Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.03.1934, Blaðsíða 8
8 IÐNNEMINIS um og í fagfélögunum, sam- eiginleg barátta sveina og nema, það er hún sem er þess megn- ug að' bæta kjör okkar. Núna þegar við keppumst við að skrifa undir áskorunarlistana til Alþingis, verðum við að auka og margfalda baráttu okk- ar fyrir dægurhagsmunamálun- um. Fylkjum okkur bak við iðn- námslagafrumvarp S. U. K.. og látum það verða leiðarljós í okkar daglegu baráttu fyrir bættum kjörum. Skrifum allir undir! »Til lesenda Iðnnemans«. Klausa með svohljóðandi fyr- irsögn birtist í liinu nýútkomna fasistablaði í skólanum. Odd- geir Þ. Oddgeirsson, höfundur klausunnar, er búinn að vera að veltast með bana hátt á þriðja mánuð, svo honum mun hafa verið orðið æði mál að láta froðusnakk þetta frá sér fara. Yirðist Oddgeiri liggja þyngst á hjarta hversu litla sómatilfinnigu ég hef, og er það leitt, því nóg mun samt leggjast á hans brúna hjarta. Annars er klausa þessi svo innihaldslítil, að ég sé ekki á- stæðu til að svara htnni að neinu leyti, en hitt er annað mál, að ég hefði viljað beina máli mínu til Oddgeirs nánar til að afhjúpa hans blekkinga- starfsemi innan skólans, til þess að nemendur skólans væru ennþá virkari en áður í að gefa þessum vikadreng fasist- anna, ásamt öðrum af sama sauðahúsi, viðeigandi svar, en það er skarpari barátta en nokkru sinni fyr, gegn fasisma og stríði, fyrir valdatöku verk- lýðsins á Islandi. G. G. Fram til baráttu! Með hverjum deginum sem líður, er fasista-hættan að verða æ meiri og meiri. Síðustu vik- urnar sanna þetta mjög átak- anlega: Baráttan í Austurríki, Frakklandi, Spáni og víðar. Með hjálp sósíaldemókrata tókst fasismanum að brjótast til valda í Austurríki. Sú hjálp var í fyrstu fólgin í því, að berjast fyrst með Dolfuss á móti Hitlers-fasismanum sem því »skárra af tvennu illu«. Síðan, þegar þeim hafði tekist að halda verkalýðnum nógu lengi blektum og Dolfuss-fasisminn var að komast til valda, flúðu þeir úr landi, eða skriðu undir verndarvæng Dolfuss, skildu verkalýðinn, sem barðist mjög hetjulega fram á síðustu stundu, eftir í klóm fasismans. Hér á Islandi reka kratarnir alveg sömu blekkinga-pólitíkina og annarsstaðar. Þeir reyna að beina verkalýðnum að »andan- um frá Ási« sem aðalfasisma- liættunni, en ganga fram hjá aðalhættunni: fasiseringu Sjálf- stæðisflokksins og ríkisvalds- ins, sem mun reyna á örskömm- um tíma að koma á alræði fas- ismans með hjálp kratanna. Fasisminn er ekki neitt óhjá- kvæmilegt lögmál, sem fyr eða síðar hlýtur að falla yfir þjóð- ina, heldur er hann síðasta hálmstrá borgarastéttarinnar, sem hún grípur til, þegar hún er farin að skjálfa og nötra undan átökum hins byltingar- sinnaða öreigalýðs. Baráttan gegn fasismanum á meðal æsku- lýðsins er orðin mjög sterk, en hún verður að margfaldast. Heimsþingið í París, sem háð var í sumar og skipað var full- trúum frá flestum löndum heims, þar á meðal ýmsum úr borgaralegum félögum, skipu- IÐNNEMINN blað Malfundafélags Iðnskólans. Kemur út 20. hvers mánaðar. — Verð blaðsins er 10 aura 4 síður, 15 aura 8 síður. — Greinum sé skilað eigi síðar en 13. hvers mán. til hlaðstjórnarinnar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Guðmundsson. Gjaldkeri: Ólafur Guðmundsson. Ritari: Eggert Jóhannesson. lagði rækilega baráttuna gegn fasismanum um allan heim. Islenski æskulýðurinn átti eng- an fulltrúa á þessu þingi, en engu að síður verður liann að nota sér þær skipulagslegu ráð- stafanir, sem þingið lagði fram í baráttunni gegn fasismanum. Yið verðum að kjósa baráttu- nefndir á vinnustöðunum, kjósa fulltrúa í þá baráttunefnd gegn fasisma, sem nú er fyrir og sem í ráði er að skift verði í tvent, æskulýðurinn annarsvegar, en vinni þó ínánu samstarfi, — af- hjúpa blekkingar kratabrodd- anna, koma í veg fyrir brott- reksturinn úr skólunum, mót- mæla öllum fasistiskum kenn- urum o. s. frv. Með skarpri og skipulagðri fcaráttu tekst okkur að hindra valdatöku fas- ismans. Þess vegna, æskumenn, fram til baráttu gegn fasisma og stríði, fyrir byltingu öreiga- lýðsins á Islandi! G. G. Iðnnemar! M æ t i ð á fundum Málfunda- félagsins. Prentsmiðjan Dögun.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.