Iðnneminn


Iðnneminn - 15.01.1934, Qupperneq 1

Iðnneminn - 15.01.1934, Qupperneq 1
Janúar 1934 4. tölublað 2. árgangur Þægindi Iðnskólans. Það má óhætt fullyrða að okkur iðnskólanemum sé fátt til þæginda veitt og vil ég til- nefna eitt dæmi af mörgum. Aðbúnaður sá sem okkur er ætlaður, dauðþreyttum eftir vinnu dagsins, er afar ófull- nægjandi. Eins og flestir iðn- nemar munu kannast við frá 1. bekkja árum, er því versta hreytt í þá, eða svo virðist það að minnsta kosti. Bekkir þeir, sem almennt ganga undir nafn- inu -hnallarnir- á maðal iðn- skólanema, enda er það fáfengi- legasta smíði, sem gefur að líta, — maður skyldi ætla af fa<dærðnm mönnum. Smíðis- gripir þessir eru svo haganlega gerðir, ef svo mætti segja, að þegar sest er í þá verður mað- ur að vera allur í keng, þann- ig að höfuðið hangir niður, en neðri hluti líkamans leitar upp. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld, þegar að er gætt, eru sætin allt of há en borðin hallalaus og lág. Sýnir þetta nægjusemi skólastjórnárinnar og auglýsir hugsunarháttinn; að allt sé gott fyrir iðnnema. Þessir sérkennilegu »hnallar« eru settir í stofuna sem fyrst er til vinstri þegar komið er upp stigann. Ennfremur vil ég minna á vask, sem er þar í stofunni, sem ólyktina leggur upp úr, er eitrar næstum anarúmsloftið, að minnsta kosti hjá þeim sem næst honum eru. Við verðum að krefjast umbóta á slíku og það sem fyrst. G. B. Árshátíðin. Að þessu sinni verður árshá- tíð Iðnskólans haldin í Iðnó 27. jan. Skemtinefndin, sem hefir með höndum undirbún- ing fyrir árshátíðina, er fyrir nokkru síðan tekin til starfa. Það sem sérstaklega hefir ver- ið lögð áherzla á í sambandi við þessa árthátið er það, að það verða eingöngu nemendur sem skemta. Stofnaður hefir verið vísir að karlakór innan skólans, sem kemur til með að syngja á skemmtuniuni. En það mun verða fleira en kór- söngurinn til skemtunar. Til dæms má nefna leiksýningu, ræðu, upplestur, gamanvísur og einsöng. Skemtinefndin ætlar að hafa aðgangseyrir fyrir nemendur svo lágan sem mögu- legt er, parabílæti á 3 kr. og kr. 1.50 fyrir einstaklinga. Sölu aðgöngumiða mun verða þann- ig háttað, að umsjónarmenn í hverjum bekk hafi þá til sölu, til þess að tryggt sé að allir fái miða. Mikið hefur verið deilt innan skólans að undanförnu um það hvort bjóða skuli kennurum og skólastjóra á árs- hátíðina eins og gert hefir ver- ið að undanförnu, eða gera þeim jafnt undir höfði og okk- ur nemendum, með því að þeir komi á skemtunina af frjálsum vilja og greiði sinn aðgangseyri eins og við og færi betur að pað yrði ofaná þegar endanleg ákvörðun verður tek- in í því máli. Að síðustu vil ég skora á nemendur hvern og einn að mæta á árshátíðina og vera þar sér og öðrum til skemtunar, vegna þess, að slík skemtun sem þessi, þar sem nemendur sjálfir skemta, er spor í áttina til þess að auka og glæða félagslífið innan skól- ans. Mætum á árshátíðina einn sem allir, allir sem einn. Barátta j árn§míðanema. Eins og sagt er í síðasta tölu- blaði Iðnnemans, hafa járn- smíðanemar svarað árás meist- aranna á eftir og næturvinnu- kaupið, með því að vinna ekki eítir- og næturvinnu, nema gegn sömu launum og áður voru greidd 100% og 200% hækkun miðað við dagkkaup. Þetta vérkfall stendur enn og er þar ekkert lát á, heldur

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.