Iðnneminn


Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.02.1936, Blaðsíða 4
4 IÐNNEMINN Hlutrerk i <>3i ai>a 1*111 a n n s i ai s. Þegar þjóðirnar lögðu niður hirð- ingjalífið og tóku sér bólfestu er talið að menningin liefjist hjá þeim, þó í ófullkominni mynd sé. En um leið kom í ljós þörfin fyrir liúsa- kynnum, sem staðið gætu lengur en nokkrar nætur í senn. Hús þau, er slíkir frumbyggjar liafa reist sér og fjölskyldum sínum, liafa án efa verið mjög ófullkoinin í fyrstu, en það er með það eins og svo ótal- margt annað, að það befir átt fyrir sér að aukast og eflast, með binni menningarlegu þróun þjóðanna. Það mun öllum ljóst, að hér á landi befir, allt frá því að liinir norrænu víkingar settust liér fyrst að, lifað menningarþjóð. Því að þess er víða getið í sögum vorum að þeir hafi byrjað á því að reisa sér bæi, þó nú sé því miður svo komið að lítið sjáist eftir af þessum bú- stöðum feðra vorra. Má þar helzt um kenua því hversu baldlaust byggingarefni það var, sem þeir notuðu í bæi sína. Öðru máli er að gegna um ýmsar aðrar þjóðir, sem eiga kirkjur og baliir, frá þeim tíma er fyrstu sögur þjóðar vorrar voru í letur færðar. Eftir því, sem tímar liðu, fóru menn æ betur og betur að sjá bve nauðsynlegt það væri fyrir liverja þjóð, sem vildi vera sjálfri sér nóg, að þegnarnir skiptu með sér verkum eftir því, sem hverjum og einum bentaði bezt. Yegna þess að sá maður sem gerði einbverja eina grein atvinnulífsins að lífsstarfi sínu, fengi svo margfalt meiri leikni og kunn- áttu í starfinu en sá, sem gengi úr einu verkinu í annað, og befði þar af leiðandi ekki nema einhverja yfirborðskunnáttu í hverri grein út af fyrir sig, eins og gleggst má sjá dærnin fyrir víða út ttm sveitir landsins. Hér á landi Iiefir aðalstarf iðnað- arrharusinns á undanförnum árum verið í því fólgið að bæta og prýða híbýli fólksins á ýmsan liátt. Nú á síðustu árum liefir orðið á þessu nokkur breyting til batnaðar því að þær iðngreinar, sem starfræktar eru í landinu verða alltaf fleiri og fleiri með hverju ári, sem líður. Ég tel þau stakkaskipti, sein böfuðborg okkar fámenna lands befir tekið á sniði byggingaiistarinnar nú á síð- ustu árum, ekki sízt að þakka aukinni inenntun iðnaðarmannanna. Þó verð- um við þvi miður að viðurkenna þann sorglega sannleika, að þjóðin hefir, enn sem komið er, ekki séð sér fært að veita þeim fullkomlega þá þekkingu, sem æskilegt væri og reynslan hefir sýnt oss að ekki verður komist af án, en við verðum, þrátt fyrir allt, að vona að þetta muni lagast nú á næstu árum. Af því, sem að framan er skráð, má sjá að eitt af aðal lilutverkum iðnaðarmannsinns er að byggja og prýða iandið sitt. Það er iðnaðar- maðurinn, sem gerir hugmyndir teiknimeistarans að veruleika. Það er bann, sem byggir bús, brýr og skip. Það er lians lilutverk að sjá fyrir frumstæðustu kröfurn mann- lífsins, og hafi hann ekki hlotið þá menntun og kunnáttu, sem liann frekast getur aflað sér, mun aldrei vel fara. Þ. S. Takmörkiiit iðnnema. Um takmörkun iðnnema hefir mikið verið rætt og ritað. Menn hafa litið á þetta mál með misjöfn- um augum, eins og oft vill verða. Frá sjónarmiði okkar iðnnema er þetta stórmál, er varðar okkur iðn- nerna afar mikið. ísland hefir ekki farið varbluta af heimskreppunni. Toilar, gjald- eyrishöft og viðskiftavandræði liefir lagst eins og martröð á þjóðina. Iðnaður hér á landi er ungur og óþroskaður og má þess vegna ekki við neinum afturkipp. Á síðustu árum befir ýmiskonar nýr iðnaður risið upp hér á landi, og um leið liefir æskulýðurinn farið að nema þessar iðngreinar, en sá mikli hæng- ur er á þessu, að liinar ýmsu iðn- greinar hafa ekki aukist að sama skapi og fagmönnum hefir fjölgað. Af þessu er risin barátta milli sveina og meistara, um takmörkun nema. Sveinar vilja takmarka nemenda- fjöldan við vissa tölu sveina, en meistarar vilja hafa óbundnar hendur í þessu efni, en svo má ekki leng- ur ganga. Meistarar og sveinar eiga að reyna að liafa samvinnu í sem flestum málum og þá ekki sízt í þessu. Það lítur ekki glæsilega út hjá þeim, sem eru að byrja, eða okkur, sem erum að enda námstím- ann. Aðstaðan hjá okkur flestum er þannig, að við höfum safnað skuldum, og þegar við erum búnir þá meigum við ganga að því sem vísu, að verða að víkja fyrir nýjum nemendum, svo fljótt að við fáum ekki einu sinni tækifæri til þess að koma okkur á réttan kjöl. Því síður að maður megi hugsa svo liátt, að hægt verði að lifa við sæmi- lega góð lífskjör. Nú eru þeir meun til, er haida þeirri skoðun fram, að þetta sé ekki hagsmunamál fyrir fjöldann, heldur eiginhagsmunamál fyrir þá, sem komnir eru inn í iðn- greinarnar. Þessu er ekki svo varið vegna þeirrar einföldu ástæðu, að sama sagan eudurtekur sig hjá þeim yngri. Svo þegar kemur að þeim tímamótum í lífi þeirra, að þeir eiga að ljúka sveinsstykki í þeirri iðngrein, sem þeir hafa gert að lífsstarfi sínu, þá koma meistararn- ir og segja: Jæja góði minn, nú ert þú búinn að enda þinn tíma hjá mér, sem nemandi og nú verð- ur þú að fara því ég tek nýjan í þinn stað. Kæru starfsbræður, finnst ykkur þetta vera glæsileg framtíð. K. S. Iðnneniar, sækið fundi Málfundafélagsins, skrifið 1 Iðnnemann. Prentsmiðjan Dögun.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.