Dvöl - 01.11.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.11.1909, Blaðsíða 1
Uppsögn skrifleg og bundin við i. okt. en ó gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af greiðslan er á Laugaveg 36. Blaðið kostar liér á landi 1 kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. O • D V O L í>. AK. RETKJAVÍK, NÓVEMBER 1909. Brim. Mijmjið, haföldur! Iíerlu þig, œgir blár! Brunið fram, brim-unnir! blaldi flaksandi hár! Hefjið liring-dansa, hljómfall, við kleiía-söng! Stormharpan ymur, svo sirengjalöng. Hrönn! far hamförum! Heríu þig, gullna sól! sundra svartskýjum, sýn þig á veldis-stól, raða, þú röðull! rósum í undra-kranz! Öll iárast ströridin við unna-dans. — L. Th. Metnaðargirnd (Ambition). Aframhald af greininni „Kraftur viljans “. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Veldiö afla menn sér eins og meðals til á- iiægju, en það verður miklu oí'tar til þess að svifta mann ánægju. l‘að likist höggorminum, sem talað er um í skáldsögunni, í því, að hann vildi stinga þann sem vermdi hann svo hann lifnaði við. Mannkynssagan færir fyllilega sönnur á þessa sannreynd. Ilyder Ali, álli vanda til að hrökkva upp af svefni sinum með skelfingu og andfælum. Trúnaðarvinur hans og þjónn spurði hann um ástæðuna til þess, og hann svaraði þessu: »Vinur minn, ástand betlarans er mikl- um mun ánægjuríkara en mitt öfundaða kon- ungsríki er — í vakandi ástandi að miusta kosti, .hann sér enga samsærismenn — í svefni, og hann dreymir um enga morðvarga«. Metnáðargirnin líkist gulli nirfilsins í því, ,að hún er legstaður allra annara ástríða manns- ins, hún er hinn stóri miðdepill sem hann liring- sólar um með miðsóknarafli. Saga hennar er blóðstoi'kin, af því lnin er hanamein allra verulegra gæða; hún stofnar bæði líkama og sálu í hættu, líkamanum liérna fnegin, en sálunni annars heims. NR. 11. Lesari góður, ef þú givnist að hafa sálar- frið, þá forðastu óhóflega metnaðargirnd og sömuleiðis þá metnaðargjörnu, þeir vilja ein- ungis brúka þig á líkan hátt og sumir menn hesta sina, ríða þeim banhungruðum myrkr- anna á milli, og geta þeim svo eitthvert rusl að leikslokum. Þeir munu með ánægju gera þig að brú til að ganga á til valdanna, sérstaklega ef þeir þannig geta komist yfir um tollfrítt. Skjóttu hærra til marks, en á liinn hæsta turn, sem metnaðargirndin orkar að reisa upp. Ekkert er hreint nema himininn, láttu hann þá vera það mark, sem þú keppir að. »0g prófaðu og smakkaðu hið hrífandi hrós, gleði án sorgar, án dimmu — ljós«. Vegurinn sem metnaðargirndin þræðir, er oí þröngur fyrir vinskapinn, of stórgrýttur fyrir eílkuna, of hrufóttur fyrir rúðvendnina, of diinm- ur íyrir visindin, og of hæðóttur fyrir hamingj- una. 9 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Ileise. (Framli.) Þegar Sókrates liafði sagt þetta, tók Keber til máls: Alt sem þú hefir sagt fyr, Sókrates, virðist mér fallega talað; en á það einungis, sem sálina áhrærir munu þeir menn ekki leggja mikinn trúnað, sem Iialda, að hún, eftir að hún er skilin við líkamann, sé hvergi, en farist og verði að engu á þeim sama degi, sem maður- inn deyr, og að liún, fljúgi burtu eins og lott eða reykur undir eins og hún er skilin við lík- amann, leysist upp og feykist burtu og sé livergi framar að finna. Því sé hún í raun og veru nokkursstaðar fyrir sig, söfnuð í sjálfa sig, og leyst frá þvi illa, sem þú hefir lýst, þá hefðum vér óneitanlega mikla og fagra von. En það þarf, ef til vill, ekki svo fárra sannfærandi og sannandi ástæða við, til að sýna að sál þess framliðna sé enn þá til og hafi í sér fólginn einhvrn kraft og skynbragð. Þú hefir rétt að mæla, Kebes, sagði Sókrates, en hvað eigum við að gera? Eigum við að ransaka hver með öðrum, eða ekki? — Eg er mjög sólginn eftir að heyra þina skoðun um þetta, sagði Kebes. — Eg held að’ minsta kosti ekki, sagði Sókrates, að sá, sem heyrir samræðu vora, jafnvel þó hann svo væri leikritaskrifari, þori að segja, að eg liafi fánýtt lijal um liönd, og sé að tala um hluti sem ekki komi mér við.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.