Dvöl - 01.12.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.12.1909, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á landi I kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. n <$ DVO L Uppsögn bundin við skrifieg 1. okt. en og ó gild nema skuldlaus vi kaupandi ð blaðið. sé Af- greiðslan er á Laugaveg 36. ÁR. 9. REYKJAVIK, DESEMBER 1909. NR. 12. Öfund (Envy). Áframhald af greininni „Krafhir viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Hæfileiki öfundarinnar er mestmegnis fólgin í heilli röð af snögum, sem hún hengir öfund- sýkina upp á. Sumra viðkvæmni er heilt hnippi af óbeit, sem þeir breiða út og halda skrautsýningu á, ekki samt með því að endurtaka þá hluti sem þeir leggja á minnið, en með því að segja hversu marga hluti og persónur þeir hafi misþóknun á. Öfundin er ekki einungis íólgin í spillingu skapferlisins, heldur er hún þvilíkt andlegt rang- hverfi að hún setur á ringulreið alla kosti og hæfi- leika mannsins. Öfundin byrjaði með djöílinum: af því að þegar hann féll gat hann ekkert séð í paradís sem honum líkaði, og öfundaði vora fyrstu foreldra fyrir það að þau voru saklaus, og freistaði þeirra þessvegna til að syndga, sem síðau feldi þau og alt mannkynið. Mr. Lock segir oss, að er hann spurði blindan mann einn *ím hvað hann héldi um skarlatslitinn, sagði hann að hann mundi vera líkur lúðurhljómi. Hann var nefnilega knúður til að byggja sínar skynjanir á hugsjónum sem hann hafði ekki, á þeim sem hann hafði. Það er í því tilliti líkt á komið fyrir þeim öfundsjúka^ að þó að hann sjái fullkomlegleika, viðurkennir hann þá ekki, þar eð hann hefir van- ið sig á blindni og hann svívirðir eðá rangfærir, vanalega, athafnir og hluti sem í sjálfu sér eru á- gætir. Bendið t. d. öfundsjúkum manni á guð- rækin mann, og spyrjið hann um álit sitt á hon- um, og hann mun halda hann hræsnara, eða þá svikaref; hrósið manni fyrir lærdóm eða góða hæfileika, og hann mun annaðhvort kalla hann smámunamann í lærdómi, eða þá hrokafullan af lærdómi sínum; minnist á fallega konu, og hann mun annaðhvort draga dygð hennar í efa eða bregða henni um tilgerð; sýn honum fagurt kvæði eða málverk, og hann mun kalla annað ólipurt en hítt lélegt. Á þennan eða líkan hátt lítilsvirðir hann og afmyndar sérhvað mikilsvert. Hvað aðra lesti áhrærir, þá sér maður oft, að sá sem hefir þá viðurkennir það og lagar framferði silt; en slíkt vill sjaldan til með þenna löst, því þar eð persóna sú er þjáist af honum veit mjög vel að viðurkenni hún að hún öfundi manninn, þá er það hið sama og hún viðurkenni hann sér meiri, dramblæti hennar leyfir því enga tilslökun, og verði hún uppvís að þessum óþverra lesti verð- ur hún ólmari gagnvart hinum öfundaða, og verð- ur vanalega, upp frá því ólæknandi. Úrvals samræður. Eftir Platon. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Það er gömul sögn, sem við höfum heyrt, að þegar sálirnar eru viknar héðan, eru þær í öðrum heimi, og koma svo hingað aftur og lifna frá dauða. Og sé nú þetta þannig, að þeir lifendu rísi aftur upp frá dauða, þá er líklegt að sálir vorar sé annars heims, því þær geta ekki komið aptur ef þær væru ekki til. Full nóg sönnun fyrir því að það er þannig, mundi vera það, hvenær sem það yrði auðsætt, að þeir lifendu gætu ekki komið annarstaðar frá, en dauðraríkinu; en sé \það ekki svo, þá þurfum við aðra ástæðu. — Vissulega, sagði Kebes. — En at- hugaðu nú þetta málefni, ekki einungis með tilliti til mannanna, en líka, svo þú getir betur skilið það með tilliti til allradýra og planta, ogíeinuorði alssem hefir uppruna; við skulum sjá. hvert öllu er þannig háttað, að sérhver hlutur sprettur upp af því gagn- stæða, þegar eitthvað þvílíkt er fyrir hendi, eins og t. d. hið fagra er gagnstætt því ljóta, og rétt- lætið gagnstætt ranglætinu og þannig þúsundir annara hluta. Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Snemma i apríl kom Sara einn eftirmiðdag aö finna lady Fraser. Hún leit út eins og kona sem er orðin önuglynd af ógæfum. og sem heyrir fótspor ogæfunnar bak við sig. »Eg hef fengið hroðalega vitrun«, sagði hún. Hún stóð með vot- ar fæturnar á aringrindinni. og fötin héngu drif- vot utan á henni, um leið og hún hallaði sér upp að eldsglæðunum á arninum. »Það er úti um Stú- artana, og sömuleiðis um aðra sem mér standa miklu nær og eru mér miklu kærari. Hvílíkir heimskingar höfum við Hálendingar veriðl — að leggja oss í hættu fyrir svo óverðugan mann«. Svo fór hún að hágráta. Dónald horfði á hana með meðaumkvun; lady Fraser gaf henni heitt krydd- að vín, og kysti á [henni hvíta, vota andlilið og Thyra leit upp frá saumum sínum, og setti sig strax í Söru spor. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá hafði hún notið stuttrar gleði með Hektori, og sorgin fylgdi henni eftir. Hún sökti sér svo niður í þessar hugleiðingar, að hún heyrði varla hvað Sara talaði við lady Fraser með lágri hryggi- legri raust. Samt sem áður talaði þessi ógæfu-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.