Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 6
6 IÐNNEMINN Iðnskólanum snýr, en honum er það hlutverk ætlað að láta iðnnemum í té þá fræðilegu mentun, sem nemandinn á að hafa sem veganesti út í lífið. Það lil utverk sem slíkri stofn- un er ætlað að leysa af hendi, er mjög stórvægilegt og mikil ábyrgð hvílir á þeim mönnum, sem taka sér það fyrir hendur að stýra Iðnskólanum. En vandi fylgir vegsemd hverri segir máltækið, Ög hér er um það að ræða, að þessi stofnun ber ábyrgðina á því hve fullkomin eða lítilfjörleg sú fræðilega menntun er, sem iðnenmum er í té látin. Þar sem um slíkt atriði er að ræða, er það vitanlega sjálf- sögð skylda »Iðnnemans að gera sitt ýtrasta til að gagn- rýna og meta það livernig Iðn- skólinn leysir hlutverk sitt af bendi. En til þess að það sé mögulegt, að gera sér grein fyrir því, verður það óhjá- kvæmileg nauðsyn að fá yfir- lit yfir starf skólans í einstök- um atriðum. Og verða þess- vegna hér á eftir kaflar um hinar einstöku námsgreinar sem kendar eru innan skólans. En að lokum verður dregin upp heildarályktun, eftir að starfsemi skólans hefir verið skýrð í einstökum atriðum. Reikningskenslan. Iðnaðarmönnum er það afar- mikils virði að vera góður í reikningi. Það væri því senni- legt, að í Iðnskóla væri lögð mikil áhersla á reikning. En þegar litið er um öxl, eftir að hafa gengið gegn um skólann, þá kemur í ljós, að kenslunni er mjög ábótavant, og árang- urinn ekki að sama skapi og þörfin. Kenslan og þá sérstaklega tilhögun liennar er svo léleg að einsdæmi er. Eftir 4 ára basl við reikning er nemand- inn svo illa undirbúinn, undir verk sitt, að hann hefir aðeins fengið undirstöðuatriði í al- mennurn reikningi. En fyrir- hafnarlaust hefst þetta ekki, því nemandinn verður að byrja altaf á nýjum og nýjum að- ferðum við sama reikninginn í 3 vetur og er það alt annað en glæsilegt. Reikningsbók Öl. Dan. er kend, og hana verður að kenna þannig að byrja verð- ur á byrjuninni og enda á endirnum, út af því má ekki breyta, hvernig sem á stendur. Þetta hamlar svo mikið allri kenslu, að þeir einir geta sett sig inní það sem reynt hafa. f flatarmáli er aðeins lilaupið á undirstöðuatriðum í 4. bekk, en flatarteikningin er kennd í 1. hekk. f rúnnnáli læra menn ekkert, og eru þó þessi tvö at- riði flestum nemendum bráð- nauðsynleg. Jöfnur eru ekki kendar fyr en í 4. bekk, en margir nemendur þurfa á þeim að halda í 3. bekk við önnur fög. Að sögn varð að leggja niður burðarþolsfræðina vegna þess hve reikningskenslan var ófullkomin, þetta fag, sem mikill hluti iðnaðarmanna get- ur ekki án verið. Sem dæmi um kensluna má geta þess að í 4 bekk er nú sem stendur verið að reikna allra einfald- asta prósentureikning. Einn stærsti gallinn á reikningskensl- unni er sá, að á milli liinna þriggja kennára í faginu, er ekkert samstarf. í stað þess að neðri hekk- irnir undirbúi undir efri bekk- ina, þá er í öllurn bekkjum hyrjað á því sama. Jafnvel í 4. bekk verður enn að byrja á brotabrotum og þríliðu. Af- leiðingin verður svo auðvitað sú, að nemendurnir læra ekki meira á fjórum vetrum, held- ur en hægt væri að komast yfir á einum eða tveim vetr- um, eftir því hve skarpir nem- endurnir eru. Ég gat þess áð- an, að reikningskensluna ann- ast þrír kennarar, en það er nánast einum of mikið; fyrst og fremst vegna þess, að tveir menn komast hæglega yfir starfið og mundu áreiðanlega geta látið það bera meiri ár- angur, þar sem samstarfið gæti orðið betra, og ekki þyrfti að breyta eins oft um starfsað- ferðir. Og í öðru lagi vegna þess, að sá maður sem annast kensluna í fyrsta bekk er alls ekki fær um það, og er víst, að því mundi alment fagnað meðal nemenda, ef hann yrði látinn fara. Yið iðnskólanemar lærum lítið í reikningi sem öðrum fögum, en það er ekki vegna þess, að ekki sé hægt að kenna okkur meira, heldur vegna þess að engin áhersla er lögð á það, en ýmislegt virðist vera gert til þess að árangurinn verði sem minstur. Yið erum svo margir í deildunum, að við komumst tæplega fyrir og mikið vantar á að kennararnir komist yfir að kenna sem skyldi. Framhald. Það er meining Iðnnemans að athuga nokkuð ítarlega þá kenslu, sem iðnnemar verða aðnjótandi í skólanum, og er í þessu blaði inngangur að þessu. Vegna rúmleysis. var ekki hægt að birta meira að þessu sinni en mun koma í næsta blaði, og verður þá tek- ið hvert fag útaf fyrir sig og athugað nákvæmlega. Það er viðbúið að þetta komi við kaun þeirra manna sem skól- anum stjórna og annara sem við hann starfa, en við iðn- nemar erum óhræddir við að draga fram í dagsljósið þá ó- fullkomnu kenslu sem við fáum.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.