Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.02.1934, Blaðsíða 8
IÐNNEMINN 8 FRAMHALD AF BLS. 3. þýðusambandsbroddanna. Tókst þeim að stinga undir stól kröf- um nemanna um styrk til bóka- og áhaldakaupa í Iðnskólanum, ásamt kröfunni um 2 klst. frí frá vinnu, áður en þeir færu í skólann. Kaupkröfunum slógu þeir af, þar til atvinnurekend- ur þóttust geta gengið að þeim. Sama var að segja um kröfur prentkvenna o. fl. Þessi fram-, korna kratanna var í fullu sam- ræmi við yfirlýsingu aðalsprautu þeirra í félaginu skömmu áð- ur en samningar hófust: »Það er sjálfsagt að stjórn Prentarafélagsins beri fram kröfur stúlkna og nema og röfii um þær við atvinnurek- endur, en mér dettur ekki í hug að Prentarafélagið leggi út í nokkra deilu fyrir þær«. Af þessu er því ljóst, að ár- angur sá sem náðist um bætt kjör prentnema við samning- ana, þrátt fyrir fasistiskar ráð- stafanir sósíaldemókrata til þess að eyðileggja baráttuna er fyrst og fremst að þakka einhuga vilja nemanna og sam- fylkingar baráttu róttækra prent- ara undir forustu kommúnista. Þegar öll okkar dægurbarátta er þannig krufin til mergjar, verða lærdómarnir altaf til að sanna okkur að við verðum að verjast og sækja á báða bóga. Að framan standa atvinnurekendur forverðir auðvaldsins, að baki okkur sækja skósveinar þess, sósíaldemókratarnir og hyggjast að sprengja samtök okkar innan frá með fasistisku ofbeldi. Prentnemi. Idnnemar! Til baráttu gegn fasisma, í hvaða mynd sem er, bvort sem hann birtist í fasiseringu ríkisvaldsins, sósíal- fasisma kratanna eða oísóknar- kendum ofbeldisverkum Þjóð- ernissinna. Fuitdnp var baldinn í málfu ndafélaginu 4. þ. m. Lagði forrn. skemti- nefndar fyrir ársliátíð Iðnskól- ans fram reikningana o" voru þeir samþykktir í einu bljóði. Síðan hófust umræður um þessa hátíð og urðu þær all- snarpar og stóðu Irátt á annan klukkutíma. Deildu iðnnemar mjög á fasistana fyrir fram- komu þeirra á liátíðinni, sem ekki var líka að ástæðulausu. Fasistarnir vildu belst leiða þetta hjá sér með ýmsum út- úrdúrum. Aðalatriðið lijá þeim var það að Internationalinn væri kommúnistasöngur og þessvegna befði ekki átt að syngja hann þarna. Þetta atriði lilýtur jú að vera rétt, þar sem Internationalinn er alþjóðasöng- ur verkalýðsins. Þá hljótakomm- únistar að hafa liann fyrstan sinna söngva, og þar sem við iðnnemar erum einn hluti verkalýðsins og söngur var um hönd hafður á þessari skemt- un, hefði það verið næstum glæpsamlegt adiáú'i af okkur að syngja ekki International- inn. Fasistarnir fengu litinn byr þarna, þrátt fvrir góðar uppástungur um að betra hefði verið að syngja 0 fögur er vor fósturjörð, Öxar við ána, eða annað því um líkt. Satnt var ekki fokið í öll skjól, því þarna kom fram krati til hjálp- ar og vítti hann fasistana sér- staklega fyrir að athuga þetta ekki fyrir hátíðina, »því þá hefðum við getað komið í veg fyrir að þetta hefði komið fyr- ir«. Þarna kom fram atriði sem vert er að minnast á, sem sé það, að fasistarnir hel'ðu sent kennurunum boðskort á bátíðina, upp á sínar eigin spítur, án nokkkurrar heimild- ar frá skemtinefnd eða öðrum. IÐNNEMINN blad Malfundafélags Iðnskólans. Kemur út 20. hvers mánaðar. — Verð blaðsins er 10 aura 4 síður, 15 aura 8 síður. — Greinum sé skilað eigi síðar en 13. hvers mán. til blaðstjórnarinnar. Ritstjóri og áhyrgðarmaður: Guðjón Guðmundssou. Gjaldkeri: Olafur Guðmundsson. Ritari: Eggert Jóhannesson. Þetta eru starfsaðferðir þessara manna, og sýnir best hvernig framkoma þeirra muni vera á öllum sviðum. Að síðustu var lögð fyrir fundinn svohljóð- andi tillaga og var hún sam- þykkt: »Fundur haldinn í Málfunda- félagi Iðnskólans 4. febr. 1934 vítir harðlega framkomu Þjóð- ernisinna á árshátíðinni, þegar sunginn var alþjóðasöngur verkamanna, en þá æptu þeir og létu öðrum illum látum, og skoðar það sem fullan fjand- skap við verkalýðsstéttina. F und- urinn þakkar einnig kórnum fyrir sönginn og telur liann liafa sýnt stéttarþroska iðnnema*. Þægindi Idnskólans. í síðasta tbl. »Iðnnemans« var grein með þessari fyrirsögn. I greininni stendur meðal ann- ars: — — — »Ennfremur vil ég minna á vask, sem er þar í stofunni, sem ólyktina legg- ur upp úr og eitrar andrúms- loftið að minstakosti hjá þeim sem næst sitja.« — — — Þar- sem þessi ummæli kunna ef til vill að fá suma til þess að halda að þessi fýla úr vaskin- um sé að kenna slæmri ræst- ingu, skal það tekið fram, að um það er ekki að ræða og það skal ennfremur tekið fram að ræsting skólans er á<rætle<ra af hendi leyst, og eru því um- mæli fyrnefndrar greinar alls ekki árás á fólk það, sem hreinsar Iðnskólann. En hitt er öðru máli að gegna, að eins og allir geta skilið er ekki viðunandi að hafðir séu vaskar inni 1 kenslustofunum. Prentsmiðjan DÖGUN — Reykjavík. SÍókasaTaT

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.