Dvöl - 01.11.1909, Side 2
42
DV0L
Ef þér því þóknast, skulum við yíirvega mál-
efnið, og grandskoða á eftirfylgjandi hátt, hvert
sálir þeirra dauðu eru í undirheiminum eða
ckki.
Thyra Varrick.
Eftir Amalíu E. Barr.
Lauslega þýtt úr ensku.
(Framh.).
Thyra sat i sorglegri leiðslu, og skildi vel,
að hún hlaut nú að segja skilið við þann mann
fyrir fult og alt, sem hún enn þá unni hugást-
um. Ettir þessa stund áleit hún stóra synd fyrir
sig að hugsa um hann. Samt langaði hana til
að sjá hann, þó það væri ekki nema eittaugna-
blik, eftir að hann var orðin eiginmaður Söru
Mac. Argall. Þegar brúðhjónaefnin komu stóðu
allir upp og hún sömuleiðis, Sara gekk svo
nærri henni, að hefði stólshurðin ekki verið í
milli, þá hefði klæðnaður þeirra snortið hver
annan. Hún var yíir máta fögur og yfir máta
glöð, sigri hrósandi, elska og ánægja skein svo
sjáanlega út úr andliti hennar, stóru bláu aug-
unum og út úr sjálfstæðisbrosinu sein lék um
varirnar á henni. A brúðarkjólinn hennar sem
var úr hvítu silki innofnu með hreinu silfri,
skein svo fagurlege i sólarbirtunni.
Fagra hárið hennar hékk laust, nema hvað
þvi var lítið eitt haldið saman af sverðmynduð-
um stórum perlum, og hún bar af öðrum konum
eins og drottning er hún gekk innar eptir
kirkjunni við hönd afa síns. Eins og menngeta
blínt, í einskonar örvinglunar leiðslu á ástvin
sinn deyja, þannig blíndi Thyra á sinn sviksama
elskhuga, og lnin hugsaði sem svo: Eg verð að
leyfa mér það eilt eða tvö augnablik, svo verður
allt að gleymast. Eg er skyldug til að gleyma
honum fyrir fult og all! Villulegur svíðandi ótti
greip hjarta hennar við þessa umhugsun. Hvern-
ig orkaði hún að gleyma honum? Alveg með
samskonar, af ást uppljómaða andliti hafði Hekt-
or einu sinni komið á móti henni. Hún þekti
öll töfrahrögðin lians, hún gat talið ástaorðin
sem svifu á vörum hans. Nú barðist öll hin
ofsalega ást og sorg um í hjarta hennar, og hinir
unaðsríku umliðnu tímar kölluðu svo vinalega
fram endurminningu hennar, að niður um bleiku
kinnarnar hennar læddust brennheit tár sem
hún svo fegin vildi dylja.
Hví skyldi eg nú vera að gráta? hugsaði
hún þegar það er orðið of seint. Tárin koma
engum sköpuðum, góðum hlut til leiðar.
Allt í einu gall við glaðvær söngur, skjótar
hreyfingar, skrjáfið í silki kjólunum, og glaðvær
upphróp, sem vöktu hana upp afsorglega draumn-
um sínum. Hún stóð upp í allri fegurð sinni
Qg beindi athygli sinni að hinum hamingjusömu
brúðhjónum um leið og þau fetuðu stillilega
fram kirkjugólfið. Það varaði aðeins fáeinum
mínútum — mínútur fullar af sorg og angist
fyrir hana. Þegar Hektor nálgaðist sá hún að
hann sá sig. Hann horfði á hana, og við það
hóf hún höfuðið upp.
Þau blindu eitt augnablik hvert framan í
annað, en þá sá hann örvinglunarsorg hennar
og hún las út úr augum hans, hvað? — stór-
kostlega undrun, og máske líka einhverskonar
skapraun. Það var auðsjeð að hann lést ekki
þekkja hana, en, hann laut ofur lítið niður að
konunni sinni, og hvíslaði einhverju að henni
sem kom henni til að hefja höfuðið upp, og
hún svaraði honum með innilegu, ástriku brosi.
Þegar öllu var á botninn hvolft þótti henni vænt
um að hún fékk tækifæri til að sjá hversu full-
komlega að Hektor hafði svikið sig.
Nú var engin von framar til fyrir hana, —
engar táldrægar vonir til að þjá hana. Elsku
sinni og bitru endurminningunum, varpaði hún
í hið innilukta bítra þjáningahólf, þangað sem
vor siðterðislegu náttúruöfl fága sig sjálf hvít-
glóandi. Jafnvel áður en hún komst heim til
sín hafði hún smakkað hinn væmna sætleik
slíkrar fórnar.
Hún mundi eftir Dónald; hún vissi að hún
varð að segja honum og lady Fraser brosandi
frá öllu sem hún hafði heyrt og séð, og hún
varð að gera það með glöðu geði, því þau höfðu
látið hana fara af svo góðum hug. Og með
þessari skjótráðnu sigurvinningu ylir sjálfri sér
jókst henni styrkur, svo liún uppgötvaði jafnframt,
að sá vissasii vegur til gæfu er að lifn fyrir aðra.
Ei að síður vörpuðu alsherjar málefnin
brúðkaupi Söru Mac Donalds í gleymsku. í
þrjá daga var meginher Cape í námunda við
Edinborg, og Carl prins fór til móts við hann.
Öll störf hættu; fólkið gaf sérnaumlega tíma lil
að borða eða sofa; máleíni Jakobínanna stóð
eða féll eftir þvi, hvernig orrustan endaði. Fyr-
ir dögun sóttu Hálendingarnir að hinum undr-
unarfullu ensku hermönnum, hjuggu nasir hest-
anna, til þess að koma ruglingi á riddaraliðið.
Þetta áhla up hafði þvílíka slátrun í för með sér,
að fá dæmi eru til sliks í seinni tíma orustum.
Daginn eftir hélt Ivarl prins aftur til Edinborg-
ar með sinn sigursæla her, og hin tryllingslegu
sjónspil og fagnaðarlæti, sem hölðu fylgt hon-
um frá því hann kom til landsins, voru endur-
tekin. Þeir at Jakobinum sem höfðu alt að
þessu gætt skynseminnar, urðu nú ólmir og
uppvægir, og allir þeir, sem höfðu verið á báð-
um áttum urðu nú eindregnir Jakobinar. Nú
var um ekkert annað talað en guðlegan rétt og
hátíðlegar sigurfarir; og Ivarl tók upp alla við-
höfn og konunglega hirðsiði í Holyroodhöllinui.
Hann varð dýrðlingur kvennþjóðarinnar, hann
hélt veizlur, danzsamkomur, útreiðar og veiði-
ferðir; hann lýsti vanþóknun sinni á konungin-
um; hann gerði alt til að sýna sitt hetjulega,
skáldsögulega og konunglega ætterni. Og frá
22. seftember til hins 31. október, dreymdi hina
gömlu fögru borg um undrunarverða dýrð, og
um allra lianda höpp. Og samt er vikurnar liðu,