Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 1
1. árgangur Mars 1934 6. tölublað Iðnskólin Rafmagnsfræði og teikning. Þessum námsgreinum, eins og mörgum öðrum, er mjög ábótavant. Hvað rafmagnsfræð- inni viðvíkur, er tíminn svo lítill, sem henni er ætlaður, að orðið hefir að taka talsvert af teiknitímanum til hennar og er það algerlega óhæft, en samt verðum við að hlaupa aðeins lauslega yfir helstu atriðin. En til þess að geta orðið starfi okkar vaxnir, er okkur rafvirkj- unum nauðsynlegt, að fá full- komna kenslu í þessari grein, því að öðrum kosti getum við ekki fullnægt þeim kröfum, sem gerðar eru til okkar. Til þess að geta eitthvað komist niður í rafmagnsreikn- ingi, verður kennarinn fyrst að kenna okkur almennan reikn- ing í jöfnum og flatarmáli og fer mikið af tímanum í að kenna okkur þetta. Þetta leiðir hin slæma skipulagning á reikn- ingnum af sér. Kennarinn þyrfti vitanlega að koma undirbúinn í tímana, en það getur hann ekki, því hann hefir ekki laun nema rétt fyrir þann tíma, sem hann er í skólanum. Teikning- in er ekki heppileg, ætti að vera meira í sambandi við raf- magnsfræðina og vitanlega að skifta henni eftir því, hvað nemendur væru að læra, en á því sviði er svo slæmt skipu- lag, að það mun varla hægt enn þá, en þá ætti að kenna jafnhliða húsalagnir og teikn- ingar af rafmagnsvélum. Heppi- legra væri að kenna í náms- skeiðum, eins og tíðkast mun víða erlendis, gera ritgerðir, teikna upp skema o. s. frv. Húsgagnateikning. Iðnteikning fyrir húsgagna- smíðanema er kend í skólan- um í tvo vetur. Á þeim tíma munu þeir flestir læra það í teikningu, sem þeim er nauð- synlegast að kunna, en til meira er ekki að ætlast eins og allri kenslu er varið í skólanum. Það, sem nemendurnir læra í þessari námsgrein sem öðr- um, læra þeir í skólanum, og alt, sem þeir vinna að teikn- ingunum, gera þeir einnig í skólanum, því að vinna að þeim heima, kemur varla til greina. Til þess er enginn tími, því að þegar skólinn loksins er úti, er komin nótt. Kensla í þessari námsgrein getur því talist bera allgóðan árangur eftir atvikum. Flatar- og rúmteikning. Flatarteikningin er hin fyrsta teikning, sem nemendur læra í skólanum. Hún er kend fyrsta veturinn, en rúmteikning ann- an. Þessar teikningar eru und- irstöðuatriði, sem læra þarf áð- ur en byrjað er á fagteikning- unni, þ. e. a. s. þær eru það fyrir meiri hluta nemenda. 8íða§ti fundur. Fundur var haldinn í mál- fundafélaginu sunnudaginn 4. mars, sem á voru mættir kring- um 40 nemendur. Hafnfirsk- um iðnnemum var boðið á fund- inn, en vegna illveðurs komu þeir ekki í þetta sinn. Fyrir fundinum lágu mörg viðfangs- efni: 1. Skemtinefndin skilaði störfum. 2. Kosin ritnefnd fyr- ir þetta blað. 3. Kosin skemti- nefnd fyrir næsta dansleik, sem haldinn verður 24. þ. m. 4. Kosin skemtinefnd fyrir loka- dansleikinn, sem mun verða síðast í næsta mánuði. En vegna þess, að margir nemendur hafa óskað, að skemtiskrá verði höfð á þeim dansleik, því að vel þótti takast á aðaldansleiknum, var ákveðið, að kjósa nefndina strax til þess að hún gæti haft nægan undirbúning. Ákveðið var, að fá Verslunar- eða Menta- skólanemendur á næsta fund, ef hægt væri. Þar næst var tekið til um- ræðu næsta mál, sem hét»Vinna og mentun«. Framsögumaður lýsti málinu í öllum helstu at-

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.