Iðnneminn


Iðnneminn - 01.11.1935, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.11.1935, Blaðsíða 3
IÐNNEMIN N 3 12 2 2 2 2 2 2 IS S B B IS B im\ REYKJAVIK Sérverzlun. MÁLNING - VFGGFÖÐUR K B B B B B B H H H H H H ISISISISISISISISBISISBISiSISHHHHHHHHHHHHHH Skólaborðin og stólarnir í 1. bekk Iðnskólans. Eg geri ráð iyrir, að um þeta efni liafi áður verið skrifað i Iðnnemann, en „góð vísa er adrei of oft kveðin“. Þegar eg kom fyrst í skólann í haust, þá varð mér gengið um sumar skólastofurnar (kennslan var þá ekki byruð) og kom þar á meðal inn í stofuna sem fyrstu bekkingum er kennt í. Eg gat fyrst ekki ímyndað mér, að þetta væri kennslustofa, heldur draslkompa, sem brotnum stólum og borðum væri komið fyrir í og væri ekki búið að brenna eða koma burt. En eg trúði varla, að það væri geyrnt á þessum stað. Eg fór að spyrja um þetta og þá var mér sagt, að þetta væri stofa sem 1. bekking- um væri kennt í. Borðin líta þannig út, að þau geta vel verið úr fyrstu skólastofu sem verið liefir í Reykavík, öll útrispuð með allskonar skrípamyndum, ómál- uð og skökk. Stólarnir, eða hnallarnir réttara sagt, sem eru líkir í laginu og skamm- el, sem fjósakonur sitja á við mjaltir, þótti flestum afar slæm, sem von var og margir urðu fyrir vonbrigðum. Það er ekki von að fátækir nemend- ur geti kostað sig í leikfimi þar sem skólinn þj'kist ekki geta það. Við, nemendur skulum sýna það með ábuga okkar, vilja og samtökum, að við eigum heimtingu á ókeypis leik- fimiskennslu. Hversvegna getur Iðn- skólinn ekki baldið uppi leikfimis- kennslu eins og aðrir skólar þessa bæjar? Nei, félagar, við skulum vera ákveðnir með leikfiminni. Þó að margir okkar séu eflaust þreytlir ef tir erfiða vinnu dagsins, og mörgum okkar þörf á hvíld, þá skul- um við samt ekki gefast upp. Við munum aldrei sjá eftir þeim tíma er leikfimin hefir tekið frá okkur, jafn- vel þó að það sé svefntími, því að kjörorð okkar allra skal vera: „Heil- brigð sál i hraustum líkama“. reknir saman úr óhefluðum spýtu- klumpum. Sumir eru álíka háir og borðin sjálf og geta menn hugsað sér hversu gott sé að sitja á þeim við teikningu i 3 klst í einu og vera upp- réttir á svona stólum eins og kenn- arinn krefst, og er náttúrlega alveg rétt. En hann ætti að athuga, hversu gott það sé. Eg fyrir mitt leyti vildi alveg eins standa við að teikna, en að sitja á þessum hnöllum. Margir fá einnig göt á buxurnar sinar af nöglum sem losna og standa upp úr, en líklega fá þeir litlar skaðabætur. Skólafélagar, við verðum að safna á áskrifendalista og standa sem einn maður. Kref jumst þess af skólastjóra, og skólastjórn, að okkur verði skaff- aðir nýir stólar og ný borð og það strax. — Við erum engir skrælingjar sem gerum okkur ánægða með bvað sem að okkur er rétt. Fáir ern vinir liins snauða. Einn þeirra auðugu Vestur-íslend- inga er hér voru á ferð 1913, gat þess við mann einn í Reykjavík, sem hann kynntist á ferðalaginu, að hann liefði engan frið fyrir heimboðum, jafnvel hjiá fólki, sem hann ekkert þekkti. Nú í kvöld væri liann boðinn í veizlu hjá tveimur í senn á einum og sama tíma. Væri hann í standandi vandræðum hvort boðið liann ætti að þiggja, því að hvorugan vildi hann móðga. „Eg get kennt þér ráð,“ sagði Reykvikingurinn. „Segðu þeim, að þér liafi borist. símskeyti vestan um haf þess efnis, að þú sért að verða gjaldþrota, vittu svo hvort þeir misvirða það mikið við þig, þó að þú komir ekki.“ Ekki er þess getið, livort vestan- maðurinn notaði þetta ráð, en fáir eru vinir hins snauða.----------- Munið fyrstadansleiklðnskðlans Laugardaginn 23. nóvember. Mætið allir. Völundur Kristjánsson.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.