Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 7
IÐNNEMINN 7 klíka þjóðernissinna, sem hygst að blása sig út með slagorðum og blekkingum, eins og blaðið ber með sér. Fyrsta grein blaðsins er >Avar[)«. 1 því er markað starfs- svið blaðsins, sem er að berjast á móti kommúnistum og gera þá áhrifalausa innan skólans. í ávarpinu stendur meðal ann- ars þessi klausa: ». . . Það (blaðið) á ekki að fylgja neinni einstakri stjórnmálastefnu að öðru leyti en því, að vinna á móti eiturdrepi kommúnismans. Það á að taka greinar frá öll- um öðrum f)okkum« o. s. frv. Til þess að iðnnemar skilji, hvað hér er um að ræða, er nauðsynlegt að taka það fram, að sökum þess að kommúnist- ar eru þeir einu, sem berjast •með verkalýðnum fyrir hags- munurn hans og að lokum fyrir valdatöku verkalýðsins, alræði öreiganna, þá er það öllum skiljanlegt, að allir aðrir en ein- lægir verklýðssinnar, sem vilja bagsmuni stéttarinnar, bljóta að taka afstöðu gegn kommún- istum. Því núna, þegar stéttabarátt- an barðnar með degi hverjum og liver einasta bagsmnnaleg og menningarleg barátta verk- lýðsstéttarinnar er um leið bar- átta gegn ríkisvaldinu, barátta gegn auðvaldsþjóðfélaginu, að þá sameinast albr borgaraflokk- arnir gegn flokki verkalýðsins, Kommúnistaflokknum. Nú er það ykkar, iðnnemar, að fylkja ykkur til markvissrar baráttu gegn fasismanum, gegn alræði auðvaldsins. Því það er aðeins tvent til: annarsvegar blóðveldi fasismans, hinsvegar alræði ör- eiganna. Það þriðja er ekki til. Látum ekki fasistiskt alræði ís- lensku borgarastéttarinnar kæfa í blóði frelsishreyfingu íslenskr- ar alþýðu. Fylkjum okkur til baráttu gegn fasisma, í hvaða rnynd sem bann birtist, en fyrir sigri verklýðsbyltingarinnar á Islandi. »Ifl vaí iiín« til æslmimar«. Svo nefnist langloka ein í sorpblaði þjóðernissinna »Birt- ir að degi«, eftir Aðalstein Jó- bannsson, aðalsprautu aftur- baldsins í Iðnskólanum. Grein- in er frá upphafi til enda stað- laus þvættingur, sem er skrif- aður til þess að reyna að skapa grundvöll rneðal æskulýðsins fyrir blekkingavaðal-þann, sem máltól liins blóði drifna fas- isma hreyta úr sér í ríkum , rnæli. 1 greininni kemur ljós- lega fram, sú meginregla, sem fasistar láta í veðri vaka »sam- eina þjóðina, sameina allar stéttir« o. s. frv. Slíkar blekk- ingar ganga ekki í okkur iðn- nema. Yið þekkjum liina þjóð- legu og alþjóðlegu stéttaskift- ingu, sem ekki verður þurkuð út nema á þann hátt, að verka- lýðurinn og allar aðrar kúgað- ar stéttir, ræki sitt sögulega blutverk, sem er að taka völd- in í sínar hendur, og byggja grundvöllinn að sköpun stétt- lauss þjóðfélags, þar sem réttur binna vinnandi stétta er allt, en yfirstéttinni, arðræningjun- um verður steypt af stóli um aldur og æfi, þar sem samein- ing þjóðarinnar byggist á sam- vinnu hinna vinnandi stétta. Örbyrgðin sem auðvaldsþjóð- félagið leiðir yfir allan þorra verkalýðs og bænda, er bein afleiðing af kúgun og arðráni auðvaldsins. Kúgunin, arðránið, það er það sem hefir skapað stéttabaráttuna. Yaxandi kúgun skapar vaxandi stéttabaráttu. Á- tökin milli auðvalds og öreiga fara vaxandi. Átökin milli fas- isma og sósíatisma. Annars- vegar fasistiskt alræði borgara- stéttarinnar, fjöldamorð á verkamönnum, takmarkalaus líkamleg og menningarleg kúg- un. Hinsvegar alræði öreig- anna, sköpun sósíalismans, vax- andi velmegun hinna vinnandi stétta, sköpun stéttlauss þjóð- félags. Iðnnemar,' og aðrir ungir verkamenn! Fylkjum okkur undir merki hins byltingar- sinnaða verkalýðs, fylkjum okkur til baráttu fyrir dægur- hagsmunamálum okkar, og lát- um hverja hagsmunabaráttu verða vörðu á leið okkar að lokatakmarkinu sigri sósíalism- ans á Islandi. Idnámslaga- fpumYarpið. Enda þótt þingið sitji ekki á rökstólum, þá megum við iðnnemar ekki hætta baráttu okkar fyrir bættri iðnnámslög- gjöf. (Hér vísast til þeirra greina, sem skrifaðar voru í Iðnnemann I. 2. og 3. tölublað, fyrir þá sem vilja kynna sér það, sem um þessa baráttu iðnnema hefir verið ritað í »Iðnnemann«). Núna verðum við að leggja aðaláherzluna á það, að hver einasti iðnnemi, sem ekki hef- ir skrifað nafn sitt á undir- skriftalista þá, sem á að senda til Alþingis, geri það hið allra fyrsta, áður en skólinn er úti, Yið sýnum þá fulltrúum yfir- stéttarinnar á Alþingi það, að okkur iðnnemum sé full alvara á því, að berjast fyrir bættri iðnnámslöggjöf. Ðagleg barátta á vinnustöðv-

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.