Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 3
IÐNNEMINN 3 gildi, sem færir okkur heim fullan sigur. Yið verðum altaf að vera í sókn, því við erum þeir kúguðu, þess vegna er það okkar að sækja fram, en láta aldrei hugfallast. Þau verk- efni sem nú liggja fyrir er það í fyrsta lagi að sveinarnir gangi út í baráttuna með okk- ur, því með því fær deilan þann styrk, sem nauðsynlegur er til þess að hún geti unnist. En við verðum að vera vel vakandi gagnvart krötunum, sem altaf gera sitt til þess að eyðileggja baráttu okkar, þeirra er sökin, að þessi deila er ekki unnin. Það voru þeir sem börðust á móti því, að svein- arnir legðu út í verkfall með okkur. Jafnframt aukinni sókn verðum við að herða baráttuna á móti krötunum og afhjúpa miskunnarlaust blekkingapóli- tík þeirra. Nemendur! Standið saman í baráttunni! Sveinar! Gerið verkfall með nemendum, þar til fullurn sigri er náð! Járnsmíðanemi. Karáita prentnema. Það verður enganvegin kom- ist þannig að orði að með- ferð sósíaldemókratannaí Prent- arafélaginu á inálum prentnema hafi nokkru sinni verið bar- átta fyrir bættum kjörum þeirra, heldur hefir hún beinst að því að takmarka lærlingatökuna með þrengingu nemendaskal- ans og þannig að koma í veg fyrir að stéttin ykist of ört. Þeir hafa ekki viljað eða get- að skilið að slíkar aðferðir eru í andstöðu við grundvallarat- riði þeirrar baráttu, sem verka- lýðsstéttin heyir. Enda hefir það komið ljóslega fram í kjör- um prentnema, að vanrækt hefir verið að beita réttum vopnum í baráttunni fyrir tak- mörkun nemendanna, sem sé þeim aðferðum að takmarka lærlingatökuna með baráttu fyr- ir bættumkjörum þeirra, hækk- uðu kaupi, raunverulegri kenslu og bættum námsskilyrðum yf- irleitt. Það er ekki fyr en starf- semi kommúnistanna í Prent- arafélaginu fer að gæta meir og árangur hennar að koma í ljós, sem baráttunni er einbeitt að bættum kjörum nemanna og þá bent á það jafnframt að skertur gróði af vinnu nem- ans hljóti að hafa í för með sér takmörkun nema inn í stéttina. Því var það fyrir at- beina kommúnista og ábrif þeirra að stjórn Prentarafélags- ins gekst fyrir því í desem- ber s. 1. að nemar og stúlkur í prentsmiðjum bæjarins, kysu sinn fulltrúann hver, er ætti sæti í nefnd þeirri er gerði uppkast að nýjum samningum á milli prentarafélagsins og atvinnurekenda. Prentnemar og stúlkur héldu því næst hver um sig fundi og settu fram kröfur sínar er síðan voru samþyktar á fundi í Prentara- félaginu. Ennfremur samþykti fundurinn að leyfa bæði nem- um og stúlkum að eiga sinn fulltrúann hvor í nefnd þeirri er gengi frá samningum. Kaup nemanna var á 1. ári um kr. 20 á viku og hækkandi árlega um ca. kr. 5 en hálfa árið átti að vera eftir samkomulagi milli atvinnurekenda og nema og var venjulega kr. 45—50 á viku. Kröfur þær, sem nem- endur settu upp voru í tveim liðum. 1. liður: Kaupkrafan fyrir nemanda á viku: 1. árið kr. 25.00, 2. árið 33.00, 3. árið 41,00 4. árið 50.00,4%. árið 75.00. 2. liður. Atvinnurekendur greiði fyrir því, að nemendur sæki iðnskólann. Þá daga sem kenslu- stundir hefjast fyrir kl. 19 sé nemendum veitt frí frá vinnu, þannig að þeir hafi eigi minna en 2 klukkustundir til undirbúnings undir skólann. 1. og 2, árs nemendum veiti at- vinnurekandi styrk til bóka- og áhaldakaupa til notkunar í Iðnskólanum, er nemi kr. 50 hvort árið. Er búið var að halda nokkra fundi með atvinnurekendum, þar sem fluttar voru og rædd- ar kröfur þær sem Prentara- félagið hafði samþykkt kom það greinilega fram að krötun- um fanst tími til kominn að fara að slá af og leita sátta við atvinnurekendur. Kröfurn- ar um kjarabætur nemenda og stúlkna voru atvinnurekendum mikill þyrnir í augum, því þarna átti að svifta þá gróða, er svo lengi hafði fylt hand- raðann í arðránskistu þeirra. Á hinn bóginn var mestur hluti nemanna og stúlknanna ákveðinn í því að halda fast við kröfurnar. Hér þurftu krat- arnir því skjótra ráða við, til þess að hindra það, að barist yrði til þrautar fyrir þessum kjarabótum. Fengu þeir því knúið það í gegn með meiri- hlutavaldi sínu í samninga- nefnd að aðeins tveim mönn- um væri falið að halda áfram samningatilraunum við atvinnu- rekendur á grundvelli ákveð- ins »afsláttarprógrams«. Þann- ig tókst þeim með ofbeldi að svifta fulltrúa nemenda og stúlkna umboði því, sem félag- ið hafði fengið þeim til íhlut- unar um samningana. Til þessa starfa var ásamt öðrum notað- ur einn tryggasti þjónn Al- FRAMHALD Á BLS. 8.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.