Iðnneminn


Iðnneminn - 01.01.1934, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.01.1934, Blaðsíða 1
1. árgangur Janúar 1933 3. tölublað DRYKKJARÁHÖLDIN í IÐNSKÓLANUM Þegar greinin um drykkjar- áhöldin kom í 1. tbl. Iðnnem- ans, var strax hægt að sjá að hún var rituð af sterkum vilja til þess að fá þessu breytt til batnaðar fyrir nemendur, bæði í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og Iðnskólanum. Sú grein var all ítarleg, og er varla hægt að rita meira um þennan vask og þessa merkilegu krús. En þó vildi ég aðeins benda á eitt at- riði‘ sem er eftirtektarvert, og það er, að þegar komið er inn í skot það, sem vaskurinn stendur í, þá leggur á móti manni megna ólykt úr vaskin- um, Það er lofttegund, sem myndast niðri í rörunum, og rýkur upp, og er það vafalaust H2S. Það yrði langt mál að fara að telja upp allan þann óþrifn- að, og alla þá smitunarhættu, sem af þessum steinaldar- drykkjaráhöldum stafar. Hvar er menning 20. aldarinnar? Hvar hinn aukni þrifnaður og hvernig stendur á því að slík- ur ófullkominn skóli, sem Iðn- skólinn er skuli vera til? Þess- um spurningum getur liver og einn svarað sjálfur, vegna þess að í brjósti hvers einasta und- irokaðs þegns þjóðfélagsins býr sá kraftur, sem einn er fær fullkomlega að fullnægja kröf- um sjálfs sín og komandi kyn- slóða um bætt lífskjör í smáu sem stóru, því að við getum einskis vænst af hinni hrynj- andi borgarastétt, sem fyrir löngu er orðinn hemill á alla þróun og þroska einstaklings- ins og þá um leið þjóðfélags- Þarna sj'áið þið hina margumtölugu krús. Myndin sýnir vel afstöðuna, stigann þarna fyrir ofan, þar sem alltaf er sí- felldur umgangur af fjölda manns, og rykið þyrlast undan fótum þeirra og líð- ur svo niður í krúsina. Þetta áhald eiga svo þeir 400 nem, sem stunda nám í þessu skólahúsi að nota til að svala þorsta sínum. Þetta er einn liður í um- hyggju borgarastéttarinnar gagnvart æsku- lýðnum. ins sem heildar, því frjáls þró- un einstaklingsins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar. Á fundi, sem haldinn var í Málfundafélagi Iðnskólans 17. des. var til umræðu m. a. drykkjarvatnið, tóku allir til máls, og voru allir á eitt sáttir með það, að það væri sjálfsögð skylda skólanefndar að setja upp nýtísku drykkjar- áhald í skólann. Og var kosin nefnd til þess að flytja skóla- stjóra kröfur fundarins. Nefnd þessi átti tal við skólastjóra og tjáði honum kröfur fundarins. Taldi hann það eigi framkvæm- anlegt að setja upp drykkjará- hald í skólann núna í jólafrí- inu, eins og fundurinn ætlað- ist til, en hann lofaði að leggja kröfur fundarins fyrir skóla- nefnd og Iðnaðarmannafélagið, og hann bjóst ekki við að þetta kæmi til framkvæmda núna fyrst um sinn. Eftirtektarvert er það sem skólastjórinn sagði, að það væri ekki meira hrein- læti í því að hafa »gosbrunn« lieldur en að drekka úr bolla eða krús, fyrir 3—400 manns. Nei, Iðnnemar við verðum eð sýna skólanefnd það að okkur sé full alvara með það að fá þessu kipt í lag og það hið allra bráðasta. í fyrra gátum við með samtökum okkar knú- ið skólastjórnina til að setja upp klósett í stað útikamrana, sem við allir þekkjum. Eins er okkur mögulegt að fá ný- tísku drykkjaráhald, ef við sýn- um skólastjórninni það að okk- ur sé full alvara og sýnum henni það að hún geti ekki troðið kröfur okkar niður í skarnið án þess að við gefum liljóð frá okkur. J. R. i

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.