Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 3
4 IÐNNEMINN Uvei's vegiia? Laugardaginn 25. janúar héldu riemendnr Iðnskólans árshátíð sína, og aldrei hafa þeir verið jafn sam- huga um að láta hana sem bezt úr liendi fara en einmltt nú. Enda fór skemmtnnin prýðilega fram, menn skemmtu sér vel og skemmtunin var yfir höfuð skólanum til sóma. En það er eitt, sem setur dálítinn skugga á endurminninguna um þessa árshátíð, og það er það live fáir af kennurum skólans voru viðstaddir á skemmtuninni. Sérstaklega og sér í lagi vakti það almenna undrun og athygli, að skólastjórinn skyldi ekki láta sjá sig á þessari árshátíð nem- enda sinna. Árshátíðin á að sjálfsögðu fyrst og fremst að vera sameiginleg skemtun nemenda og kennara, <_g hún á að vera til að þoka nemendum og kennurum til einlægari samvinnu um þau verkefni, sem fyrir þeim liggja. En hversvegna er það að aðeins fimm kennarar koma á árshátíð okkar, en allir aðrir af kennurum skólans láta sig vanta? Er það vegna þess að mikill meiri hluti kennaranna líti svo á að það sé þeim ekki samboðið að taka þátt í þeim skemmtunum, er nemendur þeirra halda? Er það virkilega tilfellið að ekki séu nema fimm af kennurum skól- ans, sem eru svo félagslyndir að geta tekið þátt í skemmtunum nem- enda sinna? Eða er hér kannske um persónu- lega óvirðingu að ræða í garð þeirra manna, er fyrir skemmtuninni stóðu? Ég vona sjálfur að það séu ekki þessar eða aðrar viðlíkar ástæður, sem hafa orðið til þess að mikill meirihluti af kennaraliði skólans hefir ekki gefað komið á árshátíð okkar. En það fer þó ekki lijá því, að nemendurnir hljóta að reyna að gera sér einhverja grein fyrir því liversvegna það er að meirililuti kennaranna, ásamt skólastjóra, við- hafa þessa framkomu. Að lokum vil ég vona að slík leiðinda-tilfelli, sem þessi, komi ekki fyrir aftur, um leið og ég þakka þeim kennurum, sem heiðruðu árs- hátíð okkar með nærveru sinni. A. S. Árshátídin. Að þessu sinni var árshátíð Iðn- skólans lialdin í Iðnó 25. jan., eins og flesta nemendur skólans mun reka minni til. — í þ essum litla greinarstúf ætla ég mér ekki þá dul að lýsa þessari árshátíð til neinnar hlýtar, lieldur að gera ofurlitla grein fyrir því hvernig hún kom mér fyrir sjónir sem áhorfanda. Þegar maður tekur sér fyrir hendur að lýsa árshátíð eins og þessari, þá hlýti r ólijákvæmilega að vakna sú spurning: Hvaða kröfur gerir þú til hátíðar sem þessarar? 1 fyrsta lagi að í ljós komi allt það besta og göfugasta, sein iðnskóla- nemendur eiga yfir að búa, að há- tíðin beri þann svip, að hér séu að verki hinir uppvaxandi iðnaðar- menn þjóðrinnar, sem eiga það hlut- verk framundan að verða forverðir hins íslenzka iðnaðar, sem enn er í dróma, en hefir möguleikana til vaxtar fólgna í sjálfum sér og í auk- inni fullkomnun þeirra manna, sem í framtíðinni bera í hendi sinni vaxtarmöguleika hins íslenzka iðn- aðar, Á hátíðinni varð ég þess vár að nemendur skólans e_u sér þess fullkomlega meðvitandi hvaða hlut- verk bíður þeirra í lífinu, og kom það glöggt fram í ræðu þeirri, er formaður Málfundafélagsins hélt við þetta tækifæri. Hinsvegar blastivið mér sú sorglega staðreynd að skóla- stjórinn og margir aðrir kennarar skólans létu ekki svo lítið að mæta sem gestir nemendanna á hátíðinni. Er þetta boðberi sundurlyndis meðal nemenda og kennara skólans, sem sameiginlega starfa að uppeldismál- um iðnaðarins í landinu. Ef til vill er þetta grýla hjá mér — en hvað veldur? Það er óhætt að segja það að há- tíðin fór hið bezta fram í öllum aðalatriðum, þótt húu að vísu, að mínum dómi, ekki gæfi fullkom- lega til kyuna þá miklu fjölhæfni. 3 GLEESLÍPUN Allskonar glerplötur, s. s. borð- plötur, glerhurðir, hyllur o. fl. slípað eftir pöntun. SPEGLAGERÐ Speglar búnir til bæði úr slíp- uðu og óslípuðu gleri. Slípaðir kantar. Margar gerðir. LUDVIG STORR Laugaveg 15. — Sími 3333. starfsþrótt og framsækni, sem iðn- skólanemendur af eðlilegum ástæð- um, öðrum fremur eiga yfir að búa. Er ekki iðnaðarleg þróun mann- kynsins lögð til grundvallar, þegar metið er menningarstig þjóðanna, allt fram úr grárri fornöld? Það var mjög ánægjulegt að hlusta á söng Iðnskólakórsins, þarna á skennntuninni, vitandi það að hér eru að verki menn, sem fórna á altari Heimis frístundum, sem varla eru þó til. Er ekki skólinn á hverju kvöldi? Við sleppum öllum söngfræðilegum dómum — þeir fölna við hliðina á veruleika lífsins. Ég sé ekki ástæðu til að eltast við smávægileg aukaatriði eins og það, hvort margir hafi verið drukknir; hvort of margt eða of fátt hafi verið í húsinu, eða einhver önnur viðlíka mikilsverð atriði. Svona lagað verðum við að skamma skemmtinefndina fyrir, þegar ástæð- ur eru fyrir hendi. Uppi á lofti voru setin borð, að skemmtiatriðum loknum — ég rak hausinn í gættina — þá var for- maður félagsins tð tala; mér var sagt að það hefðu engir fleiri tekið til máls. — Hvar er andagiftin? Kannske hún liafi glatast með fjar- veru skólastjórans og annara kenn- ara. — Iðnskólanemendur! Þökk fyrir skemmtunina! En látið næstu árs- hátíð vera meira í samræmi við þá sigurvissu, sem fólgiu er í fjötrum liins íslenzka iðnaðar, frelsio og vaxtarþrá hins starfandi mannkyns. Fyrv. Iðnskólanemi. 1

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.