Dvöl - 01.11.1909, Page 4
44
D V 0 L.
mat, og hinn 18. april, þegar ensku herflokk-
árnir héldu áfram líl að berjast við þá, var her-
inn í aumkunarverðu ástandi.
Þetta ástand varaði í 3 mánuði, — var ó-
hjákvæmilegt, ■— og almenningur í Edinhorg var
hriggur og óttaslegin.
Sorg og illir fyrirboðar uppfyltu alt og alla.
Öll ljósin og hljóðfæraslátturinn á Holju'ood
— slökknaði og þagnaði — og tók upp á sig hið
garnla geríi.
Borgarlýðurinn var þögull, og áhvggjufullur,
jafnvel köll sjómanna-kvennanna urðu sorg-
blandin, og hvítu rósirnar sáust nú á engu
brjósti.
Sara mac Dónald var í djúpri sorg. Afi
hennar og bróðir voru með sinn lilla her við
Indverness, og egin maðurinn hennar mac Dón-
ald, sat í fangelsinu í Carlisle. Allar tilraunir
hennar til að útvega honum hjálp urðu árang-
urslausar, hún halði varpað sér fyrir fæturnar
á Hawley hershöfðingja til að biðja hann ásjár.
Og jafnvel þessi ruddalegi hermaður sýndi henni
fram á, með hæðnisbrosi, hversu svívirðilega
Karti Stúart hefði farist, í því að skilja nærri
fjögur hundruð menn eftir til þess að reyna að
vinna ómögulegt verk.
»Það var djöfullegt verk«, sagði hann. Og
Sara þóttist merkja að einhver hulin óvild lægi
til grundvallar. Hún hatði óttast það, og hún
hafði jafnvel varað Hektor við of miltílli vin-
semd við prinsinn, sem gæti endað með hatri;
-og hún skildi vel í óvild prinsins til hinna að-
gerðalausu ensku Jakobina, og í því að hann
ofurseldi þá fortögum sínum sem höfðu vogað
sér að hafa á móti honum.
Hinum megin grafar.
Eftir Elizabeth Stuart Phelps.
Lauslega pýtt úr ensku.
(Framli.).
»Fögru akrarnir hinum megin vatnanna eru
nú grænklæddir«. »Taktu höndurnar frá aug-
unum«, heyrði eg einhvern segja. Yertu hvorki
hlessa ué itrædd. Það er ekkert nema eðlilegt
uð eg finni þig. Vertu róleg, vertu hugrökk.
Horfðu á mig«.
Eg hlýddi eins og flóð og ljara hlýða tungl-
inu, eg herti mig upp og hóf augun upp, eg sá
þann sem eg mundi svo vel eftir, hann stóð fast
hjá mér. Við vorum einsömul á þessu stóra
fagra engi. Það var eins og alt helði vikið til
hliðar til þess að lofa okkur að vera einsömlum
þessa stund.
Eg kannaðist við að eg hefði elskað hann
allt lifið. Eg hafði aldrei elskað neinn annan.
Eg hafði ekki séð hann í nærri þvi tutlugu ár.
Þegar augu okkar mættust, mætlust líka sálir
okkar þegjandi og öfluglega. Eg talaði fyrst:
»Hvar er hún?« »Ekki hjá mér«.
»Hvenær dóstu?«
»Fyrir einu ári?«
»Eg hafði ekkert frétt af þér«.
»Það var bezt þannig sökum allra ástæðu«.
»Er hún — er hún« —
»Hún er á jörðinni, og af henni; liún hefir
fyrir fundið hugsvölun; annar er kominn í minn
stað. Eg sé ekki eftir því. Komdu!«
»En eg hef hugsað — í öll þessi ár — það
var ekki rétt — eg rak hugsanirnar frá mér. —
»Eg skil ekki«. — »Eg er þar engin ástæða —
enginn þröskuldur í vegi — ertu viss um það?
Guð hjálpi mérl Þú hefir gert mér himininn að
vansælu lieimkynni, ef þetta var ekki rétt?«
»Aldrei, guð veit. Aldrei. Þú hjálpaðir
mér til að gera rétt og vera göfug. Þú ert sá
gölugasti maður sem eg hef þekt. Eg batnaðí
við það að þekkja þig, þó við skildum — eins
og við gerðum«.
»Þá vantreystir þúmérekki? Komdu!« »Eg
treysti þér eins og englum guðs«.
»0g eg elska þig eins og englarnir geta
elskað. Komdu!« »Hve lengi — á eg að koma?«
»Erum við ekki í eilífðinni ?«
»Eg hef elskað þig lengi og vel, þú erl einn
hluti af minni ódauðlegu sálu! komdu«.
Skarpskygnin er sambandið í eilífa lífinu á
millum sálarinnar bezlu augnablika og upp-
sprettulyndai’ þeirra, eg fann mig óundirbúna
fyrir gleði mína þar til hún hlaut blessun hans,
hvers elska var hið sama og sólarljós allrar
annarar elslcu, og hvers samhygð var sætari en
öll önnur hamingja. Nú, það var einn partur-
inn af hinni yndislegu reglugjörð himinsius, sem
við vorum hætt að kalla tilfelli, að á meðan eg
hafði þessa ósk á vörunum, sáum við hann
koma til okkar, þar sem við stóðum enn þá
einsömul saman á mörkinni.
Við íljdtum okkur ekki að mæta honurn,
en slóðum þar sem við vorum þar til hann
kom til okkar; og við krupum á kné frammi
tyrir honum þegjandi. Guð veit hvaða ávinn-
ing við áttum í vændum fyrir skemda lífsferil-
inn okkar niðri á jörðinni. Hreinu augun meist-
arans leiluðu okkar með góðsemi, og við þökk-
uðum hinni eilifu miskunsemi fyrir að við þurft-
um ekki að drepa sneypt höfðum vorum niður.
Hverskonar lítilljörleg jardnesk þægindi liefðu
gelað jafnast við að missa af einu augnahliki
þessu lílcu? Hann blessaði okkur. Með sínum
heilögu höndum blessaði hann okkur, og við
haus blessun varð oklcar mannlega elslca að svo
guðlegum hlut að þetta virðist vera hið einasta
líf — einasla eðlilega Iíf.
Útgefandi: Torfhildnr Þorsteinsdóltir Holin.
ErentsmiOjan Gutenherg.