Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 4
4 IÐNNEMINN örþpifaráðið. Ungir menn og konur! Þau undur eru nú að gerast með þjóð vorri, sem hljóta að vekja allan æskulýð íslands til alvar- legrar og látlausrar baráttu. Nokkrir menn. uppaldir á þröngsýnum íhaldsheimilum, hafa gengist fyrir því óþrifa- verki, að innleiða hér og stæla þýskan nazisma. Þessi stefna hefur nú leitt þá ógæfu yfir þýsku þjóðina, sem áður stóð fremst flestra menningarþjóða, er nú fyrir athæfi valdliafanna fyrirlitin af flestum þjóðum. Svo mikið kveður að þessari andúð, að jafnvel Ítalía, sem er að miklu leyti fyrirmynd þýskra nasista, hefur andstygð á þeim. Gyðingaofsóknirnar voru fyrstu afrek nasista eftir valdatökuna. Þeir voru búnir að ljúga því svo oft, bæði í ræðu og riti, að allt, sem af- laga fór í Þýskalandi væri Gyðingum að kenna, og mik- ill liluti þjóðarinnar trúði því. Síðan var ráðist á Gyðinga með slíkri villimennsku, að viðhjóð liefir vakið um allan heim. Ekki veit ég hvað íslenskir nasistar tækju sér fyrir hend- ur, í staðinn fyrir þennan verknað flokksbræðra sinna í Þýskalandi, því hér er nú lieldur fátt um Gyðinga. Eitt- hvað gætu þeir víst upphugs- að álíka göfugt. Þá koma önnur stefnuskrár- atriði í framkvæmd. Ráðist er með heift á allan félagsskap hinna vinnandi stétta. Þing- rnenn og leiðtogar róttæku flokkanna og aðrir, ýmist kvaldir liroðalega eða drepnir, aðeins af pólitískum ástæðum. Þetta eru lærdómsrík sannindi. Þá er prentfrelsi afnumið, svo að ekkert sjáist á prenti, nema það, sem fellur í kramið hjá nasistum. En ekki nóg ineð það, heldur þarf að útrýma því, sem áður er prentað. Og livað skeður? Þeir leyfa sér að taka dýrmætustu eign þjóðar- innar, bókmentirnar, og brenna á báli. Allar þær bækur, sem á einhvern hátt, að dómi nas- ista, gátu haft spillandi áhrif á vöxt og viðgang flokksins, voru látnar á bálið. Margt af þessum bókuin var eftir heims- fræga liöfunda, og skrifaðar áð- ur en nasisminn þekktist í Þýskalandi. Slíka villimensku getum við iðnnemar og aðrir ungir menn ekki aðhyllst, með- an við teljum okkur íslend- inga til siðaðra þjóða. Við skuluin lítilsháttar minnast á bruna Ríkisþinghússins. Þar átti nú heldur betur að ná sér niðri á kommúnistum, því þeir áttu auðvitað að Iiafa kveikt í. En við réttarliöldin kemur ekkert fram, sem bend- ir til þess, að þeir hafi kom- ið þar nálægt. Þó voru réttar höldin miðuð við það eitt, að reyna að sanna sekt kommún- ista, enda óhætt að fullyrða það, að sekt þeira liefði sann- ast, ef þeir liefðu átt minnsta þátt í brunanum. En hverjir eru þá hinir seku í þessu máli, þvi nasistar lialda því sjálfir fram, að van der Lubbe liafi alls ekki getað einn kveikt í. Þeir telja, að minnst þrír menn hafi verið þar að verki. Þess vegna liggur grunurinn á nasistum sjálfum, því þeir ein- ir gátu haft pólitískan hagnað af brunanum. 011 meðferð brunamálsins hefur vakið ó- hemju andúð meðal l'lestra þjóða, og sýnir, eins og rnargt fleira, liversu óvönduð vopn nasistar nota á andstæðinga sína. En livað liggur nú eftir nas- istastjórnina af nýtilegum verk- um? Þeir lofuðu að draga úr atvinnuleysinu, en það hefur vaxið til muna. 1 oktober í fyrra voru atvinnuleysingjar 6,750,000 en í lok janúar þ. á. 9,300,000, þegar nasistar eru húnir að stjórna í eitt ár. Þó er þess að gæta, að þeir einir eru skráðir atvinnuleysingjar, sem fá atvinnuleysisstyrk. en styrkurinn hefir verið tekinn af fjölda manna. Svo raunveru- legir atvinnuleysingjar eru miklu fleiri, eu taldir eru. Ég lieri reynt að draga ofurlitla inynd af ýmsum stjórnarliátt- um þýsku nasistanna, en frá þeim rótum eru íslensku nas- istarnir runnir. eða íslensku þjóðernissinnarnir, eins og þeir kalla sig. Yæri nú ekki ákaflega æskilegt að þessir ís- lensku apakettir ættu eftir að leggja undir sig landið, með sömu áhugamálum og þýsku fyrirmyndirnar. Leggjandi í rústir allan félalagsskap hinna vinnandi stétta. Stjórnandi með einræði, fullir af þjóðern- isrembingi, aðeins með liag auðvaldsins fyrir augum. íslenska íhaldið sér nú að það er að missa völdin, og grípur nú fegins hendi í þetta vesala hálmstrá, nasismans, ef vera kynni, að með aðstoð lians gæti það hangið við völd- in ofurlítið lengur. Munum hversu grátt nasistar hafa leikið þýsku þjóðina. Lát- um ekki sömu örlög bíða okk- ar. V. Iðnnemap! Skrifið í ykkar eigið málgagn — »IÐN]\EMANN«.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.