Iðnneminn


Iðnneminn - 01.11.1935, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.11.1935, Blaðsíða 4
4 IÐNNEMINN Huggun í raun. Tveir gamlir kunningjar, sem hétu Jón og Pétur, liöfðu verið fjarvist- um langan tima. Varð því mikill fagnaðarfundur, er þeir hittust aftur. „Sæll og blessaður gamli kunn- ingi,“ sagði Pétur. „Sæll og hlíður æf- inlega,“ sagði Jón. „Nú er langt siðan við höfum sést.“ „Já, það má nú segja lagsi,“ sagði Pétur. „Og margt hefir nú á daga drifið fyrir báðum okkur.“ „Eg hefi heyrt að þú hafir giftzt og býst við að þú sért nú lukku- legur.“ „0, jæja, það læt eg nú vera,“ sagði Jón. „Eg hreppti mesta bölvað skass. Hún suðaði og' rellaði dag og nótt, svo að eg hefði aldrei frið, skrattinn hafi það.“ „Mikið ósköp varstu óheppinn,“ sagði Pétur. „Jæja, það læt ég allt vera,“ sagði Jón. „Eg fékk þó 4000 kr. í peningum með henni.“ „Jæja, það var nú stór bót í máli,“ sagði Pétur. „En eg naut þess ekki lengi,“ sagði Jón. „Eg keypti skepnur til búsins fyrir mest alla peningana, en svo hrundu þær niður í fellinum míkla, sem geysaði liérna um árið.“ „Þú hefir verið mesti mæðumaður, auminginn,“ sagði Pét- ur. „0, það læt eg allt vera,“ sagði Jón. „Eg átti þó eftir húsið og innan- stokksmuni skuldlitið.“ „Jæja, það var gott og blessað að þú varst ekki öreigi,“ sagði Pétur. „O, eg naut hússins ekki lengi fremur en skepn- anna,“ sagði Jón. Það hrann til kaldra kola árið eftir að eg missti skepnurn- ar.“ „Vesalings maðurinn,“ sagði ÍPétur. „Hvernig gastu dregið fram lífið eftir að hafa misst aleigu þina. „Síðan hefir mér liðið vel,“ sagði Jón brosandi. „Eg fæst ekki svo mjög um liúsbrunann. — Kerlingarvargur- inn minn hrann þar inni.“ L. Á. Iönneminn, fyrri árgangar, fást hjá gjaldkera. — Verð kr. 0.50. r IÐNNEMAR! Allar skólavörur, svo sem: Teiknipappír, Teiknitæki, Ritföng, allsk. og Skólabækur, eru ávalt fyrirliggjandi í góðu úrvali hjá okkur. Bókav. Þór. B. Þorláksson. SeíiHan Höfum nú aftur feng- ið mikið úrval af hinum vinsælu pelikan sjálfhiekungum. BdkUiaðúH Lækjargötu 2. Sími 3736. Verslunin1 Breiðablik 1 I ♦ TöbakS' og HŒasælgætisvörur Áminning. Iðnnemar og Gagnfræðaskóla- nemendur! Siðferðisleg' skylda ykk- ar hýður ykkur að láta kyrrar aug- lýsingar þær, sem festar eru upp í gang skólans, frá hverjum sem þær eru. Staka. Leggðu hönd á lífsins plóg. Levstu önd úr dróma. Bittu vönd úr birkiskóg'. Byggðu lönd með sóma. ________________________________Ii. S. Iðnnemar, sækið fundi Málfunda- félagsins! Fáið ykkur hressingu eftir skólatimann i Risnu, Hafnarstræti 17. Heitar pylsur með kartöflusalati 25 aura. Marineruð silð með heitum kartöflum 50 aura. Svið og allskonar ódýr og góður matur Ennfremur kaffi, mjólk, kökur, öi og gosdrykkir. Risna, Hafnarstræti 17. Verzlið við þá, sem auglýsa í Iðn- nemanum! FélagsprentsmiSj an.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.