Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 7
IÐNNEMINN 7 Stéttabaráttan. Hvers vegna berst verkalýðurinn gegn auðvaldinu? « Þessari spurningu svara borg- ararnir venjulegu á þá leið, að kommúnistarnir skapi stétta- baráttuna, að þeir ali á úlfúð, öfund og liatri og æsi fáfróða alþýðuna upp til hermdarverka gegn hinum »friðsömu« og hjartagóðu betri borgurum. Og þegar borgurunum er bent á liina vaxandi róttækni verka- lýðsins, harðnandi stéttabaráttu og öran vöxt kommúnismans, þá hafa þeir einnig skýringu á reiðum höndum. Þetta stafar af atvinnuleysinu og neyðinni sem af því leiðir, segja þeir. Neyðin og hallærið er vatn á myllu kommúnistanna — at- vinnulausan og sveltandi lýð er auðvelt að æsa upp á móti hinum fróniu borgurum og velgjörðarmönnum, þess vegna vilja kommúnistarnir hafa sem mesta neyðina, þá gengur þeim hest að útbreiða kenningar sínar. En þegar »góðu, gömlu tímarnir« koma aftur, þá fell- ur kommúnisminn niður af sjálfu sér. — Þessa skýringu má finna í mismunandi útgáfum í öllum íslenskum horgarahlöð- um frá *lsL Endurreisn« til »Alþýðuhlaðsins *. Það 'Uná segja, að þó þessar »skýringar« séu í meira lagi grunnar, þá felist samt í þeim ofurlítill sánnleiksvottur. Or- sök stéttabaráttunnar eru hin- ar óbrúanlegu mótsetningar milli auðvalds og öreiga. Kommúnisminn er fram kom- inn vegna þess að verkalýður- inn er kúguð og arðrænd stétt, og verður að þola allskonar neyð og hörmungar af völdum auðvaldsskipulagsins. Auðvalds- skipulagið er orðið óþolandi fyrir mikinn hluta maunkyns- ins. Þess vegna er fram komin stefna, sem miðar að því að kollvarpa því og byggja upp nýtt þjóðskipulag. Þessi stefna er Kommúnisminn og er bor- inn fram af þeirri stétt, sem bölvun auðvaldsskipulagsins bitnar mest á, verkalýðnum. En þess vegna er líka auðsætt, að fulljTðing burgeisanna um að kommúnistar vilji hafa sem mesta neyð, er algert öfugmæli, þar sem stefna þeirra beinist að því að útrýma orsökum neyðarinnar. Kommúnistar berjast því ekki fyrir neyð, heldur gegn þeirri neyð og kúgun, sem er ríkjandi, gegn orsökum neyðarinnar, auðvalds- skipulaginu. En þá lægi næst að beina þessari spurningu til »máttar- stólpanna«: Hvers vegna útrým- ið þið ekki allri kúgun - og neyð, gerið alla ánægða og sláið þar með kommúnism- ann niður fyrir fullt og allt? Ef allt væri gott og blessað, ef ekkert atvinnuleysi ætti sér stað og engin kúgun, ef öllum liði vel, þá væri alveg útilok- að að nokkur »niðurrifsstefna« kæmi fram. Þá væri meira að segja engin þörf fyrir hina miklu samúð og hjálpfýsi liinna »sannkristnu« borgara. — En einmitt hérna komum við að kjarna málsins, og á þessari spurningu »gata« burgeisarnir alltaf. Borgarastéttin getur ekki af- numið grundvöll stéttabarátt- nnnar og jarðveg kommúnism- ans, vegna þess að tilvera auð- valdsins sjálfs grundvallast á kúgun þess og arðráni á verka- lýðnum og öllum undirokuð- um. Að útrýma öllum þeim hörmungum, sem alþýðan verð- ur að þola af völdum auðvalds- ins, er því sama sem að út- rýma auðvaldsskipulaginu. — Frelsun verkalýðsins þýðir dauða auðvaldsins. En af þessu er auðsætt, að kenning kratanna um hina hægfara þróun auðvaldsins til sósíalisma, er blekking, stór- hættuleg verkalýðnum. Að halda því fram, að auðvalds- skipulagið verði afnumið með þingræðinu — þ. e. með valdi — og kúgunartæki auðvalds- ins, er sama og að segja, að auðvaldið afnemi sig sjálft. Slíkt er hin argasta blekking, fram komin í þeim tilgangi að halda verkalýðnum frá bar- áttunni fyrir frelsi sínu. Það er verkalýðurinn, stéttin, sem engu hefir að tapa öðru en hlekkjunum, en allt að vinna, sem verður að framkvæma dauðadóminn yfir auðvaldinu. Og við þá framkvæmd dugir ekkert annað, en sameinað vald hinna kúguðu gegn arðræn- ingjastéttinni. sem grípur til hvaða ofbeldisráðstafana, sem vera skal til þess að bjarga lífi sínu og viðhalda hinu rotn- andi skipulagi sínu. Rúm »Iðnnemans« leyfir ekki að lengra sé haldið í þetta sinn, en ef til vill fæ ég tækifæri til að bæta dálitlu við seinna. Kommúnisti. Fuildur var haldinn í mál- fundafélaginu 18. þ. m. og var frekar fámennur. Komu nokkrir nemendur úr Iðnskóla Hafnarfjarðar og var þeim að sjálfsögðu leyft að sitja fund- inn. Næsti fundur verður haldinn 4. mars og er Mál- fundafélaginu Þjóðólfi boðið á fundinn, einnig er nem. úr Iðnskóla Hafnarfjarðar boðið þangað. Búast má við íjölmenn- um fundi og skörpumumræðum. Iðnnemar mætum allir!

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.