Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1934, Side 3

Iðnneminn - 01.12.1934, Side 3
■ IÐN.NÉMINN 3 styrkja liann á allan hátt. En við megum ekki gera okkur tálvonir um, að þessi sjóður geti skapað okk- ur fullkomnar tryggingar. Fastar tekjur sjóðsins eru 4[5 lilutar af öll- um ágóða félagsins, og það sér hver maður, að eru takmarkaðar tekjur. Hins vegar er nauðsynlegt, að fara fram á styrkveitingar til sjóðsins frá liinu opinbera. En, iðnnemar! Þessi sjóðstofnun má ekki draga úr har- áttu okkar fyrir fullkomnum slysa- og sjúkratryggingum iðnnemum til handa af liálfu hins opinbera og at- vinnurekenba. í því sambandi er rétt að minnast þess, sem Bjarni Bentsson sagði á síðasta fundi »Mál- fundafélagsins” um tryggingar verka- lýðsins í Sovétríkjunum, en þær eru komnar í svo gott horf, að enginn, livorki liinn fullorðni verkalýður né æskulýðurinn, þarf að hera kvíðboga fyrir því, þó hann verði óvinnufær vegna slysa, sjúkleika eða annars, sem að liöndum ber. Þess vegna iðnnemar! Út í baráttu fyrir aukn- um tryggingum! fí. O. Leikfimin. I síðasta töluhlaði »Iðnnemans << var því hreyft, liver nauðsyn bæri til fyrir nemendur Iðnskólans að liafa leikfimisiðkanir. A fundi, er lialdinn var í »Mál- fundafélaginu« 25. nóvember, var mál þetta tekið til umræðu, og kom þar fram svohlj. tillaga: »Legg til, að kosin verði 5 manna nefnd til að fara með und- irskriftarskjöl um skólann, þess efnis, að skorað sé á skólastjórn, að hefja undirbúning að því, að nemendum skólans verði séð fyrir leikfimiskennslu«. Yar tillögu þessari tekið með mikl- um fögnuði af liálfu fundarmanna og er óliætt að telja, að sjaldan liafi verið meiri sameining á fundi »Mál- fundafélagsins« í neinu máli sem þessu. Var nefnd þessi því næst kosin og hefir hún starfað síðan. Hafa nefndarmennirnir farið með undir- skriftarlistana um flcsta bekki skól- ans og orðið mikið ágengt. Er það og næsta eðlilegt, þar sem mál þetta er ineð meiri menningarmálum, sem nú eru á döfinni meðal iðnnema. Nú þegar eru á annað íiundrað manns húnir að skrifa undir áskor- unina. Þegar þetta er ritað, eiga listarnir þó eftir að fara um þrjár deildir, og er óhætt að gera ráð fyrir, að því nær allir nemendur skólans standi á bak við þessa sjálfsögðu kröfu. Þegar nefndin liefir safnað til sín öllum undirskriftunum, mun hún fara með plöggin til skólastjóra og verður síðar skýrt frá árangrinum af því. A. S. Félag tFésmídanema nauðsywlegt. Mikil vöntun er á félagsskap með- al iðnnema í hinum ýmsu iðngrein- um, en þó virðist þörfin einna hrýn- ust á samtökum hjá okkur, trésmíða- nemum. Kjör okkar eru afarslæm. Kaupið allt niður í 25 aura um klukkustund á fyrsta námsári, og ef meistarinn hefir lítið til þess að láta vinna, fá margir okkar enga vinnu og ekkert kaup. Allir sjá, að slíkt getur ekki gengið og nauðsynlegt er, að ráða hót á því sem fyrst. Nokkrir liafa þó mánaðarkaup, en það er ekki hærra en svo, að aðeins dugar fyrir uppihaldi. Aðrir liafa frítt uppiliald: fæði, liúsnæði, þjón- ustu og ef til vill vinnuföt, en allan annan fatnað verður nemandinn að kaupa. Hvar eigum við nemendur að taka peninga til þess að greiða með föt og aðrar nauðsynjar okkar? Flestir erum við synir fátækra verkamanna, sem ekki getum lilaupið til foreldra okkar eftir peningum, eins og þeir geta gert, sem eiga efnaða aðstand- endur. Við verðum að treysta á sjálfa okkur. Sjálfstraust og áhugi skapa möguleika. Járnsmíðanemar liafa skilið þörf- ina fyrir félagsskap og samtök. Þeir hal’a fyrir löngu síðan haft stéttar- félag eins og öllum er kunnugt. A- rangur þess er öllum ljós. Kaup járn- Iðnneminn, l»lað Málfundafélags Iðuskólans. Kemur út 20. hvers mánaðar. — Verð blaðsins er 15. aurar. — Greinum sé skilað eigi síðar en 13. hvers mánaðar til ritstjórans. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Olafur Guðmundsson. Auglýsingastj. Halldór Halldórssoii. Gjaldkeri: Hjalti Þorvarðarson. smíðanema hcfir félaginu tekist að hækka úr 30 upp í 50 aura um tím- ann hjá nemum á fyrsta námsári og liliðstæð hækkun hefir fengist fyrir þá, sem lengra eru komnir við nám- ið. Ennfremur hefir félagið myndað sjúkrasjóð. Yið, sem erum liúsa-, liúsgagna- og skipasmíðanemar, þurfum nú þeg- ar að mynda félag sameiginlega, til þess að gæta hagsmuna okkar og réttar, því þótt vinnan skiftist í sér- greinar, þá er það allt trésmíði og aðstaða og kjör svipuð. Sumir vilja ef til vill halda því fram, að þetta sé tilgangslaust, því samningar milli nemanda og meistara séu staðfestir af lögreglustjóra og þeim sé ekki liægt að breyta En við getum gert mikið til hóta fyrir því, hæði fyrir okkur, sem erum að læra, og þó fremur fyrir þá, sem læra á eftir olckur. Lágmarkskauptaxti þarf að koma. Það er bersýnilegt, að aðstaða meistara batnar til þess að þrýsta kaupi nemenda sinna niður, þar sem farið er að takmarka nemenda- fjölda i ýmsum iðngreinum. Margir unglingar liafa brennandi áhuga fyrir því, að læra einhverja iðn, en athuga þá oft ekki nógu vel, að hvcrju þeir ganga, enda oft erfitt að ná viðunandi námssamningi við meistarann. Trésmíðanemar! Myndum samtök. Það er eina leiðin til þess að tryggja rétt okkar. G. Þið, sem eruð í kórnum, niætið á æfingum. (KASAf/V

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.