Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1933, Page 1

Iðnneminn - 01.12.1933, Page 1
1. argangur Desember 1933 2. tölublað KENSLUSTUNDABREYTINGIN Flestir okkar iðnnema liafa að jafnaði 12—14 vinnutíma á dag að meðtöldum skólatíman- um sem er ekki síður erfiður en hin daglega vinna, því þeg- ar við komum þreyttir úr vinn- unni og eigum eftir að vera fram eftir öllu • kvöldi í skól- annm þá hljóta allir að skilja það, að það er ekki síður erf- itt að sitja á skólabekknum en að vinna hina daglegn vinnu. Það lilýtur því að vera okkar krafa og það mark sem við eigum að keppa að, að Iðn- skólinn verði gerður að dag- skóla þar sem iðnnemar geta notfært sér þá kenslu og þá þekkingu, sem hverjum iðnað- armanni er nauðsynleg. Eg vildi aðeins minnast á það að þegar skólinn tók til starfa í haust þá var gerð sú breyting á kenslustundunum að í staðinn fyrir að skólinn hefur byrjað kl. 6 undanfarið þá byrjaði liann núna kl. 6V2 og er það sýnilegt að þarna var skólastjórinn beinlínis að færa skólann aftur á kvöldið. Attum við að láta slíkt viðgang- ast? Nei. Það var þessvegna að Málfundafélagið tók þetta mál fyrst annara mála í vetur og ,var samþykt áskorun til skólastjórnarinnar að kenslu- stundirnar byrjuðu Vi tíma fyr en þær nú byrja. Hefir nú undanfarið verið gengið með undirskriftarlista um skólann til styrktar áskorun þessari og hef- ur það gengið misjafnlega að að fá Iðnnema til að skrifa undir. Ég býst við að það sé aðallega skilningsleysi iðnnema á því hve mikla þýðingu þetta hefir. Yið verðum að gera okk- ur það ljóst hver meiningin er með þessu, því hún er vitan- lega sú að taka skólatímann algjörlega út úr vinnutímanum. Nei iðnnemar þetta megum við ekki láta svona ganga, þessu verðum við að kippa í lag nú þegar og það einmitt uin ára- mótin en það getuin við aðeins ef við stöndum saman. Iðnnem- ar, þið sem eigið eftir að skrifa undir, gerið það nú þegar, því það er á ykkar ábyrgð ef ekki tekst að fá þessu breytt núna um áramótin. Það er einnig ykkar ábyrgð ef meisturunum tekst að koma skólanum alger- lega iit úr vinnutímanum, sem þeim tekst ef þeir fá að lialda áfram þeim hætti sem þeir nú liafa stigið fyrsta sporið að. Sindri. Fundur verður baldinn í Málfundafélaginu sunnudag- inn 17. des. kl. 4 e. h. í Baðstofunni. — Mætum all- ir. Stjórnin. Arshátíðin. — Samkepni. Árshátíð Iðnskólans verður lialdin 28. jan. að þessu sinni og er nú þegar hafinn undir- búningur undir hana. Skemti- nefndin ætlar að gera þessa skemtun svo vel úr garði sem unt er og hafa nú þegar ver- ið gerðar ýmsar ráðstafanir. Einnig mun aðgangseyrir verða svo ódýr sem unt er til þess að sem flestir nemendur geti notið hennar. Nefndin hefir einnig ákveðið að gafa nem- endum kost á viðfangsefnum til að glírna við í jólafríinu sér og öðrum til gagns og gamans. Verkefnin eru eftir- farandi og verða veitt verðlaun að upphæð 15 kr. fyrir hvert. Nefndin áskilur sér rétt til að hafna og velja eftir vild. 1. Seinja leikrit, sem tæki 10— 15 mín. á leiksviði og með 4—5 persónum í. 2. Semja sögu til upplesturs á skemtuninni. 3. Semja kvæði, einnig lil upp- lesturs á skemtuninni, Æskilegt væri að verkefni þessi væru um líf iðnnema utan eða innan skólans. Verkefnin skulu merkt með dulnefni og skal dulnefnið sent í öðru umslagi með fullu nafni eigandans. Verkefnin skulu sendast ásamt lausn á dulnefn- unum til Guðjóns Guðmunds- sonar, Ásvallargötu 16 fyrir I. jan. 1934. CC.ÖKASAíXi

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.