Dvöl - 01.08.1912, Page 2
3°
D V 0 L.
urn okkar að íirina til hans. Sé nú þessu
þannig varið, er það einungis sæmilegt fyrir
hinn óhygna að vera hugrakkur við aðkomu
dauðans, þegar maður getur ekki sannað, að
sálin sé gersamlega ódauðleg og óforgengileg;
ef ekki, verður maður nauðsynlega, þegar dauð-
inn nálgast, að vera hræddur um sálu sína,
og óttast fyrir, að hún við þennan aðskilnað
frá líkamanum muni gersamlega farast.
Sergeant.
Eftir Frank H. Show.
(Niðurl.) -----
IV.
Herra Ballarð sat þungbúinn i stólnum
sinum inni á skrifstofunni, og horfði þegjandi í
kringum sig, endalokin voru sjáanleg; daginn eft-
ir um hádegisbilið átti nýungin að fljúga um
alla borgina:
»Ballarðs-linan er komin á höfuðið«.
»Það mun verða sagt að eg hafi verið ó-
bótamaður«, stundi gamli maðurinn upp. »Þeir
mnnu segja, að eg hafi ekki haft neinn rétt til
að fórna öllu, þegar horfurnar voru svo ískyggi-
legar. Og það segja þeir satt. Eg hefði ekki
átt að reyna það — eg hefði ekki átt að gera
það. En eg gerði það fyrir linuna — sem hafði
staðið sig svo vel í meir en 40 ár«.
Hamingja linunnar sveif fyrir hugskotssjón-
um hans, þegar lánstraust hennar var svo gott,
að hún hefði getað staðisl jafnmikla samkeppni
og þá sem nú stóð yfir, og sem var nær víð að
kollvarpa henni. En lár.straustið var nú alt
saman farið; ástand hennar hafði fallið svo, að
það sýndist gersamlega ómögulegt að reisa hana
við aftur.
»Góðann morgun, herra«. Sá sem þetta
sagði var Barrett, hinn gamli yfirskrifstofustjóri
Ballarðs, trúr þénari.
»Góðan morgun, Barrett. Svo þér eruð hérna
enn þá? Því hafið þér ekki flúið frá mér eins
og allir aðrir? Vitið þér ekki að eg er komin í
ógæfu — eg er gjaldþrota maður. Guð hjálpi
mér! Eg lifi það ekki af«. »Hérna er bréf frá
Branksome, herra — máske þér viljið heldur
vera laus við að lesa það?« »Frá Branksome
— fáið mér það«.
Gamli skrifstofuþjónninn hikaði við að gera
Jiað, af því hann hélt að lestur bréfsins mundi
verða húsbónda sínum of þungbær, en hinar
velrituðu arkir voru teknar úr höndunum á hon-
um. »Svo herra Branksome ætlar sjálfur að
heimsækja mig« sagði Ballarð. »Ætlar hann sér
það? Eg veit hvað heimsókn hans þýðir, hún
er til þess gerð, að hlakka yfir ógæfu minni, og
hrósa sigri yfir mér. Við höfum verið keppi-
nautar í öll þessi ár, og hann er búinn að kaupa
allar þær skuldakröfur, sem hljóða upp á nafn
mitt. Gott og vel, komi hann. Hann getur ekki
gert ástaud mitt verra en það er«. Skömmu
seinna kom herra Branksome, sem var mjög ó-
geðslegur maður, dónalegnr og spillingarlegur,
en var fagnandi á svipinn. »Gott og vel, Ball-
arð — þá horfumst við nú i augu um siðir«,
sagði hann. »Eg hef verið að vinna að þessum
fundi okkar í síðastliðin 15 ár, einlægt siðan að
þér neituðuð að hafa nokkuð saman við mig að
sælda og dróguð ráðvendni mína í efa. En hver
talar uú um ráðvendi? Eg er búinn að ná undir
mig góðum slurk af skuldakröfum, sem hljóða
upp á nafn yðar —, þær nema nokkuð yfir
50000 pund. Eg vil fá peningana fyrir þa*r —
undir eins, undir eins, heyrið þér það? Eg get
ekki mist þessa summu — og svo — borgið þér
skuldina upp, eða annars mun eg varpa yður í
skuldafangelsi, undir eins og eg get komist þang-
að. Mig langar til að sjá yður — sjá hausinn á
yður dreginn niður i þann saur, sem þér senduð
mig niður í. Mig langar til að sjá yðar stolta
anda brotinn, þér hinn ráðvandi og dygðugi
fjárglæframaður. Þér hafið veðsett fúnu skips-
dallana }rðar, og þér hafið ekki leyst veðsetning-
una út aftur, eða gert hana óhulta með vá-
tryggingu, og hér gengur sú fregn manna á milli,
að Palermo sé sokkinn — Hvernig ætlið þér nú
að sleppa úr klípunni?«
»Hraðskeyti, herra« kallaði Barrett, sem stóð
í dyrunum með rault »umslag« í hendinni. »Það
er skrifað utan á það til yðar, herra, »persónu-
lega«. Ballarð tók við því og lauk umslaginu
upp þegjandi. »Hvernig ætlir þér nú að komast
úr klipunni?« ítrekaði Branksome sigri hrósandi.
Ballard stóð upp teinréttur og það sópaði
að honum, hann bar gremjublandinn göfugleika
í svipnum, því sum gremja getur verið göfug.
»Þessi, sagði hann, skal borga yður, herra.
Þessi — lesið hann«. Branksome tók við hrað-
skeytinu og las:
»Palmeró bjargaði þýzka skipinu »Prúss-
land«. Endurgjaldið metið einn fjórði partur úr
miljón, að minsta kosti; ef til vill meira. Yfir-
gefið skip — krafan verður fullkomið endurgjald
fyrir yfirgeíið skip. Skrifa bráðum, Sergeant«.
Bronksome skyldi nú, að í hinum stærstu
vandræðum slcein skipaeigandanum skært ljós. En
hann vissi ekki, að lierra Ballarð hafði sjálfur
kveikt á því fyrir meir en 12 árum.
Dalurinn.
Ásbjarti dalur, eg ann þér svo heitt,
þú oft hefir sorg mína þaggað,
hér hefi eg dögunum æskunnar eytt,
og alla stund hefirðu vaggað.
Eg löngum hef gengið um lágnættis stund
í laufskrúði hliðanna þinna,