Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1935, Síða 1

Iðnneminn - 01.12.1935, Síða 1
Útbreiðið Iðnnemann! Skrifið í Iðnnemann! 3. árgangur Desember 1935 2. töiublað Samfylking — þjóðfylliing. Þessi orð hljóma allt í kringum okkur; við verðum þeirra varir bæði í ræðu og riti og komumst ekki hjá því að veita þeim athygli — hugsa um þau jafnvel, og þá um leið leggja í þau ákveðna merkingu. Það kemur mér, og máske mörg- um öðrum, að nokkru all einkenni- lega fyrir sjónir, að þeir tveir flokkar, sem lengst standa til hægri og vinstri í íslenzkri stjórnmálabaráttu, nota báðir orðið »þjóðfylking« til þess að túlka þá breytingu, sem þeir vilja vekja hjá íslenzku þjóðinni — frelsishreyfingu, en baráttan fyrir frelsi, aukinni menningu og bættri efnalegri afkomu, er hverjum ein- stakling í blóð borin, og þá um leið allri þjóðarlieildinni. En nú vaknar spurningin: Getur samrunnin fylking allra stétta þjóð- félagsins barist fyrir hinum einu og sömu frelsiskröfum, menningarlegum og efnalegum? Mér virðist þessari spurningu bezt svarað með því að draga fram smækkaða mynd af þeirri »einingu« sem ríkir meðal íslenzku þjóðar- innar. »Hver er sínum hnútum kunnugastur«, segir gamalt íslenzkt máltæki; þessvegna verður mér á að líta til þeirrar baráttu, sem við iðnnemar höfurn háð á undanförn- um árum, og heyjum enn — bar- áttu okkar fyrir bættum lífsskil- yrðum í einu og öllu. í þessari baráttu höfum við sí og æ hvatt hver annan til dáða og dugs og eins og af náttúrlegum, eðlilegum orsökum, höfum við sam- einast í þessari baráttu — en gegn hveijum? Jú, gegn hluta af íslenzku þjóðinni; gegn þeim mönnum, sem lrafa það í hendi sinni, livort við getum lifað mannlegu lífi, eða ekki. Þetta er aðeins lítið dæmi, sem ætti að geta orðið þess megnugt, að færa okkur nær því marki að fá réttan skilning á orðunum »samfylking« — »þjóðfylking«. Er það ekki æðsta takmark — von — lítilmagnans, að geta rutt sér brautina frarn á við; upp úr þreng- ingum, sprengja af sér þá lilekki, sem meina honum leiðina til frelsis. Er það ekki alþýðan — íslenzka alþýðan — sem allt frá landnámstíð liefir verið að heyja sína frelsisbar- áttu; við minnurnst þrælanna, sem drápu harðstjórann — fyrsta drottin- valdið yfir menningarlegum og efna- legum þurftum íslenzkrar alþýðu — þeir gerðu það vegna frelsisins, sem varð þeim því miður dýrkeypt. Er það ekki* þessi samfylking, þessi þjóðfylking, sem á eftir að rísa upp liér á landi — harátta íslenzku alþýðunnar 'gegn hinum innlendu drottnurum, sem slá veldissprota sínum yfir menningarlegar og efna- legar þurftir fjöldans. Þetta, sem að framan er ritað, eru aðeins hugleiðingar, en sem máske gætu orðið til að glöggva okkur á því, sem er að gerast í kringum okkur núna á degi hverjum — núna þegar það er orðin staðreynd að þjóðfylking hinnar íslenzku al- þýðu er að myndast — er að vaxa — og fyrir þeirri fylkingu verður að víkja liið pólitízka dægurþras — víkja fyrir eðlilegum, sjálfsögðum kröfum fjöldans til lífsins. Lýðvinur. Iðnskólinn: Daiisleíkur í Iðnó laugardaginn 21. þ. m. kl. 10 eftir hád. Iðnnemar, fjölmennið! Iðimáiiislögin og Alþingi. Eins og menn mun reka minni til, þá kaus Málfundafélag Iðnskól- ans, strax á fyrsta fundi sínum í haust, nefnd manna til að liafa for- gönguna í baráttunni fyrir bættri iðnnám. löggjöf. Nefnd þessi hóf þeg- ar starfsemi sína með því að reyna að ná tali af Emil Jónssyni alþingis- manni, sem flutti frumvarp til laga um iðnnám, á þinginu í fyrra. Eftlr nokkrar misheppnaðar tilraunir til að ná í Emil, tókst nefndarmönn' um þó að liafa tal af lionum og spurðust fyrir um gang iðnnámslaga frumvarpsins á Alþingi, og viðhorf þingmanna til þess. Veitti Emil nefndarniönnum fús- lega viðtal, og skýrði svo frá að hann liefði flutt frumvarpið í neðri deild þingsins, og það væri þegar búið að samþykkja það til efri-deildar með nokkrum breytingum. Voru þær breytingar innifaldar í því, að liámarks vinnutími nemenda var hækkaður að miklum mun, og sjúkratryggingar þeirra hækkaðar. Hámarks vinnutími nemenda var samkvæmt frumvarpi Emils, 48 klst. á viku, en var hækkaður upp í 60

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.