Dvöl - 10.01.1911, Blaðsíða 2

Dvöl - 10.01.1911, Blaðsíða 2
Ef nisy firlit. (Tölurnar tákna blaðsiðutal). Borguð skuld 2. Bækur 2, 9, 17, 20. Brigitta 10, 13, 18, 22, 25, 30, 33. Einasta ráðið 44, 46. Grullpeningui’inn 16, 19, 21. Gömul sögusögn. Hugar-strengir 5. Hneyxlið 6. Haínsögumanns-húsið 38, 42, 45. Hvað er þetta? 40. Heppni og áræði (Luck and pluck), áframhald af greininni »Kraftur viljans« 41, 45. Lífið (The life), áframhald af greininni »Kraftur viljans« 5, 9, 13, 17, 21, 25. M!illy og ræninginn 28, 31, 35, 39. Öhróður (Slander), áframhald af greininni »Krafl- ur viljans« 1. Smávegis 4, 8, 12, 24, 32, 40, 44. TJndir EyjaQöllum 41, TJrvals samræður eftir Platon 6, 9, 13, 17, 21, 25, 29, 33, 37, 42. Ýmislegt 4, 8, 12, 20, 24, 36. iPrek (Energy) 29, 33, 37. Dvöl óskar lcsendum sinum austan Iiafs og vestan gleðilegra Jóla. Gömul sögusögn. Jón sálugi Pétursson, háyfirdómari, sagði konu sinni frú Sigþrúði Friðriksdóttur, eftirfylgj- andi sögu er hann hafði heyrt í æsku: Einhverju sinni er allur þingheimur var kominn saman á þingvelli, og búið var að reysa tjöld, hafði einhver á meðal höfðingjanna — nafn þess manns mundi J. P. en nú er það gleymt, — farið að spyrjast fyrir um það, hvort séra Hallgrímur Pétursson mundi vera kominn á þingið. Um það vissi enginn, enda var ekki auðvelt að finna einn mann innanum allann þann mannfjölda. Sagði þá sá er hóf máls á þessu, að bezta ráðið yrði til að fá vissu um hvort hann væri kominn, að senda mann sem ganga skyldi fyrir sérhverjar tjalddyr, og mæla þar fram þessa hendingu: sHangir upp í hellinum lirokkin birkirengla. Þetta var gert, og lengi árangurslaust, en um síðir er svarað út úr einu tjaldinu: Fanns að liðnum fellinum ljallinu undir hengla«. Þar inni var séra Hallgrímur Pétursson. Smávegis. Einirberja-olía er ágæt til að losast við hús- flugur á sumrin. Olían ei’ sett í undirskál og látin standa í glugga. Til þess neinsa hvíta fjöður, er bezt að leggja hana taka svo hreina lérefts-pjötlu dífa henni í mulda magnisíu og strjúka henni svo mjög létt yfir fjöðrina þar til hún er orðin hrein. Brunablettir sem koma stundum á hvítt lín nást af með því að strá ofurlitlu vatni á þá og strá svo fínu salti yfir þá og breiða svo línið á móti sól. Eftir fáeina ldukkutíma er bletturinn horfinn. Bezt er að geyma ost í hvitu lérefti, sem vel er undin upp úr söltu vatni. Þegar hreinsa á gull og silfurknipplinga er þeim fyrst sprett af og síðan hristir, en ekki burstaðir, svo að allt ryk hverfi, svo eru þeir látnir i hvitan hreinan léreftspoka. Eftir það eru þeir soðnir i sápuvatni (hvitri sápu) i fáeinar mínútur, að því búnu er pokinn tekinn uppúr og þveginn úr hreinu vatni nokkrum sinnum. Þegar búið er að taka knipplingana úr pokan- um, getur maður nuddað það af þeim, sem ekki er nógu skært, með ofurlitlu af ammoniaki. Áður en menn taka inn bragðslæm lyf, er gott að lyggja ögn af smára, hann deyfir smekk- inn. Þegar maður hefir ekki þurkloft á veturna, eru menn oft í vandræðum með að þurka fötin, sérstaklega i frosti, því þá vilja þau brotna og rifna er þau eru tekin af snúrunum. Eina ráð- ið við þessu er að bræða nokkra hnefa af fínu borðsalti i volgu vatni, og vinda svo fötin upp úr þvi í síðasta sinnið, þá vinnur frostið ekki á þeim.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.