Iðnneminn


Iðnneminn - 01.01.1936, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.01.1936, Blaðsíða 1
Skrifíð í Iðnnemann! Útbreiðið Iðnnemann! 3. árgangnr Janúar 1936 3. tölublað Iðnaðamám. I dagblöð og tímarit hefir á und- anförnum árum fremur lítið verið skrifað um þau mál, sem viðkóma okkur iðnnemum. Hin mörgu, og að mér virðist ókyrlátu blöð, liafa ekki getað fundið neina ástæðu til þess að færa í letur og opinbera alþýðu manna hin lítilmótlegu kjör, sem iðnmeistarar liafa leyft sér og leyfa enn að láta oss í té. Þrátt fyrir það að iðnnemalög- gjöfin mæli svo fyrir, að hver sá maður, sem annan tekur til þess að kenna iðn sína, skuli láta þeim í té fæði, klæði, húsnæði, þjónustu og annan aðbúnað, meðan á kennslu- tímanum stendur, hefir nær því hver og einn einasti meistari dregið klæðnaðinn undan. — Og það sem verst er, og að öllu leyti ófyrir- gefanlegt, er það, að margur hver nemandi hefir átt við mjög þröngan kost að búa, hvað fæði og þjónustu snertir, yfir lærdómstímanrr. Nemendur hafa oft og einatt orðið að vinna í götóttum klæðnaði og skjóllitlum, úti í frosti og kuldum. Og mun það sízt vera til þess að bæta þroska og heilsufar nemenda. En meistararnir liafa á sama tíma setið inni í hlýjum stofum, jafnvel sumir hverjir með ánægjubros á vörum, í tilhugsuninni um þær pen- ingaupphæðir, sem renna í vasa þeirra livern þann dag, sem yfir kemur, fyrir starf nemandans. Oft hafa nemendur verið látnir vinna að moldargreftri og í grjót- vinnu vikum saman, án þess að fá eyrisvirði í aukaþóknun. En hafi nemendur farið fram á slíkt, liefir meistarinn verið til með að hafa allt á hornum sér, og jafnvel að níða nemandann niður og liella yfir hann óþrjótandi hrakyrðuin. Ég vildi svo láta fylgja þessum línum heildarskýrslu yfir útgjöld meistara til nemanda hvert ár, og svo inntektir. A ári Iiverju borgar meistari út til nen anda sem liér segir: Gjöld Tekjur Fæði, húsnæði, þjónusta kr. 1200,00 4800- Skólagjald kr. 80,00 320- Iðgjald í S. R. kr. 42,00 168- Inntektir 1. ár 3000- 3000- — 2. ár 4200- 4200- — 3. ár 5100- 5100- — 4. ár 5100- 5100- Mismunur 12112- 17400- 17400- Nettó-gróði meistarans verður því yfir þessi fjögur ár kr. 12112,00. Jón Kr. Þ. Gildi iðimemafélaga. Meðal iðnnema er ríkjandi mjög almennt skilnings- og skeytingarleysi gagnvart því að hal'a með sér félög, þar sem þeir séu sameinaðir, ef um það er að ræða að beita sér fyrlr sam- eiginlegum hagsmunamálum, eða að lirinda af sér þeim árásum, sem á þá kunna að vera gerðar. Nemendur í hinum ýmsu iðn- greinum ættu undantekningarlaust að hafa með sér félagsskap, hver iðngrein út af fyrir sig, nema að nemendur séu svo fáir innan iðnar- innar, að ekki geti verið um félags- stofnun að ræða. Eftir að nemendafélag hcfir ver- ið stofnað er það þýðingarmikið at- riði, að ná samvinnu við sveinafé- lög sömu iðnar. Þannig að uemenda- félagið verði deild innan þess, með sem fyllstum réttindum. Það eru ekki aðeins margir iðn- nemar, lieldur einnig iðnsveinar og verkamenn yfirleitt, sem telja iðn- nemafélög algerlega þýðingarlaus og stofnun þeirra hina mestu heimsku. Nú vil ég benda þessum mönn- um á það, sem þeim hefir yfirsést, þegar þeir kváðu upp dóm sinn, yfir þessum félögum. Það sem ég ætla að benda á eru þættir úr sögu þess nemendafélags, sem fyllilega hefir sýnt það, að félög iðnnema þurfa ekki að vera nafnið tómt, ef vel er stjórnað og samvinnan innan- félagsins örugg. Félag þetta er »Fé- lag járnsmíðanema« í Reykjavík. Fyrir fáum árum voru járnsmíða- nemar verst launaðir allra iðnnema í Rcykjavík, en með sameiginlegu verk- falli sveina og nema í iðninni, fékkst kjörum iðnnema þannig breytt, að nú eru þau viðunanleg. í þessu sambandi koma margir iðnsveinar með þá spurningu: Hvers virði er þetta fyrir sveinana, hækkað nemendakaup, og þar með aukin aðsókn ungra manna eftir því að gerast nemendur? Ilvers vegna taka þeir þátt í þessu? Yið þessari spurningu er ýmsu að svara. Meðal annars því, að mcð hækkuðum launum nemanna, verður það minna kappsmál fyrir atvinnu- rekendur að nota vinnukraft þeirra. 1 öðru lagi því, að aðsókn þeirra, sem gjörast vilja nemar eykst ekki, vegna þess að ungir menn eru yfir leitt bjartsýnir og hugsa eitthvað á

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.