Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1935, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.12.1935, Blaðsíða 2
2 WNNEMINN klst. með breytingatillögunni. Hin breytingin var á þann veg, að meist- aranumcrekki skyltaðsjá fyrir sjúk- um nemarda nema í 6 mánuði yfir allan skólatímann. En samkvæmt frumvarpinu eins og Emil flutti það, var meistara skylt rð sjá fyrir nemanum, ef hann var ekki sjúk- ur yfir 6 mánuði í senn. Að lokum skýrði Emil svo frá, að ekki væri líklegt að mikil bót fengist á frumvarpinu í efri-deild, því að þótt illt væri að eiga við andstæðinga þessa frumvarps í neðri- deild, þá væru þeir þó enn verri viðureignar í efri-deild. Breytingar þær, sem gcrðar hafa verið á frumvarpinu, voru fluttar af tveim dyggum sjálfstæðishetjum úr fylkingu íhaldsins, þeim Jakob Möller og Guðbrandi ísberg. Tillögur þessar munu þó vera runnar undan rifjum klíku þeirra meistara, er hélt samkundu norður á Akureyri í sumar, og nefndi sig Iðnþing. Iðnþing þetta mun hafa tekið iðnnámslagafrumvarpið til at- hugunar, og séð ofsjónum yfir þeim kjarabótum, sem gerðar voru sam- kvæmt frumvarpinu á hagsmunum og aðbúnaoi nemendanna. Tók því Iðnþingið sig til og gerði sínar breyt- ingatillögur, sem nú hafa komið fram í neðri-deild Alþingis, og ver- ið samþykktar þar. Breytingar þessar skerða svo mjög frumvarp Emils Jónssonar, að við sjálft liggur að það verði að sömu viðrinislöggjöfinni og iðnlögin frá árinu 1927. Og það má meira en merkilegt lieita, að nokkur þing- maður, sem telur sig til umbóta- flokka innan þingsins, skuli hafa fengið sig til að ljá slíkum tillögum, sem hér hafa verið samþykktar, atkvæði sitt. Iðnnemar! Yið verðum að standa kröftuglega saman í þessu máli, og halda fast við okkar fyrri samþykkt- ir. Yið krefjumst þess, að efri-deild Alþingis lagfæri frumvarpið svo að það verði í engu lakara heldur en frumvarp Emils Jónssonar óbreytt og við krefjumst þess að frumvarp- ið nái fram ^ð ganga, þegar á þessu þingi. A. S. Leikfiitiikennslau. Eins og mönnum mun kunnugt, tók skólanefnd þá afstöðu til kröfu okkar um leikfimikenslu hér í skólanum, að hún sá sér ekki fært að verða við henni. Helztu ástæð una fyrir því að kröfu okkar var synjað taldi skólastjóri þá, að fjár- liagur skólans væri svo bágborinn að skólanefnd sá sér ekki fært að bæta á sig þeim kostnaði, sem af leikfimikenslunni lilyti að leiða, ofan á 5—6 þúsund króna reksturs- halla, sem þegar er fyrirsjáanlegur á rekstri skólans, Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að þessi ákvörðun skólanefnd- ar hafi valdið hinum mestu von- brigðum meðal allra þeirra nem- enda, sem hugsuðu sér að taka þátt í þessari leikfimikenslu, og þau vonbrigði eru þeim mun sárari fyr ir það, að flestir nemarnir höfðu talið það víst að krafa okkar yrði hispurslaust tekin til greina. í afsökunum sínum fyrir þessari ákvörðun skólanefndar, dvaldist skólastjóra mjög við það, að áhuga leysi nemendanna, í hinum ýmsu málum innan skólans væri svo mik- ið, að jafnvel þótt skólantfnd vildi taka það á sig að sjá okkur fyrir leikfimikenslu, þá efaðist hún um að nægileg þátttaka feng st af hálfu nemenda. 1 þessu sambandi minntist skóla- stjóri á það, að liann hefði sjálfur gert tilraun til að stofna til söng kennslu hér innan skólans, en það hefði algerlega mistekist, sökum áhugaleysis nemendanna. Þessu áhugaleysishjali skólanefnd- ar og skólastjóra er því að svara að þrátt fyrir allar misheppnaðar tilraunir skólastjóra, þá er það stað- reynd, að við nemendur höfum ár eftir ár starfrækt söngkór hér inn- an skólans, með góðum árangri. Og sú starfsemi hefir byggst, aðeins á áhuga okkar sjálfra fyrir söngnum. Ár eftir ár hefir farið fram hið svokallaða skóla-hlaup. Markmið skóla-lilaupsins er að vekja íþrótta- áhuga æskulýðsins í skólum. Það vill nú svo til, að nemendur Iðn- skólans hafa sýnt meiri áliuga fyrir skóla-hlaupinu heldur en nokkurs annars skóla. Og þrátt fyrir það þó að stjórn Iðnskólans hafi ekki í neinu lagt sig fram til að undir- búa nemendur sína undir skóla- hlaupið, þá hafa þó nemendurnir fært skólanum tvo bikara, til fullr- ar eignar, fyrir unna sigra í skóla- hlaupinu. Það verður því að teljast næsta bágborin röksemdafærsla, ef að skólastjóri ætlar að fara að halda því fram að þessir sigrar hafi unn- ist fyrir áhugaleysi nemendanna! Hins vegar skal það viðurkent, að sökum hins óhentuga tíma, sem ætl- aður var til leikfimikennslu, mátti búast við að þátttakan yrði ekki eins mikil og hún hefði orðið, ef að kennslan hefði farið fram á sæmilegum tíma. Hvað viðyíkur þeim upplýsingum skólastjóra, um hinn geysilega rekst- urshalla á skólanum, þá fer ekki hjá því að slíkar upplýsingar koma okkur iðnnemum næsta undarlega fyrir sjónir. Ef við iðnnemar gerum saman- burð á því skólagjaldi, sem við verðum að greiða til Iðnskólans, og því skólagjaldi, sem nemendur greiða til annara skóla, þá verður útkoman furðuleg. Iðnskólinn lætur sínum nemend- um í tje 2—3ja klst. kennslu á dag, en aðrir skólar sjá sínum nemend- um fyrir 5—6 klst. kennslu á dag, fyrir sania skólagjald. Aðrir skólar hafa ráð á, og telja skvldu sína, að sjá nemendum sín- um fyrir fimleikakennslu, en Iðn- skólinn sér sér ekki fært að sjá sín- um nemendum fyrir leikfimikennslu, þrátt fyrir það að kennslustundir hans eru helmingi færri en annara skóla. Ég er fjárreiðum Iðnskólans að vísu ekki vel kunnur, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hefi aflað mér, þá mun reksturshalli skólans á undanförnum árum hafa verið mjög lítill, eða jafnvel enginn. Og skólinn á í varasjóði sínum þúsundir króna.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.