Iðnneminn


Iðnneminn - 15.01.1934, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 15.01.1934, Blaðsíða 2
IÐNNEMINiV þvert á móti. Sveinar veitanem- endum þann styrk að þeir 'vinna ekki eftirvinnu með nemendum. Nú hafa nemendur farið þess á leit við »Járniðnaðar- mannafélagið« að það geri sam úðarverkfall með þeim, og neita að vinna eftir- nætur- og helgidagavinnu, þar til atvinnu- rekend :r hafa gengið að kröfum nemenda. Undirtektir innan sveinafélagsins voru þannig að kommúnistar og aðrir rótækir sveinar voru eindregið með nemendum, en kratar og íhalds- menn sameinaðir á móti hin- um þýðingarmikla styrk, sem sveinar gætu veitt nemendum með samúðarverkfalli. Ýmsar fáránlegar »röksemd- ir« voru færðar gegn því að sveinar gerðu samúðarvekfall með nemendum, svo sem að nemendur væru að sækjast eft- ir því að fá að vinna eftir- vinnu og aðrar þvílíkar. Það sem hér skiftir máli er það að nemendur hafa unnið eftir- vinnu, vegna þess að dagvinnu- kaupið er svo lágt að ekki verður af því lifað. Hér er um launaárás að ræða, sem nem- endur verða að hrinda af sér. Það er eflaust einkennilegt að kalla þrældóm að nóttu til nám, en iðnnámið, í þeirri mynd sem það er nú, er þræl- dómur en ekki nám, lágt kaup, langur vinnutími, þrældómur, launaárásir — harátta. jarniðnnemar! Einungis með samtaka baráttu tekst að sigra, höldum ótrauðir áfram, þrátt fyrir hótanir meistaranna. Einungis á grundvelli. stétta- baráttunnar er sigunnn vís! Göngum heilir hildar til, herð- um sókn og vörn! Iðnnemar! Kaupið, lcsið og útbreiðið blað ykkar! Idnnám úti á landi. Við iðnnemar úti á. landi er- um olbogabörn okkarstéttar sök- um erfiðleika sem við eigum við að búa. Það sem bagar okkur lang tilfinnanlegast, er að við alls enga bóklega fræðslu fáum við okkar tilheyrandi iðn, sem er undirstöðuatriðið fyrir hvaða iðngrein sem er. Þar af leið- andi verðum við langt á eftir tímanum, þá loks er við höf- um lokið námstíma okkar, hin- um lögboðnu 4 árum. Ef okk- ur langar til að fá liinn bók- lega fróðleik, þá kostar það að fara hingað til liöfuðstaðarins á iðnskólann, en eruni fáir af fjöldanum. sem höfum aðstöðu til að geta veitt okkur, það dregur dilk á effir sér, fyrir okkur, það kostar nefnilega peninga, en þá erum við iðn- nemar ekki látnir hafa um of, Við verðum því að leita á náðir skyldfólks okkar, til að lána okkur fé í bili, til þess að geta klofið þennan kostnað, sem leiðir af dvöl okkar hér. Því að fara fram á að meistar- inn greiði dvalarkostnaðinn liér þætti alveg voðalegt, sem honum samt ber með réttu. Krafa okkar á því að vera, að fá að vera hér í 2 vetur á Iðnskólanum okkur að kostn- aðarlausu. Nú erurn við alveg komnir undir náð og miskun meistarans, því við höfum eng- an félagsskap til að rétta hluta okkar gagnvart þeim, eða setja okkur takmark að hættum kjörum og auknum lærdómi. Svo erum við of fámennir til að geta knúið kröfur okkar fram, við verðum því að leyta til þeirra, sem vilja og geta veitt okkur dug og kraft gegn þeim erfiðleikum, sem við höf- um við að stríða. Til hverra eigum við þá að snéia okkur til að fá hjálp? Hefur hinn sífelt umskírandi hurgeisaflokk- ur, sem ber nú nafnið Sjálf- stæðisflokkur, rétt okkur hjálp- arhönd? Nei, aðeins öfugt við, slegið okkur. Framsóknarfl.? Nei. Hinir orðfögru og ioforða- góðu kratar? Nei. Það er Kommúnistaflokkur- inn sem hefur mál okkar á stefnuskrá sinni til hættra kjara, og hann er líka sá eini sem sýnir það í verkinu og hanneigum við allir iðnnemar að fylkja okkur um. Z. Til þess eru vítin að varast þau. Mig langaði til þess að benda nemendum á, hvað sveinafélög geta verið lítil aðstoð fyrir okkur nemendur þegar við verðum fyrir einhverskonar á- falli, er þau eru misnotuð af mönnum, sem neyta aðstöðu sinnar til þess að afvegaleiða stéttabaráttu verklýðsins. Að minsta kosti get ég dæmt um sveinafélag rafvirkja, því að ég ætlaði að fá aðstoð þeirra 1 baráttu minni við meistarann sem hafði komið svívirðilega fram við mig. Ég sneri mér því til formanns félagsins o«- ætlaði þar með að fá aðstoð hjá því. Hann kvað sjálfsagt vera að gefa mér þá aðstoð sem ég óskaði, var ég honum því þakklátur og lét hann fá þau skjöl, sem ég hafði því viðvíkjandi. Kvað hann það best vera að ég kæmi eftir viku eða hálfan mánuð og heyra árangurinn. Gerði ég það, en ekkert var hann far- inn að gera því rnáli viðvíkj- andi þá er ég kom. Bað ég hann þá að kalla

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.