lieldur en þó hann liefði lent með skara al' frönskum hermönnum. Jafnvel hug- rakt fólk varpaði hyggninni fyrir borð, með því það dáðist svo mjög að traustinu, sem hann með þessu sýndi að hann bar til þess. Hinn 19. ágúst bélt hann lil »Glenfinnan« til þess að mæta ættílokkunum, sem hann liafði látið stefna þangað þann dag. Dalurinn bar sitt vanalega, einmanalega út- lit; engir menn sáust nema fáein töturleg börn, sem gláptu undrunarfull á hina leyndardóms- fullu, ókunnu menn. Eftir nokkra leiðinlega biðtíma heyrðist belgpípublástur, og með það sama blöstu við um átta liundruð hermenn út við sjóndeildarhringinn. Áður en fór að dimma voru um fimtán lnmdruð menn lcomnir. Inni í miðjum hópnum stóð Tullibardine, ineð rauð- an fána úr silki, hvítann í miðjunni. Hvínandi belgpipublástur, bópur af blaktandi fánum og langt fagnaðarhróp heilsaði nú þessum lengi þráða fána. Stjórnin var um þessar mundir varbúin við uppreisn. Georg konungur var á Þýzkalandi og það voru að eins til ein fjórtán hundruð af duglegum hermönnum á Skollandi. Sir Jón Cope var undir eins skipaður for- ingi fyrir þeim hóp, með þeirri skipun að ráð- ast á upphlaupsmennina áður en þeir kæmust niður á láglendið. Cope bjósl jafnframt við, að fá mikinn liðsauka og aðra hjálp hjá þjóðílokkum þeiín, sem voru konungbollir og yrðu á leið hans, er hann héldi norður á bóginn; en engin því lík bjálp var nú sem stóð fyrir hendi, liann treysti sér því ekki að fara yfir fjallvegina svona fáliðaður og' berjast við Hálendinga uppi á heið- unum, svo hann hélt til Inverness, og ætlaði sér að lofa prinsinum að halda sér uppi í Há- löndunum svona fyrst um sinn. Upphlaupsmennirnir tóku því það ráð, að snúa sér frá Cope, en halda til suðurs; hópur þeirra jókst hjá China Mac Pherson og öðrum sambandsmönnum. Hinn 4. september komu þeir til Perth. Þar fyrst tileinkaði prinsinn sér konunglega tign, en með glaðlegu lítillæli og lcarlmannlegu látbragði, sem var svo nauðaólíkt hugleysis og letilegu skapsmununum, sem faðir hans lét í Ijós á þessum sama sjað fyrir 30 ár- um. Prinsinn var í hálenzkum búningi, ríku- lega skreyttum gullkniplingum; hann hafði líka kringum sig stóran líívörð af skrautbúnum fjalla- búum. í Perth kom Drummond til móts við hann og lávarður Georg Murray, sem var öflug- asti herforinginn í öllum leiðangrinum. Karl prins dvaldi í Perth til 11. septbr. og hélt þá suður, og þar mættu honum engar hindr- anir; því Cope haíði skilið við 0|3na leiðina alt fil Edinborgar, og í þeirri borg var ekkert sem veitti óvinunum viðnám nema kastalinn. Borgar- stjórinn var undir niðri á bandi Stúartanna og borgarlýðurinn var ruglaður og óákveðinn. Ekk- ert var hægt að taka sér fyrir hendur; svo þeg- ar hálenzki berinn kom að borgarbliðunum 15. séplember, voru allir reikandi í ráði sínu. Borg- urunum var stefnt saman lil ráðagerðar, en mitt innanum ósegjanlegan rugling af tungumálum heyrðist þó þetta hróp, kröptugt og yfirgnæfandi: »Gefumst upp«. Menn vissn að Cope var á hælum óvina- hersins, og tveir fulltrúar voru sendir á fund prinsins til að biðja um stutta yíirvegun; en þeir fengu ekki að tala við hann, svo þeir snöru aft- ur til Edinborgar fyrir dögun hinn 17. seplbr. Kanóngötuhliðið var opið svo vaguarnir gátu komist áfram, en heill hópur af hálendingum æddi inn með þeim. Þeir ráku varðmennina burtu og opnuðu hin borgarhliðin og höfuðslað- urinn á Skotlandi var kominn á vald Karls Stu- arts og hans félaga. Edinborg liafði ekki gefið sig á vald neinum sigurvegara í raun og veru, en hún liafði krop- ið á kné fyrir sinni eigin ofsafengnu ímyndun. Þjóðin vildi fá hinn forna konungdóm Skotlands endurreistan og þá jafnframt konung af sinni eigin konungaætt settan í hásætið. Karl prins var líkamagervingur þessarar löngunar hennar og' varð þess vegna einskonar átrúnargoð. Þenna dag, um nón, var tekið á móti hon- um með háværum fagnaðarlátum. Yiðmót hans virtist líka að verðskulda alla hina æðislegu að- dáun. Fagri líkaminn hans var fagurlega skreytt- ur hinum konunglega skozka búningi, glitrandi af gullkniplingum og gimsteinum. Hann reið á- gætum liesti, hvítum að lit, og var umkringdur af skraulbúnum lífverði af hálenzkum höfðingj- um. Hann hélt á fjaðraskreytta hattinum sín- um, sem bann hóf stundum á loít, til að svara lágnaðarhrópunum: »VelkominnI konungborni Ivarl!« Stundum laut hann lágt fyrir smjaður- yrðum fagurra lcvenna, sem brostu gleðidruknar framan í hann út úr sérbverjum glugga. Þessi konungborni unglingur vildi ekki missa af einu orði, sem honum var sagt til hróss og gleði; hann teygaði þau í sig græðgislega og svaraði hamingjuóskunum með ljúfu brosi. Öll borgín var i uppnámi og þegar hann fór af baki á Holy- rood og gekk inn í gömlu Stúartahöllina, end- urbljómuðu iagnaðarhróp lýðsins um borgina og bárust til eyrna ensku hermannanna, sem stóðu með leiðindum á vakt í kastalanum uppi yfir. Daginn eftir fekk lady Fraser boðsbréf frá Söru. Hún gekk upp lil Dónalds með það i hendinni og sagðist ekki vita hvort lnin ætti að neita að vera í brúðkaupinu eða ekki. »Þú sérð, Dónald«, sagði hún, »að þó að giílingarathöfnin eigi að ské í Sl. Giles-kirkjunni, þá á sjálf brúðkaupsveizlan að vera í konungs- höllinui á Ilolyrood; Karl prins ællar sjálíur að lialda hana. Mér þælti gaman að fara, en — «. »En geðjast föður mínum ekki að því?« spurði Dónald.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.