Dvöl - 01.10.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.10.1909, Blaðsíða 4
40 DV0L. »Það er betra að eg fari ekki«, sagði lady Fraser. »Lady Mac Ivan verður þar efalaust og hún mun segja mér bvernig alt gengur þar til«. »Mér þætti gaman að sjá þessa ungu stúlku giftast. Mér þælti mjög gaman að því«, sagði þá Thyra. »lJú skalt fá það, elskan mín!« svaraði Do- nald. »Hvernig geturðu komið því til leiðar, móðir?« »Það get eg vel. Thyra getur farið eins og staðgöngukona min. Frasers einkennisvagninn kemur hingað í tæka tíð. Eigum við að hafa þetta svona, Thyra?« Morguninn eftir klæddi Thyra sig i ljósblá- an silkikjól, afarskrautlegan. Lady Fraser hengdi um hálsinn á henni dýrindisperlufesti, og skreytti hana með ýmis konar öðru stássi, kniplingum og silkíböndum, og lét svo ilmvatn drjúpa í föt hennar. Þannig útbúin ók liún í einkennisvagni Frasersættarinnar til kirkjunnar og gekk til sætis þess, sem lady Fraser átti yfir að ráða. Það stóð beint á móti höfuðganginum í kirkjnnni og hún þóttist vita, að Hektor yrði að ganga svo nálægt sér, að hún gæti, ef hún vildi, komið við hann með hendinni. Samtímis þyrptust boðs- gestirnir inn í kirkjuna, og ■sumir þeirra fóru að tala um prinsinn og svo brúðurina og brúðgum- ann, og voru svo berorðir um brúðhjónin, að Thyra heyrði margar sárgrætilegar nýjungar þeim viðkomandi. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelps. Lauslega pýtt úr ensku. (Framh.). Var i raun og veru mögulegt að finna til tómleika í himninum? Eg lield það, af því að eg var ásótt af þesskonar hugarhræringum. Ef til vill hefir það komið til af því, að eftir að hún elsku móðir mín kom, varð eg að eðlileg- heitum, að vera meir út af fyrir sjálfa mig, því að jeg vildi lofa þeim að njóta sælu endurfund- anna, í sem rikulegustum mæli, — en eg verð að viðurkenna, að eg fann stundum lil einhvers sem liktist einstæðingslcap, er eg fór að hugsa úm, að til þessa hefði himininn ekki veitt mér neitt sérstakt heimili útaf fyrir mig sjálfa, og að hið elskulegasta samband á milli foreldra og barna gat ekki í öllu tilliti verið fullnægjandi, eða ekki fanst mér það. Eg játa að eftir að eg af egin reynzlu þekti ódauðleik mannssálarinnar, fann eg líka til elsku sem var ódauðlegs eðlis. En gat hún átt sér stað án þess henni væri fullnægja búin? Mér hafði virzt, að svo miklu leyti, sem eg gat skilið í félagslífi uppheimsins, að einungis hin hreyna ást frá fyrri tilveru héldi áfram að lifa og var hér endurplöntuð. Leyndardómar gerðu hér vart við sig sem eg var ekki enn þá fær um að skilja. Eg sá ei að síður að fram úr skarandi hugvit og hug- sjónar ímyndanir áttu hér ódauðlega framtíð. En hvað mig sjálfa snertir, þá hafði ekkert komið fyrír sem leysti ráðgátu mins liðna lífs; og samkvæmt fastheldni míns staðfasta eðlisfars var mér ekki unt að sjá neitt fram undan mér í þvi tilliti. Eg var að liugsa um þetta með sjálfri mér eitt kvöld, er eg var á gangi á viðáttumikln engi. Bak við mig var borgin, skínandi og ánægjui'ik. Fyrir framan mig sá eg vatnið, sem eg hafði áður farið yfir, og eg sá kunnugu hæðirnar gnæfa upp á bak við mig. Allur himininn var svo unaðsríkur. Eg beyrði i fjarveru glaðværar raddir og hljóðfæraslátt, og er eg hlustaði vel eftir, lieyrði eg að það var giptingarlag sem sungið var og leikið, einhverstaðar hinum megin vatnsins, golan bar hljómin til mín. Þá mundi eg eptir að Mendelson, var gestur einhvers nafnfrægs him- inbúa, i nærliggjandi bæ, og að sérstakur söngur eftir hann sjálfan, ætti að syngjast við það tæki- færi fyrir himneskar verur, sem bæði hefði vant- að heyrn og mál niðri á jörðunni. Þar eð þessi ódauðlegi hljómum, þessa fagra gamla sönglags endurhljómaði í loptinu, nam eg staðar og hlustaði, og til þess því betur að njóta söngsins skygði eg með höndunum fyrir augun. Þannig stóð eg blind og einsömul á þessu víð- lenda svæði, og hlustaði eftir þessum óútmálan- lega dýrlega söng, sem breytti gleði í fögnuð, og sem vér, er vér vorutn á jörðinni, gálum enga hugmynd gjört oss um. Hvar hefði sálin eða tilfinnningin getað heyrt þvílíkan lúðrabláslur? Ilverskonar hljóðfæraslátt hafði okkur dreymt um? En hvað sönglistin er i raun og veru, |fáum vér nú um síðir að þekkja. Mig langaði — Hvað langaði mig? Hvar er eg? Hver hrærði sig, liver talaði? Hver kallaði til mín með skirnarnafni, sem eg hafði ekki heyrt gert nærri þvi i 20 ár. Eg fann til einhvers sem líktist hræðslu, og eg tók ekki hendurriar frá augunum, en hélt áfram að standa svona blind og þegjandi, á miðju þessa fagra engi. undan handarjöðrun- um. eða millum fingranna, sá eg fegurð grasins og laufanna, sem andvarinn blés upp að klæða- faldi mínum: og það var undarlegt á þessu und- arlega augnabliki, að mér llugu í hug þessar tvær línur úr gömlum sálmi: Smávegis. Yið nábít er einkargott að súpa á mjólk sérstaklega þó nýmjólk. Útgefandi: Torfliildnr Lorsteinsdóttir Holin. Prentsmiðjan Gutenherg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.