Dvöl - 01.08.1912, Qupperneq 1

Dvöl - 01.08.1912, Qupperneq 1
Blaðið kostar hérá landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlt, en hitt við ára- mót. D V Ö L. Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er í Ingólfsstr 18. 12. ÁR. REYKJAVÍK, ÁGÚST 1912. NR. 8. Áform og vilji. (Purpose and Will.) Áfranihald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) ----- En sárfáum mönnum mun nokkuru sinni hafa hepnast að fullkomna sig í meira en einu af hinum lærðu embættum, og sennilega hefir sá maður aldrei verið til, sem skarað hefir fram úr í öllu. Vissulega ekki í þeim fyrnefndu, og sömuleiðis ekki i handiðnalegum og akuryrkju- legum íþróttum. Ekki þar fyrir, að menn hafa verið gæddir hæfileikum fyrir sérhvert af þess- um störfum, sem þeir mega velja sér eftir eigin geðþótta. Vort land, sérhvert land, úir og grúir af mönnum, sem gæddir eru af hendi náttúr- unnar nægilegum hæfileikum fyrir nærri þvi sérhverja lifsstöðu, sem þeir vilja velja sér og eindregið framfylgja. En meinbugirnir eru hlátt áfram þeir, að enginn einn maður hefir nægi- lega langan tima, jafnvel þó hann hefði hæfileik- ana, til að nema til hlítar og framfylgja með krafti og atorku svo mörgum og svo gagnólikum störfum. Sannleikurinn er sá, að í tlestum tilfellum eru lífdagar mannsins svo fáir, og kraftar hans, þegar hezt gengur, svo smáir, að aldrei enn þá hefir honum hepnast það, jafnvel ekld þó hann hafi sameinað krafta sína til þess, og miklu síð- ur þó í hinum dýpri og erfiðari lærdómsgrein- um; og honum mun aldrei hepnast að ná þeim fullkomlega á vald sitt. Það eru mjög lítil lík- indi til, að hann fullkomni sig í fáeinum, og þeim máske hinum flóknustu, sem til eru í hin- um mannlega verkahring.« Það útheimtir fast augnamið, vilja, sam- heldni hæfileikanna og ósveigjanlega ákvörðun, að ná happasæld. Það er viljinn — eindregið áforrn —, sem gerir manninum mögulegt að gera eða vera það, sem hann hefir sett sér fyrir. Einn mjög góður maður var vanur að segja: »Hvað helzt sem þú óskar þér að vera, það ertu; þvi þannig kemst viljakraftur vor í sam- band og samræmi við hið guðdómlega, að hvað helzt sem vér óskum að verða — óskum alvar- lega og með hreinum hvötum og ásetningi —, það verðum vér. Engin einasta undirgefin, heit, auðmjúk og frjálsmannleg ósk verður óbæn- heyrð.« Viljinn er konungur sálarinnai', og hann stjórnar henni með ofriki, og stundum með harðstjóraafli. Hann er stýri hennar, sem skip- ar fyrir um athafnir hennar. Hann er véla- fræðingurinn, sem ræður stöðu og stefnu, flýti og krafti hinna sálarlegu véla. Hann verkar áþekt hressingarlyfi á hina fíngerðu sálarkrafta. Hann er það band, sem bindur saman í sterkt knippi hina ýmislegu hæfileika hennar. Hann er hreyfiafl hennar. Og i einu orði sagt: Hann er sá kraftur, með hverjum framsóknarafl sál- arinnar dregst saman i eina heild og stefnir að einum fyrirhuguðum punkti eða í sérstaka átt. Hann blæs hæfileikunum saman i eina heild, sem í staðinn fyrir að fara á víð og dreif beina sameiginlegum kröftum sínum á einn stað. Vit- ið er löggjafardeildin, tilfinningarnar eru dóm- ararnir og viljinn framkvæmdarstjórinn. Úrvals samræður. Eftir P1 a t o n. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) ----- Hina sömu líkingu hugsa eg að hægt sé að viðhafa um sálina og líkamann, og ef einhver segði hið sama um þau, mundi hann, hugsa eg, tala hyggilega um það, nefnilega að sálin sé varanlegri, en likaminn aftur veikari, en þó, mundi hann bæta við, brúkar sérhver sál marga líkami, sérstaklega ef hún lifir i mörg ár. Þvi ef líkaminn eyðist og deyr, á meðan sjálfur maðurinn lifir, en sálin vefur að nýju það sem eyðist, þá hlýtur sálin sannarlega, er hún for- gengur, enn þá að hafa sinn síðasta klæðnað, og verður þá að farast fyrri en þessi eini, en þegar sálin hefir farist, sannar líkaminn van- mættiseðli sitt, og eyðist skjótt með því að rotna. Vér getum þess vegna ekki trúað þeirri setningu, að sál vor sé til eftir dauðann. Því ef einhver vildi samsinna einhverjum, sem krefðist enn þá meira en þú, og samsinna lion- um í því, að sál vor hefði ekki einungis verið til áður en vér fæddumst, en sömuleiðis að ekkert bægði okkur frá að trúa, að sálir ein- stakra manna bæði væru til og mundu verða til eftir dauðann, og að þær mundu fæðast nokkrum sinnum og devja svo aftur, — því svo sterk er sálin frá hendi náttúrunnar, að hún getur oft þolað þetta. — Ef hann líka, segi eg, viðurkendi þetta, mundi hann þá elcki vilja viðurkenna, að sálin við þessar mörgu fæðingar mundi líða skaða, og að hún mundi um síðir algerlega farast við þvilikan dauða? Hann mundi máske segja: Þann dauða, þann aðskilnað við líkamann, sem sálin týnist í, þekk- ir enginn, því það er ekki mögulegt fyrir nokk-

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.