Dvöl - 01.08.1912, Page 4
32
D V 0 L.
ir, Drotni er starfi þinn geðfeldur, og hann mun
vernda þig«.
Það var gott fyrir veslings stúlkuna, að þessi
uppörfunarorð voru töluð til hennar, ekki af því
að hún þyrfti að láta minna sig á skyldu sína,
heldur af þvi, að hún sá þá að aðrir álitu líka
að hegðun hennar hefði verið loísverð. Hin syst-
urlega ást hennar styrktist því við orð prestsins,
og hún tók það eins og laun fyrir áhyggjur sin-
ar og næturvökur. En mest laun voru henni
þó augu bróður síns sem stóðu full af tárum,
og sem bað heitt að hann sem hafði skotið
henni í brjóst, að reynast sér slík systir, vildi
endurgjalda henni það. Vorið leið nú, og ekki
vildi Maurice hatna til neinna muna. Maimán-
uður var kominn og nærri liðinn, og með hon-
um hvarf sú von, að sjúklingnum mundi batna
þegai veðurblíðan kæmi; og hann var nú öld-
ungis úrkulavonar um, að hann mundi nokk-
urn tíma fá aftur afl i fætur sína, og bjóst við
að verða þannig kararmaður alla æfi sína. Þeg-
ar hin óþreytandi systir hafði eitt kvöld dregið
hann í kerru sinni undir álmviðareikurnar, er
voru i luingum leikvöll bæjaríns, heilsaði gamall
hermaður Maurice. Hermaður þessi var n)dega
kominn til bæjarins i kynnisleit. Hann spurði
Maurice vandlega um sjúkdóm hans. Herrnað-
urinn sagði honum síðar þá sögu, að hann kvaðst
hafa verið i bardaganum við Eylau, og hefði flís
úr sprengikúlu loslið sig og sært í fæturnar, og
hefði hann mist alt afl úr þeim i 2 ár; lika hefði
hann haft flog í höfðinu, sem nærri því hefðu
gert sig vitstola. Hann kvaðst hafa leilað margra
ráða, þangað til sér hefði batnað af sjóböðum.
»Eg var borinn til sjávarstrandarinnar nær dauða
en lífi«, sagði hinn gamli hermaður. »Floks-
höfðingi minn léði mér burðarstól, og eftir hálf-
an mánuð tóku kraftar mínir og matarlyst að
aukast, og eftir þrjá mánuði var eg albata. Fyrst
gat eg einungis gengið við tvær hækjur, svo
kastaði eg annari, og þriðja seftember — það er
dagur sem eg gleymi aldrei — gekk eg hálfa
niílu með nokkrum kunningjum mínum, öld-
ungis staflaus, og þrem vikum seinna steig eg í
vagn, og sneri heimleiðis, eins hraustur og heil-
brigður eins og eg hafði nokkurn tima verið«.
»Og hvar í heiminum eru þessi ágætu böð?«
sagði sjúklingurinn með miklum áhuga.
»Hjá Borg sem Boulogne heitir sunnan til í
ríki þessu, hér um bil 250 mílur héðan«. »250
mílur! Ef eg þarf að fara svo langt til að fá
aftur heilsu mina, þá er eg nokkurnveginn viss
um að verða veikur til dauðadags«. »Reyndu
að láta koma þér þangað, góðurinn minn«, sagði
hinn gamli hermaður vingjarnlega, og eg skal
ábyrgjast að þú verður alheill«. »Að komast
aftur á fætur, geta unnið að hinni gömlu hand
iðn minni, unnið fyrir mér og hjálpað systur
minni! Nei, nei! Slik sæla getur mér ekki
hlotnast sagði unglingurinn, því honum ofbauð
vegalengdin.
»Hvað þá, vinur minn, þú ætlar að sleppa
voninni! Þú ert eins og þeir sem ekki trúa
í
neinni lækningu, fyrri en þeir sjá það með eig-
in augum. Þér er óhætt að treysta á að sjó-
böðin lækna þig. Eg liefi séð þau lækna marga
aðra en mig.
Eg er enginn læknir, en þú ert ungur, og
mér þykir liklegast, að þér geti batnað, því sjúk-
dómur þinn liggur i taugunum. Vertu kátur
Maurice! eg var alveg læknaður um fimtugsald-
ur, og því þarftu ekki að örvænta«. »En þér
gætið ekki að því, að eg get ekki farið á nein-
um vagni, þvi eg líð í öngvit, hvað lítið sem
vagninn hristist. Nei það er guðs vilji að eg
verði kripplingur alla æfi mína, og eg vil ein-
ungis biðja hann að stytta lífdaga mína, til að
létta raunum míhum og annara«.
Meðan á þessari viðræðu stóð, hlustaði
Genevieve nákvæmlega eftir, og hefðu þeir sem
töluðu ekki haft hugann á öðru, hefðu þeir get-
að lesið i andliti hennar fastan ásetning, Hún
tók hinn gamla hermann á eintal til að fá hjá
honum nákvæma tysingu á þessum ágætu sjó-
böðum, um hvaða tima árs ætti að brúka þau,
hvað langur skemsti vegur til þeirra væri, og
hvar bezt og ódýrast væri að fara; og þegar hún
hafði hugsað sig um alt þetta, leitaði hún undir
eins að framkvæma ásetning sinn. Hún leit yfir
allar torfærur, og hafði nú fastráðið að draga
sjálf bróður sinn i kerru sinni alla leið úr miðju
Frakklandi til Boulogne. Þegar hún um kvöldið
sat hjá Mauricr og horfði á hann sjúkan, gat
hún ekki dulið tilfinningar sínar, heldur fór að
gráta. »Þú ert einhvernveginn öðruvísi en þú
ert vön, systir mín!« sagði Maurice, og varð á-
hyggjufullur, »þér býr eitthvað sérlegt í skapi«.
»Til hvers á eg að leyna þvi lengur fyrir þér,
bróðir minn« sagði hún. »Eg held eg hafi nú
fundið ráð til að lækna þig« «Og hvernig ætl-
ar þú að fara að því?« »Með sjóböðum, og eg
ætla að aka þér þangað sjálf, það eru 250 míl
ur héðan«. »Þú getur aldrei haft krafta til
þess«. »Og þvi ekki það? Hvað getur maður
ekki gert fyrir tvíburabróður sinn annan eins
og þú ert?«
»En hvaðan ætlar þú að fá fé til þessarar
ferðar?«
»Eg hefi í gömlum vettlingi 5 gullpeninga,
sem eg hef dregið saman af kaupi mínu og það
verður nóg á leiðinni«.
Smávegis.
Það er sagt að brún eða döklc augu séu veik-
ari og móttækilegri fyrir veikindi af ýmsum á-
stæðum, heldur en grá eða blá augu. Hvítblá
augu eru vanalega þau sterkuslu, og þar næst
grá. Því ljósari sem augasleinninn er, því meiri
og varanlegri er útþensla sú sem augað getur
þolað. (Þýtt).
Útgefandi: Torfhildnr I’orsteinsdóttir Holm.
Prentsmiðjan Gutenherg.