Iðnneminn


Iðnneminn - 01.01.1934, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.01.1934, Blaðsíða 7
IDNNEMINN •fat vitanlega hártoj;að eftir vild núgildandi lagaleysu um iðnnám, og síðast varð iðnnem- inn að taka öll skjöl frá hon- um, |iar sem málið gekk ekk- ert. Fór nú nemandinn til • fulltrúa alþýðunnar« Stefáns Jóh. Stefánssonar lögfræðings, en hann vísaði nemandanum á hrott nieð þeim röksemdunum að ekkert væri hægt að gera úr því Hermann liefði ekkert gert. Síðast fór nemandinn í stjórnarráðið, en ekkert Irefir enn verið gert þar og sagðist nemandinn búast við að fá málið úr stjórnarráðinu eftir nokkra daga, því þeir gætu ekkert gert. Hvers virði er slík iðnnámslöggjöf sem þessi fyrir okkur? Þessu liirði ég ekki um að svara, því það get- ur hver og einn skoðað hug- ann sjálfur um. Nemandinn mun sjálfur skýra þetta mál vandlega í næsta hlaði, ef hon- um leyfist rúm til. G. Klerkssonurinn. Klerkur Klerksson kemur hægt og rólega inn í kenslu- stofuna. Hann er lágvaxinn, herðamikill, hleikt andlit, aug- un hvarflandi og óákveðin. Yfirleitt ber liann í einu og öllu einhvern kvíða og hræðslu- svip, eins og hann sé að reyna að afsaka sig vegna þess að hann kemur of seint, með því að sleikja út um og reyna að láta sem mest á því hera að hánn hafi verið að neyta mat- ar. »Hvernig smakkaðist kæfan Klerkur*, gellur einn við, og allir fara að skellihlæja og kennarinn getur ekki að sér gert að brosa líka. Klerkur Klerksson læðist í sæti sitt og vill helzt ekki líta til hægri né vinstri. Þegar hann er kom- inn í sæti sitt og er hættur að smjatta og sleykja út um, og húinn að setja upp sinn gamla hátíðasvip, verður manni á að fara að athuga þennan náunga enn betur. Hann er mjög há- tíðlegur á svip, og það meira að segja óvenju hátíðlegur og alvarlegur, sem er líka ekki að ástæðulausu, þar sem stráka- skrattarnir höfðu verið að verki fram í gangi þegar hann kom fullmettur inn, og voru þeir búnir að slá hattinn hans í eina pönnuköku, og ekki nóg með það, heldur líka að rífa upp í lafið á frakkanum lians. Allt hjálpaði þetta til að gera hann svona hátíðlegan, og það gekk svo langt að því skaut upp í huga manns að hin and- lega kæfa væri orðin yfirsterk- ari hinni líkamlegu kæfu, en það hvarf á sama augnablikinu þar sem líka ekki voru nema 20 mínútur síðan að liin lík- amlega kæfa yfirgnæfði svo liina andlegu að maður varð hennar tæpast var. En það var líka fleira sem jók gildi hátíð- leikans og það voru hinar daglegu bænagjörðir og sálma- söngur í K.F.U.M. Hann þótti söng- og raddmaður mikill, sér- staklega þó að nýafstaðinni máltíð. A meðan liann varði öllum sínum frístundum í þessar guðsþjónustur og bænagjörðir, með þeirri óskeikulu sannfær- ingu að hann væri að vinna mjög þýðingarmikið starf í þágu mannkynsins, með því að koma því í skilning um það, og þá sérstaklega undirstéttun- um að það væri hinn algóði guð einn, sem gæti hjargað frá liinni miklu eymd alheims. Og hver sá sem lifði í guði sínum og bæri ótakmarkað traust til hans, hversu fátækur sem hann væri, þá mundi guð sjá honum fyrir lífsins þörfum. En svo fór Klerkur Klerks- son að meta sínar eigin gjörð- ir og gáfur og komst að þeirri niðurstöðu eftir altsaman, að hann mundi vera kominn á æðsta stig mannsandans, og búinn að ná þeirri æðstu full- komnun, sem Iiægt væri að ná hér á jörðu. En ýmsir sem heyrðu prédikanir hans voru heldur vantrúaðir á mikilleik hans og ennþá vantrúaðri á það að hinn »algóði guð« væri heppilegur til þess að veita hinum atvinnulausu hungrandi miljónum að híta og brenna. Það var um hálfu ári seinna sem Klerkur Klerksson kom auga á nokkuð skrítið, og það var einmitt það skrítna við það, að klerkssynir virtust koma manna fyrstir auga á þetta, en hvað haldið þið að þetta liafi verið? Jú, það var bara maður, og það jafnvel mjög ómerkilegur maður, það var sá, sem þóttist vera æðsti prestur Þýskalands um þessar mundir. Og klerksyninum varð það fljótt méðvitandi þegar hann varð var liinnar andlegu Hitlerskæfu, að lians eigin andlegu kæfu var mikið ábóta- vant. Nú, en það ætti ekki að vera svo mikið verk, að auka að mun hina andlegu kæfu, það var ekkert aunað en að láta klerksoninn í Ási miðla sér af liinni andlegu Hitlers- kæfu, þar sem hann var líka nýkominn frá Þýskalandi, hafði verið þar á vegum Mötuneytis safnaðanna, að öllum líkindum til þess að gera innkaup á ver- aldlegri kæfu lianda atvinnu- leysingjunum, en svo þegar til Þýskalands kom mun fjársjóð- urinn, sem ætlaður var til inn- kaupanna hafa verið á þrotum, en hin andlega Hitlerskæfa

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.