Iðnneminn


Iðnneminn - 01.11.1935, Side 1

Iðnneminn - 01.11.1935, Side 1
j/DNNEMINN, 3. árgangur Nóvember 1935 1. tölublað VSkrifið í I Iðnnemaun! Útbreiðið Iðnnemann! Avarp. BlaðiS okkar, Iðnneminn, seni nú er að liefja göngu sína á þessu ári, er ekki gefinn út i pólitískum til- gangi, eins og flest önnur blöð, held- ur til Jjess að nemendum innan Iðn- skólans og meðlimum Málfundafé- lagsins, gefist kostur á að láta i ijos skoðun sina í ýmsum málum, og þá á þeim helst, sem við kemur iðngrein þeirra. — Það hefir hingað til verið svo, að treglega hefir gengið að fá iðnnema til að skrifa í blaðið og hafa oflast þeir sömu orðið fyrir því. En svo má ekki lengur ganga. Það verða sem flestir að skrifa í blaðið og vinna að útbreiðslu þess á allan hátt, bæði með því að kaupa það og lesa og fá aðra til þess. Einnig verðum við að hafa það eins skemmtilegt og fjölbreytt sem við höfum möguleika á, t. d. með því að skrifa í það skemmtilegar sögur, kvæði og skrítlur. En fyrst og fremst verður það fyrir greinar sem snerta haráttu og kröfur iðnnema, og það á að vera þannig úr garði gert, að Iðnneminn verði fram- vegis öflugur málsvari okkar allra, iðnnema. G. G. Málfundafélagid. . Ennþá hefjum við iðnnemar nýtt starfstímahil innan Iðnskólans, og her okkur að sækja það af miklu kappi. En sú hlið skólamálanna, sem við verðum að leggja einna mesta áherslu á, eru einmitt félagsmálin. Reynsla liðinna ára, hefir sýnt okk- urbótum á Jiessari löggjöf, tökum eftir því. Okkar háttvirtu þingmenn þurfa ekki að ættla, að það liafi verið að- alatriði fyrir okkur, að frumvarpið væri flutt á Alþingi. Það er öðru nær, það var aðeins fyrsta sporið. Aðal- atriðið var, er og verður það, að samþykkt verði á Alþingi lög um iðnnám er tryggi iðnnemum á kom- andi tímum viðunandi launakjör, sjúkdóms- og slysatryggingar með- an á náminu stendur. Við krefjumst þess vegna, að frumvarpið verði tekið fyrir á Al- þingi þegar í stað, og að tillit verði tekið til breytingartillaga, er við sendum Alþingi við frumvarpið. Og við krefjumst þess ekki aðeins, að það verði tekið fyrir, en einnig að það verði samþykkt sem lög, áður en þingi verður slitið. Nefnd sú, er kosin liefir verið í málfundafélaginu, til þess að hafa forustuna í þessu máli verður að ganga vel fram í trausti þess, að liún hefir allan fjölda iðnnema að baki sér. Því að þetta stærsta hagsmuna- mál iðnnema á komandi tímum knýjum við fram, með samfylkingu allra iðnnema og aðstoð annara verkamanna. Ó. G. Hvað dvelur Iðnnámslagafrumvarpið ? Nú eru liðin nærri þrjú ár, síðan Málfundafélag Iðnskólans í Rej’kja- vík hóf haráttu sína, fyrir nýrri iðn- námslöggjöf. Félagið gekkst fyrir samningu iðnnámslagafrumvarps og gerði síðan tilraunir til að fá það flutt á Alþingi, en þær tilraunir báru ekki tilætlaðan lárangur. Háttvirtir þingmenn héldu því fast fram, að ekki kæmi tilmála að Alþingi sam- þykkti slíkt frv., en fyrir þá sök vildu þeir ekki laka að sér að flytja það. Þessi mállalok vildu iðnnemar ekki sætta sig við, heldur héldu áfram til- raunum sínum til að fá frumvarpið flutt á Alþingi. Árangiurinn af þess- ari þrautseigju varð að lokum sá, að Emil Jónsson alþingismaður samdi nýtt frumvarp til laga um iðnám, — það var á síðastliðnum vetri. — Þetta frv. liefir án efa verið samið með það fyrir augum að það fengist samþykkt á Alþingi. Frumvarpið flutti Emíl svo á þingi, en með það fór á sama veg og fjölda mörg nauðsynja mál önnur: „Það dagaði uppi“! Flutningsmaður virt- ist samt telja sjálfsagt, að það yrði tekið fvrir aftur, strax þegar þing kæmi saman í haust. Nú hefir Al])ingi setið alllengi, svo sem öllum er kunnugt, en livar er iðnnámslagafrumvarpið? Er það slitnað aftan úr frumvarpalest þeirri, sem tilheyrir Alþingi? Það gæti vafalaust átt sér stað, þess gæt- ir varla mikið þó eitt og eitt týnist úr lestinni, ekki er liún svo stutt. Það verða þess ef til vill fáir var- ir, að frumvarpið liefir ekki komið fram á þinginu i haust, en við iðn- nemar, sem höfum barist fyrir end-

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.