Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 5
IÐNNEMINN 5 M ál fundafélagið. Þetta félag kannast flestir iðn- nemar vel við. Margir iðnnemar fylgjast að miklu leyti með starfsemi þess. Það virðast flest- ir hafa töluverðan áhuga fynr því, að þessi félagsskapur haldi áfram að starfa í Iðnskólanum. En það virðist þó vera með því skilyrði, að þið sleppið við að leggja nokkuð á ykkur til þess að halda honum við. Margir liverjir af ykkur virð- ast ekki vilja leggja svo mik- ið á sig, sem það að koma á fund, einu sinni alt skólaárið, sem nær þó yfir 6—7 mánuði, þrátt fyrir það, þótt fundir séu haldnir hvern surinudag- inn eftir annan, og ævinlega boðað til þeirra með það miklum fyrirvara að það má vera sérstök tilviljun, ef allir vita ekki um þá. Iðnnemar, getum við nú ætlast til þess, að málfundafé- lagið nái sínum fulla tilgangi með því, að margir af okkur ætli sér að standa álengdar og horfa á hverju fram fer. Þar sem það hlýtur að vera okkur öllum fyllilega ljóst að þetta er félag, sem við verðum að nota eftir því sem mögu- legt er, til þess að berjast fyr- ir hverskonar hagsbótum okk- ar og komandi iðnnema. Við megum ekki standa og stara á það, að mestar líkur séu fyrir því, að við sem iðnnemar njót- um aldrei góðs af þessari bar- áttu okkar og liugsa sem svo, að okkur komi það ekki við þótt -sagan endurtaki sig« þeg- ar við erum ekki lengur með sjálfir. Iðnnemar, það er ein- mitt sögu iðnnema, sem við verðum að reyna að breyta, þeirri sögu, sem jafnan hefir verið hin sama frá því að þeir Jjyrjuðu nám, þar til því var lokið, og saga námsins getur að miklu leyti falist í einu orði, en það er orðið »þrældómur«. Við verðum því að gerast braut- ryðjendur að starfsemi fyrir bættri iðnnámslöggjöf, sem tryggi iðnnemum á komandi tímum viðunanlegri lífsskilyrði en við eigum við að búa, en auk þess er ýmislegt fleira, sem við verðum að beita okkur fyr- ir. Með því að fylkja okkur all- ir með áhuga saman í mál- fnndafélaginu munum við ef- laust finna sterkasta grundvöll- inn fyrir starf okkar, Störfum því allir eftir mætti að eflingu félagsins héðan í frá og byrjið þegar í stað að starfa, sem ekki eruð þegar byrjaðir. Y. Idn§kóliim# Ef til vill hafa ekki allir gert sér það ljóst hvað iðnnám er, en það hjýtur að vera fyrsta skilyrðið til þess að liægt sé að gagnrýna og meta það sem fram kemur á sviði iðnnámsins, að vita skil á því, sem fellst í hugtakinu iðnnám. Uppeldi æskulýðsins hefir afgjörandi áhrif á það lífsstarf, sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur. Ef það er rangt þá ættu uppeldis- og sálfræð- ingar engan rétt á sér. Um iðnnám er vitanlega sama að segja. Þroski námsmannsins lilýtur óhjákvæmilega að mót- ast af því iðnaðarlega uppeldi sem honum er í té látið. Ef gengið er út frá því sem rétt- um grundvelli, þá getum við tekið okkur það fyrir hendur, að veita því athygli hverskon- ar skilyrði það eru, sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að uppvaxandi iðnaðarmaður geti í sem fylstum mælikvarða fengið möguleika til þess að þroska þá hæfileika sem í hon- um búa. 1 fyrsta lagi ber þess an geta, að það sem er aðal- atriðið er það, að hinn fjögra ára námstími, sem er í flestum iðngreinum, sé í raun og veru nám, en ekki þrælkun. Það, sem sérstaklega ein- kennir iðnnám hér á landi er það að þeir sem kenna iðnina, ineistararnir, skoða nemandann sem hvert annað ódýrt vinnu- afl, sem beri að notfæra sem best þennan langa námstíma. En bein afleiðing af þessu er léleg kensla verkleg og fræði- leg. Þetta þarf vitanlega nán- ari skýringar við. Þegar meist- ari tekur nemanda til náms og með það fyrst og fremst fyrir augum að færa sér vinnuorku hans sér í sem best nyt, með- an á námstímanum stendur, þá hlýtur óhjákvæmilega það, að sitja á hakanum, sem er það þýðingarmesta og sem er skil- yrði fyrir sem fullkomnastri iðnmentun nemandans, en það er að nemandinn fái sem mest svigrúm til þess að komast á hærra og hærra stig, iðnfræði- lega séð, að nemandinn fái not- ið hæfileika sinna til fulls, þannig að samfara aukinni menntun veitast honum altaf aukin tækifæri til fullkomnari þekkingar, sem er eina leiðin til þess að nemandinn geti náð sem mestum þroska á sem skemstum tíma. Hver er hindrunin fyrir því að þetta geti tekist? Hún er vitanlega sú að iðnneminn er rekinn eins og hvert annað gróðafyrirtæki, með hagsmuni einstakra manna fyrir augum, en ekki heildarinnar. í þessari grein er það mein- ingin að gefa lesendum »Iðn- nemans", dálitla hugmynd um þá hlið iðnnámsins, sem að

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.